Ægir

Årgang

Ægir - 2021, Side 18

Ægir - 2021, Side 18
18  Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks, segir gott að losna við millilandanir og stytta tímann við löndum. Orkusparnaður og meira úthald „Orkusparnaður í skipinu er umtalsverður miðað við togara af svipaðri stærð. Hitt er svo stærð skipsins sem gerir að verkum að við losnum við millilandanir. Þá er fiskurinn flokkaður á bretti niður lest, sem flýtir mjög fyrir löndun. Við það lækkar kostnaður og hægt verður að halda skipinu úti í fleiri daga,“ segir Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks, sem er eigandi Baldvins Njálssonar. Skipið hóf strax veiðar með stuttum túrum nú fyrir jólin en gert er ráð fyrir fullu úthaldi eftir áramótin. Veiðiferðirn- ar nú í desember fóru í að prufukeyra skipið, veiðar og vinnslu og segir Berg- þór það hafa gengið vel. Hann segir að skipið kosti rúma fimm milljarða, en kostirnir við hönnum þess lækki rekstr- arkostnað og auki mögulegt úthald. Auk Baldvins Njálssonar gerir Nes- fiskur út ísfisktogara, dragnótarbáta og smærri báta. Fyrirtækið rekur einnig frystihús í Garðinum, ferskfiskvinnslu á tveimur stöðum í Sandgerði og rækju- vinnslu á Hvammstanga. Um 350 manns vinna hjá fyrirtækinu. Bergþór segir að staðan á mörkuðum hafi lagast þrátt fyrir að áhrifa Covid gæti enn. Verð á sjófrystum afurðum sé til dæmis mjög gott. Nánast í hámarki. Aðrir markaðir séu að jafna sig. Eins og er sé framtíðin björt, hvað svo verða kunni. Aðstæður séu fljótar að breytast. Simberg ehf óskar Nesfiski í Garði og áhöfn til hamingju með nýtt og glæsilegt fiskiskip Baldvin Njálsson GK 400 Akralind 2 - 201 Kópavogur

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.