Ægir - 2021, Blaðsíða 30
30
ir máli og verður með þakklæti meðtek-
ið.“
Með 20% af loðnukvótanum
Stefán segir að þegar hann hafi komið til
Vestmannaeyja fyrir 25 árum hafi Ís-
félagið verið með um 10% af loðnukvót-
anum en það hlutfall er nú 20% og búið
að vera í nokkuð mörg ár.
„Það hefur markvisst verið unnið að
því að auka veiðiheimildir fyrirtækisins í
uppsjávarfiski. Frá því fyrir síðustu
aldamót hefur félagið bæði aukið hlut-
deild sína og fleiri fiskitegundir komið
inn í myndina. Undir lok síðustu aldar
voru menn farnir að veiða kolmunna og
norsk-íslenska síld og svo kom makríll-
inn eftir aldamótin. Þetta er gjörbreyt-
ing á öllum rekstraraðstæðum í uppsjáv-
arveiðum og -vinnslu á Íslandi. Það eru
komnir verðmætir stofnar inn í veiðina
og nú er hægt að stunda veiðar á upp-
sjávarfiski nánast óslitið allt árið.“
Markaðir hagstæðir nú
En það er ekki nóg að veiða, það þarf að
vinna fiskinn og selja hann. Stefán segir
að markaðir þar sem afurðir úr uppsjáv-
arfiski eru seldar, hafi styrkst. Það eigi
bæði við um fóðurframleiðslu fyrir lax-
eldið þangað sem mjöl og lýsi er selt og
markaði í Austur-Evrópu, þangað sem
megnið af afurðum úr uppsjávarfiski er
selt.
„Efnahagsástandið þar er miklu betra
en það var fyrir 20 árum. Það er því
grátlegt að Rússlandsmarkaður sé okkur
lokaður, loksins þegar við fáum stóra
vertíð. Auk þess hafa fyrirtækin fjárfest
mikið í öflugum skipum með mikla kæli-
getu, sem bætir meðferð aflans og einnig
hefur orðið mikil tæknivæðing í vinnsl-
unni. Tæknin hefur tekið við af manns-
hendinni, bæði hafa afköstin aukist gríð-
arlega og fólki fækkað, en jafnframt eru
störfin orðin léttari en sérhæfðari. Um-
ræðan hefur aldrei verið meiri um
tækniframfarir, m.a. fjórðu iðnbylting-
una, og allt mun þetta hjálpa okkur við
að auka verðmæti þeirra nytjastofna
sem við erum að vinna með. Það er svo
margt sem er hægt að gera nú á tímum
sem var útlokað fyrir 10 árum, hvað þá
20 árum.
Mér finnst fólk í dag ræða miklu
meira um framtíðina og tækifærin. En
sumt sem talað er um er ekki eins einfalt
og fólk heldur að það sé við fyrstu sýn.
Vel menntuð þjóð er mikil auðlind, sem
sjávarútvegur hefur og verður að nýta
sér, ef við ætlum að vera meðal þeirra
þjóða sem búa við mestu lífsgæðin,“ seg-
ir Stefán.
Hann segir að ekki megi gleyma því
að við séum að stjórna veiðum úr okkar
nytjastofnum á vísindalegum grunni eft-
ir bestu getu. Tækninni eigi eftir að
fleygja fram á næstu árum og verða til
þess að við getum stýrt sókninni í stofn-
ana betur og dregið úr óvissu. Meiri og
betri rannsóknir muni auka þekkinguna
og verðmætin sem við náum úr hverjum
stofni. Þarna sé gríðarlega margt sem
hægt sé að gera betur.
Þörfin fyrir matvæli eykst stöðugt
„Svo fleygir tækninni fram í skipum og
orkunýtingu og umræðan um umhverf-
is- og samfélagsmál hefur aldrei verið
meiri. Við erum alls ekki komin að ein-
hverjum lokapunkti í rekstri félaganna.
Það er alltaf hægt að gera betur. Pró-
fessor Sigurjón Arason hefur bent á að
eftir nokkur ár verði „aukaafurðirnar“
eins og hann vill reyndar alls ekki kalla
þær, orðnar aðalafurðir og það sem er
aðal í dag verði þá aukaafurðir. En í öllu
þessu verðum við að hafa það í huga að
Floti og vinnsla
Floti félagsins eru fjögur uppsjáv-
arskip, togari, togbátur og línu-
bátur. Þetta eru Álsey, Heimaey,
Sigurður og Suðurey í uppsjávar-
veiðunum, togarinn er Ottó N.
Þorláksson, togbáturinn er Dala-
Rafn og krókabáturinn er Litlanes
sem er gerður út frá Þórshöfn.
Vinnslan er bæði í Eyjum og
Þórshöfn. Á báðum stöðum er
botnfiskvinnsla, vinnsla á upp-
sjávarfiski og fiskimjölsverksmiðj-
ur.
Hér sést næst á myndinni yfir hús og athafnasvæði Ísfélags Vestmannaeyja.
Loðnuvinnsla í fullum gangi.