Ægir - 2021, Qupperneq 42
42
Stefnt er að nýframkvæmdum við
hafnarmannvirki hérlendis upp á ríf-
lega 67 milljarða króna fram til ársins
2031. Langstærsti hluti þessara áætl-
uðu framkvæmda er vegna nýrra við-
legukanta eða um 27 ma.kr., um 15
ma.kr. eru áætlaðir í fjárfestingar á
viðbótar raftengibúnaði vegna orku-
skipta og um 10 ma.kr. í landfyllingar
fyrir ný hafnarsvæði.
Þessar upplýsingar koma fram í nýrri
skýrslu sem Hafnasamband Íslands hefur
látið taka saman um framkvæmda- og
viðhaldsþörf hjá íslenskum höfnum á
komandi árum. Þar kemur einnig fram að
viðhaldsþörf hafna innan hafnasam-
bandsins er áætluð liðlega 12 ma.kr. fram
til ársins 2025. Þar eru endurnýjun og
endurbætur á stálþilum stærsti viðhalds-
þátturinn eða upp á nær 5 ma.kr.
Heildarfjárfestingar í nýframkvæmd-
um í höfnum landsins á árunum 2016-
2020 námu liðlega 24,6 ma.kr. Þar af var
hlutur hafnarsjóða liðlega 19,5 ma.kr. en
hlutur ríkisins um 5 ma.kr. að frátöldum
ríkisreknum höfnum. Nokkrir stærstu
hafnarsjóðir landsins eru undirskildir
styrk frá ríkinu til fjárfestinga og námu
fjárfestingar þeirra sömu hafna um 12,6
ma.kr. af þessum 20 ma.kr. hlut hafnar-
sjóðanna.
Miklar fjárfestingar í rafvæðingu
Stóraukin rafvæðing á hafnarsvæðum er
stór kostnaðarliður í framkvæmdum
hafnarsjóða á næstu árum. Sem dæmi
má nefna að Hafnasamlag Norðurlands
gerir ráð fyrir 3,9 ma.kr. fjárfestingu í
rafbúnað á næstu 10 árum, allt frá 1,5-2
MW tengingum upp í 8-12 MW. Vest-
mannaeyjahöfn gerir einnig ráð fyrir 3,9
ma.kr. í rafbúnað vegna orkuskipta á
næstu 10 árum og Faxaflóahafnir ætla að
fjárfesta í nýjum rafbúnaði vegna orku-
skipta uppá liðlega 3,1 ma.kr. Hafnar-
fjarðarhöfn gerir ráð fyrir um 1 ma.kr. í
rafbúnað vegna orkuskipta þar sem
orkuviðbótin verður um 4,4 MW.
Hafnir Ísafjarðarbæjar sjá fram á að
fjárfesta í rafbúnaði vegna orkuskipta
fyrir um 820 m.kr. en sjóðurinn hefur nú
þegar hafið endurbyggingu á Sunda-
bakka þar sem gert er ráð fyrir að setja
upp allt að 8 MW tengingu fyrir skemmti-
ferðaskip. Þá gera Hafnir Vesturbyggðar
ráð fyrir að verja um 500 m.kr. í rafbún-
að vegna orkuskipta á næstu 10 árum.
Áætlaðar nýframkvæmdir í höfn-
um landsins kosta 67 milljarða
Stóraukin rafvæðing hafna á
komandi árum mun kosta mikla fjár-
muni. Hafnasamlag Norðurlands
geri ráð fyrir að fjárfesta á þessu
sviði fyir 3,9 milljarða á næstu 10
árum.
Hafnir
Hágæða vörur fyrir sjávarútveginn
og iðnaðinn í yfir 30 ár
K
V
IK
AMetnaður og þjónusta í þína þágu
HNÍFALOKAR · RENNILOKAR · SPJALDLOKAR · KEILULOKAR · SÍÐULOKAR
BOTNLOKAR · EINSTEFNULOKAR · KÚLULOKAR · SÍUR · RENNSLISMÆLAR
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
LAMBHAGAVEGI 5 · 113 REYKJAVÍK · SÍMI 516-2600 · vorukaup@vorukaup.is · www.vorukaup.is