Fréttablaðið - 27.05.2022, Qupperneq 14
dögunum að ég verð að reyna að
líkja eftir honum.“
Þegar Nanna er spurð hvort hún
fari í ísbíltúra, svarar hún: „Nei,
ekki lengur allavega. Hmm, hluti
af skýringunni gæti verið tækni
legs eðlis, það er nefnilega enginn
bíll á heimilinu. Og mér er aldrei
boðið í ísbíltúr, barnabörnin og
hundarnir sitja fyrir þegar farið er
í svoleiðis leiðangra.“ Hún segist
þó fá sér ís hvenær sem er. „Líklega
oftar á veturna en á sumrin, mér
finnst eitthvað svo notalegt að
borða ís. Furðulegt eiginlega. Nema
reyndar – sumir ísarnir sem ég bý
til eru svolítið áfengir. Gæti verið
skýringin,“ segir hún kankvís.
Nanna var spurð hvað geti
skapað þennan mikla áhuga
Íslendinga á ís. „Kannski að við
erum löngu búin að átta okkur
á því að það þýðir ekkert að bíða
eftir góða veðrinu, alveg óvíst að
það komi. Og þá er eins gott að fá
sér bara ís strax. Eða hvenær sem
mann langar í ís, og það getur orðið
nokkuð oft því að ís er góður,“
svavar hún.
Það var ekki úr vegi að spyrja
þessa fróðu konu hvað það væri
sem gerði ísbúltúra svona sérstaka
að eftir þeim er tekið úti í heimi og
orðið þyki merkilegt.
„Ég hafði bara ekki gert mér
grein fyrir að það væri neitt
sérstakt við þá. Gæti verið út af
mínum bíllausa lífsstíl. Ísstrætó
túr hljómar hins vegar einhvern
veginn ekki eins vel.“
Manstu eftir eftirminnilegum
ísbíltúr?
„Tja … Fyrir mörgum árum var
ég í bíl með ónefndri konu sem sat
undir stýri. Þetta var kannski ekki
eiginlegur ísbíltúr en við stopp
uðum í ísbúð, fengum okkur ís í
brauði og ókum af stað. Stopp
uðum á ljósum og þá tókst ekki
betur til en svo að toppurinn á ís
bílstjórans datt ofan í kjöltuna á
henni. Hún fór í einhverju fáti að
reyna að krafla ísinn upp. Ég leit
til hliðar og þá var þar full rúta
af túristum sem allir góndu ofan
í bílinn til okkar og á þessa konu
sem sat þarna og var eitthvað að
bauka með hönd í skauti.“
Ísbíltúr er góð samvera
Valgerður Guðnadóttir, söng og
leikkona, er einn fárra Íslendinga
sem eru ekkert sérstaklega hrifnir
af ís. „Nema ítölskum ís í heitri sól,“
segir hún. „Mér finnst íslenskur
ís með dýfu og kurli bestur hér
heima og jógúrtís er ágætur.
Ítalskur ís finnst mér æðislegur,
sérstaklega sítrónuís.“
Þegar hún er spurð hvort hún
fari í ísbíltúra segist hún gera það
en sjaldan. „Pabbi barnanna sér
um það. Mér er eiginlega hulin
ráðgáta hvers vegna Íslendingar
eru svona sólgnir í ís. Helsta skýr
ingin er kannski sú að við erum
nammigrísir og sólgin í allt sætt.
Jú og svo er auðvitað gott að kæla
sig í öllum hitanum hér,“ segir hún
og hlær.
Hvað finnst Valgerði um þessa
frægu ísbíltúra okkar?
„Þeir eru góð samvera fjölskyld
unnar og svo er mögulega hægt að
ná unglingum á spjall þegar keyrt
er út fyrir bæinn í ísbíltúr enda
finnst f lestum ís góður, nema
kannski mér.“
Manstu eftir eftirminnilegum
ísbíltúr?
„Já, með mömmu og pabba í sól
og sumri í Hveragerði (Eden) þar
sem hægt var að borða ís og horfa
á apa og páfagauka.“
Sannur ísunnandi
Berglind Guðmundsdóttir, matar
bloggari á grgs.is, segir að ís sé
góður en hún fær samt aldrei ein
hvers konar þrá í hann. „Það besta
við ísinn er að mínu mati dýfan og
kurlið. Á Íslandi fæ ég mér barnaís
með súkkulaðidýfu og Rice Kri
spies – einfaldur klassíker. Besti
ís sem ég hef fengið var hins vegar
jógúrtís sem ég fékk í Gracia
hverfinu í Barcelona – ótrúlega
ferskur og góður.“
Ferðu í ísbíltúra?
