Fréttablaðið - 25.05.2022, Síða 8
magdalena@frettabladid.is
Doktor Alan Watkins, stjórnenda-
þjálfari og eigandi Complete, segir
að einn mikilvægasti eiginleiki sem
leiðtogar geti búið yfir sé forvitni.
„Þeir sem eru minna forvitnir
ná einfaldlega ekki sama árangri
og ofar öllu ættu leiðtogar að vera
opnir og móttækilegir fyrir áliti
annarra. Þegar ég starfaði sem
þjálfari árið 2012 fyrir Ólympíu-
leikana spurði ég þjálfarana hvort
þeir þyrftu aðstoð við undirbún-
inginn. Sex af þeim sjö sem þáðu
hjálp enduðu á verðlaunapalli,“
segir doktor Watkins og bætir við
að þessi reynsla hafi kennt honum
að vera opinn fyrir því að fá aðstoð
frá öðrum og leita sífellt annarra
leiða til að nálgast hlutina.
Doktor Watkins hélt erindi á
Viðsk ipt aþing i Viðsk ipt aráðs
sem fram fór á Hilton síðastliðinn
föstudag. Hann hélt erindi sem
bar yfirskriftina: Ef þú telur að allt
sé að breytast, þá ertu ekki einn.
Í erindinu fjallaði hann um hver
væri besta leiðin til að innleiða
breytingar í fyrirtækjum.
„Fyrirtækin þurfa að íhuga þrjár
víddir breytinga. Það er að segja
breyta því sem þau gera, breyta
tengslum milli fólks og innleiða
breytingar á einstaklingsgrund-
velli. Þau þurfa að breyta öllum
þessum þáttum til þess að breyt-
ingarnar geti orðið til góðs. Ef fyrir-
tæki eru ekki að ná árangri þarf
að breyta því hvernig þau nálgast
hlutina.“ n
Mikilvægt að leiðtogar séu forvitnir
Doktor Alan Watkins, stjórnendaþjálfari og eigandi Com plete.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Þeir sem eru minna
forvitnir ná einfaldlega
ekki sama árangri og
ofar öllu ættu leiðtogar
að vera opnir og mót-
tækilegir fyrir áliti
annarra.
Íslenskur frumkvöðull á sviði
loftslagsmála segir að mikil
tækifæri séu fólgin í að vera
hluti af lausninni í lofts-
lagsmálum. Loftslagstengd
verkefni séu sá hluti af efna-
hagslífinu sem sé hvað mest
vaxandi enda er brýnt að
leysa vandann.
magdalena@frettabladid.is
Fyrirtækið Transition Labs hyggst
beita sér af fullum þunga í bar-
áttunni gegn loftslagsvánni. Fyrir-
tækið samanstendur af hópi frum-
kvöðla og framkvæmdafólks sem
hefur áhuga á því málefni. Transi-
tion Labs var stofnað af þeim Davíð
Helgasyni og Kjartani Erni Ólafs-
syni.
Í samtali við Markaðinn segir
Kjartan að hugmyndin að fyrirtæk-
inu hafi kviknað hjá Davíð en hann
hafi um árabil verið virkur fjárfestir
í loftslagstengdum verkefnum.
„Í samtölum við þessi fyrirtæki
kom ítrekað í ljós að þau eiga við
sams konar áskoranir að stríða. Þá
kviknaði sú hugmynd að þróa staðl-
aðar lausnir á þessum áskorunum
sem hægt er að nýta aftur og aftur,
fyrir hvert fyrirtækið á fætur öðru,
til að flýta uppbyggingu og skölun
þeirra. Þetta er kjarninn í starfsemi
Transition Labs. Til að byrja með
ætlum við að starfa á Íslandi því við
metum það sem svo að sumt sé hægt
að gera hér hraðar en annars staðar,“
segir Kjartan og bætir við að ýmis-
legt geri það að verkum að Ísland sé
kjörinn staður fyrir loftslagstengd
verkefni.
