Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2022, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 27.05.2022, Qupperneq 6
islenskt.is N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið Nú eru meirihlutaviðræður formlega hafnar milli Sam- fylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknar í Reykjavík. Ekki virðist mikill ágrein- ingur um málefni milli flokk- anna, en nokkur spenna er um borgarstjórastólinn. olafur@frettabladid.is REYKJAVÍK Dagur B. Eggertsson er í dag fimmti þaulsætnasti borgar- stjóri Reykjavíkur og hefur samtals setið í stólnum í rúm átta ár. Verði hann borgarstjóri áfram fer hann upp í 3. sæti yfir þaulsætnustu borgarstjóra Reykjavíkur frá upp- hafi og skákar Davíð Oddssyni, sem var borgarstjóri í níu ár, einn mánuð og nítján daga á árunum 1982 til 1991, úr því sæti. Ef miðað er við samfellda setu í stóli borgarstjóra verður það 24. júlí næsta ár sem Dagur skákar Davíð úr 3. sætinu, en Dagur sat í rúma þrjá mánuði sem borgarstjóri frá októ- ber 2007 fram í janúar 2008. Í 4. sætinu situr Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem var borgarstjóri í átta ár, sjö mánuði og nítján daga á árunum 1994 til 2003. Þaulsætnasti borgarstjóri Reykja- víkur frá upphafi er Gunnar Thor- oddsen, sem var borgarstjóri frá því í febrúar 1947 og fram í október 1960, eða í þrettán ár, átta mánuði og tvo daga. Gunnar tók raunar við embætti f jármálaráðherra í Viðreisnar- stjórninni 19. nóvember 1959 og fór í leyfi sem borgarstjóri og lét ekki formlega af embætti fyrr en í október 1960. Hann náði því í raun ekki þrettán árum. Sá sem í raun hefur setið lengst er Geir Hallgrímsson, sem sat í stólnum frá því í nóvember 1959 til 1. desember 1972. Þegar Geir lét af embætti var hann orðinn þing- maður Reykvíkinga. Davíð Oddsson, sem sat í rúm níu ár, 1982 til 1991, hefur sérstöðu meðal reykvískra borgarstjóra. Í tvo og hálfan mánuð, 30. apríl til 16. júlí 1991, gegndi hann embætti borgar- stjóra, ásamt því að vera forsætis- ráðherra lýðveldisins. Enginn annar Íslendingur hefur leikið það eftir. Segja má að Davíð hafi farið að dæmi Frakka, en rík hefð er fyrir því þar í landi að forsætisráðherra gegni jafnframt embætti borgarstjóra. Jac- ques Chirac, sem síðar varð forseti Frakklands, var til dæmis borgar- stjóri Parísar þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra, fyrst í forsetatíð Valery Giscard d’Estaing á 8. áratug síðustu aldar og aftur í forsetatíð Francois Mitterand á 9. áratugnum. Þegar hann var kosinn forseti Frakklands, 1995, lét hann af embætti borgarstjóra. Davíð gerði atlögu að því að feta á ný í fótspor Chirac þegar hann bauð sig fram til forseta 2016 en hafði ekki erindi sem erfiði. Á næstu dögum kemur í ljós hvort Dagur nær þriðja sætinu. n Þaulsætnustu borgarstjórar í sögu Reykjavíkurborgar Dagur B. Eggertsson getur á næsta ári orðið þriðji þaulsætnasti borgar- stjóri sögunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen hafa setið lengst allra í stóli borgarstjóra Reykjavíkur og samanlögð borgarstjóratíð þeirra spannar aldarfjórðung. Oft andaði þó köldu milli þeirra og talað var um Geirs- og Gunnars- armana í Sjálfstæðisflokknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Davíð Oddsson sat í rúm níu ár sem borgarstjóri og var forsætisráðherra síðustu vikur borgarstjóraferilsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er eina konan sem kemst á topp fimm listann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þaulsætnastur var Gunnar Thoroddssen sem gegndi embættinu í þrettán ár. georg@frettabladid ÚKRAÍNA Yfirvöld í Úkraínu viður- kenna að innrásarlið Rússa hafi náð undirtökunum í átökunum sem nú geisa í austurhluta landsins. Úkra- ínskt herlið hefur í sumum tilfellum neyðst til að hörfa frá vígstöðvum í Donbas héraðinu. Þá hefur rúss- neskt herlið sömuleiðis náð stjórn yfir mestum hluta Luhansk-héraðs. Á blaðamannafundi í gær viðurkenndi úkraínski hershöfðinginn, Oleksej Gromov, að Rússar hefðu náð undir- tökunum í átökunum í Luhansk. Fréttamiðillinn The Guardian hefur eftir ríkisstjóra Luhansk-hér- aðs, Seríj Haidai, að Úkraínumenn stjórni nú aðeins fimm prósentum héraðsins. Fyrir viku síðan hafi Úkra- ínumenn stýrt tíu prósentum þess. Rússneskt herlið sækir nú fast að borgunum Lyman og Sieverierodo- netsk, en þeir eru við það að umlykja borgirnar og úkraínskt varnarlið sem er staðsett þar. Eftir að hafa hörfað frá Kænugarði hafa Rússar einbeitt sér að því að ná yfirráðum yfir austur- hluta landsins. Takist  þeim að ná þessum svæðum er talið að Pútín geti lýst yfir sigri og bundið enda á átökin, sem nú hafa geisað í rúma þrjá mánuði. Úkraínski herinn hefur undan- farnar vikur mátt þola mikið mann- fall á þessu svæði. Volodímír Sel- enskíj, forseti Úkraínu, sagði fyrir skömmu að fimmtíu til hundrað úkraínskir hermenn létu nú lífið í átökunum á degi hverjum. Selenskíj kallaði eftir meiri stuðn- ingi vestrænna ríkja í vikunni og gagnrýndi tillögur um friðarviðræð- ur sem fælu í sér að Úkraína gæfi eftir landsvæði. Ummælin koma í kjölfar þess að Henry Kissinger, fyrrum ráð- gjafi Bandaríkjaforsetans Richard Nixons, lagði til að Úkraína léti land- svæði í austurhluta landsins af hendi í friðarviðræðum við Rússa. n Rússar með undirtök í Austur-Úkraínu Úkraínskir hermenn á vígstöðvunum í Donbass fyrr í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Talið er að Pútín geti lýst yfir sigri takist Rússum að ná austur- hlutanum á vald sitt. 6 Fréttir 27. maí 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.