„Já og ísgöngutúra þar sem við
höfum ísbúð nálægt heimilinu
okkar. Ég er sannur Íslendingur og
borða ís allt árið um kring.
Hvað telur þú að skapi þennan
mikla áhuga Íslendinga á ís?
„Að hluta til nostalgía. Þegar ég
var lítil var ekkert mikið að frétta
á Íslandi og um helgar var gjarnan
farið í ísbíltúr svona til að brjóta
upp daginn og viðra okkur krakk
ana. Þá fékk maður pínkulítinn ís
með dýfu og á tyllidögum kannski
kurl. Þetta var fínasta af þreying.
Ég man að mér fannst geggjað
að fara í ísbíltúr í Eden og skoða
apana. Talandi um nostalgíu,“
segir Berglind. n
Elín
Albertsdóttir
elin
@frettabladid.is
Það mætti segja að eins
konar sérstaða Íslendinga
sé að fara í ísbíltúra. Flestir
hafa einhvern tíma farið í
lengri eða skemmri ísbíltúr.
Lengi hefur verið vinsælt að
skreppa í Hveragerði eða Sel-
foss í ísbíltúr. Góðar ísbúðir
finnast um allt land.
Skemmtilegt er að skoða timarit.is
því orðið ísbíltúr kemur þar virki
lega mikið við sögu. Oft kemur
orðið fyrir í léttu spjalli við fólk
um hvað sé skemmtilegast að gera
og þess háttar. Einnig kemur orðið
alloft fyrir í greinum í bílablöðum
og í viðtölum við matreiðslumenn.
Oftast kemur það þó fyrir í minn
ingargreinum þar sem fólk minnist
ísbíltúra með látnum ástvinum.
Orðið ísbíltúr hefur reyndar
skapað sér sess á heimsmælikvarða
því orðið var valið „orð dagsins“
á BBC2 árið 2019. Þar er talað um
að það sé tómstundagaman eða
dægradvöl sem Íslendingar stundi.
Það snúist um að hoppa upp í bíl
og að kaupa sér ís. Mikið hafði þá
verið fjallað um ísbíltúr á Twitter
reikningi breska sjónvarpsþáttar
ins Q1.
Bandaríska tímaritið Monocle
fjallaði sömuleiðis um ísbíltúra á
Íslandi og fékk íslenskan blaða
mann með sér í slíka bílferð. Þar er
talað um gæðastundir Íslendinga
þegar þeir fara í ísbíltúr. Fleiri hafa
fjallað um þetta áhugamál sem
virðist vekja mikla athygli og vera
séríslenskt fyrirbæri.
Gerir sjálf bestu ísana
Nanna Rögnvaldardóttir, matar
bloggari og matreiðslubókahöf
undur, var spurð hvort ís væri í
uppáhaldi hjá henni. „Já, það er
alveg óhætt að segja. Ég borða samt
mun minna af honum en ég gerði
áður af því að ég reyni að forðast
sykur. En það er nú ekki alveg hægt
að snúa baki við ísnum,“ svaraði
hún.
Nanna segist vera mest fyrir
heimatilbúinn ís en hún keypti sér
góða ísvél með innbyggðum frysti
fyrir nokkrum árum og finnst
gaman að gera tilraunir af ýmsu
tagi. „Síðasti ísinn sem ég gerði
var sveskju og Palo Cortadoís
en svo er ég að fara fljótlega í að
gera tilraunir með basilíkuís. Ég
hef stundum gert slíka ísa sjálf í
ýmsum útgáfum en fékk svo hrika
lega góðan basilíkuís á veitinga
húsi í Santiago de Compostela á
Ísbíltúrar hafa
verið vinsælir á
Íslandi í áratugi.
Góð stund til
að sameina
fjölskylduna og
spjalla saman.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Nanna Rögn-
valdar fer létt
með að gera
sinn ís sjálf og
hefur gaman
af því að prófa
nýjar tegundir.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON
Valgerður er ekki alveg sannur
Íslendingur að því leyti að ís er ekki í
sérlegu uppáhaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Berglind fékk sinn besta ís í Barcelona.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Orðið ísbíltur hefur náð frægð langt út fyrir landið.
Í ísbíltúr að
skoða apana
4 kynningarblað A L LT 27. maí 2022 FÖSTUDAGUR