Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2022, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 27.05.2022, Qupperneq 9
Þau eru öll á frönsku með þér- unum og alles, og ég verð alltaf verulega impóner- aður þegar svo virðu- leg umslög birtast í póst- kassanum mínum. Karl Th. Birgisson n Í dag ÍÞRÓTTAVIKAN MEÐ BENNA BÓ FÖSTUDAGA KL. 19.00 Benedikt Bóas fær til sín góða gesti til að ræða íþróttavikuna sem leið og skoðar það helsta sem gerðist á léttu nótunum. Mér virðist sem Evrópusam- bandið láti sér umhugaðra um velferð og heilsu þegna sinna upp á síðkastið en oft áður. Þetta merki ég af þeim fjölda bréfa sem ég hef fengið frá framkvæmdastjórninni síðustu mánuði. Þau eru öll á frönsku með þérunum og alles, og ég verð alltaf verulega imponeraður þegar svo virðuleg umslög birtast í póst- kassanum mínum. En hvernig bréf eru þetta? Skoðum dæmi „Kæri þegn. Okkur hefur borizt til eyrna að þér hafið leigt bíl í janúar. Það sem meira er, við höfum fengið staðfest að þér hafið reykt í bílnum. Það er á milli yðar og fyrirtækisins, en við viljum nota tækifærið til að minna á að reykingar drepa og valda getu- leysi, þó ekki endilega í þeirri röð. Hitt er alvarlegra, að upptökur úr myndavélum sanna að þér hafið hent stubbum út um gluggann. Þetta telst meiri háttar brot á stubbareglugerð nr. 1213/05, þar sem segir skýrum stöfum: „Leifum af reykjanlegum sívalningum skal koma fyrir á öruggum stað, svo að hvorki valdi fólki né umhverfi skaða. Evrópa er ekki öskubakki Hins vegar eru vísbendingar um að þetta kunni að vera fyrsta brot yðar. Okkur þykir það ekki senni- legt, en framkvæmdastjórnin vill láta alla njóta vafans – líka yður. Næst verður hins vegar engin mis- kunn hjá Michelle. Að því sögðu er nauðsynlegt að árétta, að ofangreindri reglu- gerð má alls ekki rugla saman við Stubba-reglugerð nr. 4598/08, sem gildir um sjónvarpsefni. Báðar reglugerðir hafa þó keimlík, og næstum sömu markmið.“ Ég hló þegar ég opnaði næsta bréf. Það hljómaði eins og gamall brandari. Ég hélt fyrst að Vigdís Hauksdóttir væri að stríða mér, en held að hún sé ekki svona góð í frönsku – nema Brynjar hafi kennt henni hana á Bifröst eins og margt annað. En framkvæmdastjórnin var ekkert að djóka: „Kæri þegn. Við höfum fengið staðfest að þér hafið miðvikudaginn 3.11.2021 snætt banana, sem stenzt ekki kröfur um útlit og bragð. Því biðjum við yður nú að finna viðkomandi bananahýði með viðeigandi strikamerki, setja í lofttæmdar umbúðir og umslag, og senda til: Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins Belgíu merkt „Bananar.“ Sé strikamerkið týnt má notast við merki af sítrónu eða papaya – mestu skiptir að það sé af ávexti.“ Það er rétt, að bananar héðan úr sveitinni eru minni, þykkari og bragðbetri en drjólarnir sem fást í Bónus. Bændurnir eru hins vegar lítið að vinna með strikamerki. Þeir selja eftir vigt. Ég fór búð úr búð í leit að strika- merki, en árangurslaust. Loks fór ég í ruslagáminn, fann hæfilega gamalt bananahýði, fann svo tóma fernu undan ananassafa, klippti strikamerkið af henni, límdi kyrfi- lega á hýðið, gekk frá öllu saman eftir fyrirmælum og sendi. Skömmu síðar kom frekar hastarlegt bréf: „Kæri þegn. Þér valdið framkvæmdastjórn- inni djúpstæðum vonbrigðum. Þér gerið yður vonandi grein fyrir því að við getum ekki látið strika- merkjalaus bananahýði þvælast um álfuna eftirlitslaust. Því er nú lagt fyrir yður að bæta úr vanrækslu yðar umsvifalaust. Að öðrum kosti er óhjákvæmilegt að grípa til miður skemmtilegra ráð- stafana gagnvart yður.“ Ég hef ekki svarað ennþá. Held niðri í mér andanum, en ber þá von í brjósti að í Belgíu séu sirka fjórtán byggingar merktar „Ókláruð mál.“ Samvizkubitið nagar mig inn að beini. Eitt bréf enn, sem kom mest á óvart: „Kæri þegn. Rannsóknir staðfesta að of dökk tré og runnar draga að sér áður óþekkt skordýr, sem geta borið með sér veirur, svokallaðar grænveirur, sem eru hættulegar mönnum. Því biðjum við yður nú að benda framkvæmdastjórninni á svæði þar sem óeðlilega mikið er af of grænum trjágróðri, en einnig að grípa til ráðstafana í nágrenni yðar til að hamla útbreiðslu hans.“ Hér brást ég hart við. Um miðja síðustu öld tóku einhver trjáræktar- fríkin upp á því að planta barrtrjám í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Ég lýsti þessu róthneykslaður fyrir framkvæmdastjórninni og bætti við, að einhver hefði líkt þessum hryðjuverkum við „skegg á konu.“ En ég gerði líka mitt heima við. Svo vildi til að ég átti bleikingarefni í þvottahúsinu. Ég fann spreybrúsa og réðst til atlögu við runna hér fyrir utan. Auðvitað kom lögreglan. Ég sagðist vinna í umboði framkvæmdastjórnarinnar, og það var sama hversu hátt þeir hringdu upp virðingarstigann í löggunni – enginn fann lagabókstaf um að bannað væri að sprauta bleikingar- efni á runna. Enda er allt annað að sjá þá. n ESB hugsar um sitt fólk Ég fann spreybrúsa og réðst til atlögu við runna hér fyrir utan. Auðvitað kom lög- reglan. FÖSTUDAGUR 27. maí 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.