„Þeim kostum má til einföldunar
skipta í tvennt. Annars vegar eru
náttúrulegir kostir og hins vegar
samfélagslegir kostir. Náttúra og
auðlindir Íslands henta mörgum
loftslagsverkefnum vel. Við búum á
basaltklumpi sem gagnast sumum
loftslagsverkefnum og hefur til
dæmis gagnast Carbfix vel. Aðgang-
ur að Norður-Atlantshafinu nýtist
öðrum verkefnum. Græna orkan
okkar leikur líka hlutverk. Síðan eru
samfélagslegir þættir sem gagnast á
Íslandi eins og aðgangur að heims-
klassa vísindafólki og stjórnvöld
sem hafa metnað í loftslagsmálum
og vilja greiða leið slíkra verkefna.“
Transition Labs hefur hafið sam-
starf við erlenda loftslagsfyrirtækið
Running Tide en það hyggst hefja
starfsemi hér í sumar. Running Tide
nýtir nýjustu tækni til að örva nátt-
úrulegt ferli sjávarins við að fjar-
lægja kolefni úr andrúmsloftinu,
bæta lífríki hafsins og skilar ávinn-
ingnum bæði til sjávarplássa og
vistkerfa heimsins. Aðferðir félags-
ins fjarlægja kolefni í þúsund ár.
Kjartan segir að árangur af starf-
semi Running Tide muni sjást strax
á þessu ári.
„Samstarfið við Running Tide
er fyrsta verkefnið okkar og f leiri
samstarfsfyrirtæki munu sigla í
kjölfarið.“
Kjartan bætir við að Running
Tide sé eitt af flottustu loftslagsverk-
efnum heims og hafi unnið til fjöl-
margra verðlauna og viðurkenninga.
„Markmið Transition Labs er
að f lýta loftslagsbaráttunni. Við
höfum stuttan tíma til að takast á
við þetta verkefni. Ísland hefur lýst
því yfir að það ætli að verða kol-
efnishlutlaust árið 2040 þannig að
það eru aðeins 18 ár til stefnu. Við
trúum því að við getum flýtt því um
nokkur ár að áhrifarík loftslagsverk-
efni nái skala og geti byrjað að hafa
verulega áhrif á loftslagið til góðs.“
Kjartan segir jafnframt að mikil
tækifæri felist í því að vera hluti af
lausninni í baráttunni gegn lofts-
lagsvánni.
„Allar rannsóknarskýrslur og
spár greiningaraðila benda til þess
að þetta sé sá hluti efnahagslífsins
sem muni vaxa hvað hraðast næsta
áratuginn. Margir líkja því sem er
að eiga sér stað í loftslagstengdum
verkefnum við það að standa á
upphafsmetrunum í internetbylt-
ingunni. Umfang loftslagslausna
í efnahagslífinu mun verða gríðar
stórt ef spár ganga eftir.“
Kjartan segir að þau sem standa
að Transition Labs brenni öll heitt
fyrir loftslagsbaráttunni en að
starfið megi ekki eingöngu vera
borið uppi af hugsjón. „Fyrirtækin
sem við byggjum upp eiga að vera
rekstrarlega sjálf bær, geta skilað
hagnaði og búið til verðmæti. Það
er lykillinn að því að þau geti vaxið
enn frekar og haft enn meiri áhrif til
góðs.“ n
Mikil tækifæri í loftslagstengdum verkefnum
Davíð Helgason
og Kjartan Örn
Ólafsson, segja
að Ísland henti
mörgum lofts-
lagstengdum
verkefnum afar
vel.
MYND/AÐSEND
Björninn ekki unninn
Kjartan bætir við að þó að sú viðleitni að binda koltvísýring sé
mikilvæg þurfi að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda á öllum
sviðum hagkerfisins. „Loftslagslausnir sem binda koltvísýring eru ekki
að fara að bjarga öllu. Þess vegna er mikilvægt að draga úr útblæstri
eins og kostur er en öllum er ljóst að efnahagslífið fer tæplega niður í
núll útblástur. Því er mikilvægt að binda það sem stendur út af og svo
syndir fortíðarinnar allt frá upphafi iðnbyltingar. Þó að okkar lausn sé
alls ekki allsherjarlausn þá getur hún reynst mikilvægur þáttur.“
Fyrirtækin sem við
byggjum upp eiga að
vera rekstrarlega
sjálfbær, geta skilað
hagnaði og búið til
verðmæti.
Kjartan Örn Ólafsson,
stofnandi Transition Labs
GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR
588 80 40
www.scanver.is
RAFMÓTORAR
8 Fréttir 25. maí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN 25. maí 2022 MIÐVIKUDAGUR