Fréttablaðið - 25.05.2022, Side 1

Fréttablaðið - 25.05.2022, Side 1
Vaxandi þrýstingur er á íslensk stjórnvöld að hverfa frá þeirri stefnu að vísa fjölda hælisleit- enda úr landi á næstu vikum. 1 0 1 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 2 5 . M A Í 2 0 2 2 Veruleiki Húberts Nóa Í Kolaporti minninganna Menning ➤ 20 Lífið ➤ 24 Barnshafandi kona sem átti að vísa úr landi er komin með læknisvottorð gegn brottflutningi sem verður sent Útlendingastofnun og til lögreglunnar. bth@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Barnshafandi konu, hælisleitanda sem komin er átta mánuði á leið og hafði fengið boð um brottvísun frá Íslandi, hefur verið bjargað að sinni frá brott- vísun. Fréttablaðið hefur fengið staðfest að konan er komin með vottorð frá lækni og búið er að senda gögn um hana til Útlendingastofnunar og lögreglu. Konan vill ekki koma fram opinberlega eða í viðtali. Vænta má þess að nánustu fjölskyldumeðlimir hennar fái einnig skjól hér á landi, að minnsta kosti tímabundið. „Já, það hefur tekist að hindra fyr- irhugaða brottvísun umbjóðanda okkar sem gengin var átta mánuði á leið. Vottorð fékkst frá lækni þess efnis að ekki væri forsvaran- legt að senda viðkomandi úr landi að teknu tilliti til ástands hennar,“ segir Magnús Norðdahl lögmaður. Vaxandi þrýstingur er á Alþingi að íslensk stjórnvöld hverfi frá þeirri stefnu að vísa burt allt að 300 manns á næstu vikum með lögregluvaldi í kjölfar aukins ferða- frelsis eftir Covid. Agnes M. Sigurðardóttir biskup fordæmdi í Fréttablaðinu í gær bylgju brottvísana fram undan. Davíð Þór Jónsson prestur bætti um betur í gær þegar hann sagði að „fasistastjórn VG“ hefði ákveðið að „míga á Barnasáttmála SÞ“, með því að „senda fjölda barna úr langþráðu öryggi og skjóli hér á Íslandi, þvert á það sem þeim er fyrir bestu, til að hafast við í fullkomnu reiðuleysi á götum úti á Grikklandi.“ Magnús Norðdahl lögmaður segir alveg ljóst að stjórnvöld séu ekki bundin af lögum heldur sé um að ræða pólitískt val. „Efnismeðferð er meginreglan samkvæmt núgildandi lögum,“ segir Magnús. SJÁ SÍÐU 2 Þungaðri konu forðað frá brottvísun Rafhjólatrygging TM er hugsuð fyrir þig 2-3 DAGA AFHENDING IÐNAÐUR Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, boðar aðgerðir til að bregðast við skorti á erlendum sér- fræðingum í hugverkageiranum. Tillögur nokkurra ráðuneyta eiga að liggja fyrir í næsta mánuði. Stór íslensk fyrirtæki áforma að f lytja starfsemi úr landi vegna þess hve erfiðlega gengur að ráða fólk. Samtök iðnaðarins telja að laða þurfi allt að níu þúsund manns til landsins á næstu fimm árum. Ráðherra segir mikilvægt að bregðast hratt við stöðunni. SJÁ SÍÐU 4 Boðar aðgerðir til að bregðast við sérfræðingaskorti Forystufólk fjögurra flokka sem samtals eru með þrettán fulltrúa af 23 í borgarstjórn eftir nýafstaðnar kosningar tilkynntu í gær um upphaf viðræðna sín á milli um myndun meirihluta. SJÁ SÍÐU 4 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.