Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2022, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 27.05.2022, Qupperneq 21
Salur og tvö glæsileg fundar- herbergi eru til útleigu í einu sögufrægasta húsi landsins og einu af helstu kennileit- um borgarinnar, Safnahús- inu við Hverfisgötu. Leitast er eftir að veita framúr- skarandi þjónustu ásamt ráðgjöf sem hentar hverjum viðburði fyrir sig. Þá er vin- sælt að bóka leiðsögn um húsið og/eða yfirstandandi sýningar Listasafns Íslands í kringum fundartímann. Í einu af safnhúsum Listasafns Íslands, Safnahúsinu við Hverfis- götu, eru tvö fullbúin og glæsileg fundarherbergi ásamt sal til útleigu. Lestrarsalurinn hentar vel fyrir stærri fundi, málþing, starfs- og vinnudaga, ráðstefnur og tónleika. Fundarherbergin henta hins vegar vel fyrir minni fundi, stjórnarfundi, starfsmannasamtöl og fundi þar sem fjarfundarbún- aður er nýttur. „Safnahúsið við Hverfisgötu er fyrsta safnabyggingin sem reist var hér á landi og var hún vígð árið 1909 og er eitt af helstu kenni- leitum borgarinnar,“ segir Guðrún Jóna Halldórsdóttir, markaðs- og þjónustustjóri Listasafns Íslands. „Hannes Hafstein lét reisa húsið, sem var byggt á árunum 1906-1908 til að hýsa Landsbókasafn Íslands og Þjóðskjalasafnið. Safnahúsið er tímamótaverk í íslenskri húsagerð- arsögu og jafnframt síðasta opin- bera stórhýsið með steinhlöðnum veggjum áður en steinsteypuöld gekk í garð. Lestrarsalurinn Lestrarsalurinn er mjög virðu- legur og fallegur salur með glæsi- legri aðkomu. Í salnum er góður hljómburður, f lygill og falleg birta frá stórum gluggum leikur um salinn. Salurinn er í sinni upp- runalegu mynd ásamt einstökum húsgögnum sem fylgt hafa salnum frá því húsið var opnað. „Salurinn tekur um 100 manns í standandi opnun en um 80 manns í sætum fyrir fundi, fyrirlestra, málþing, tónleika og ráðstefnur. Uppröðun stóla í salnum tekur mið af þörfum gesta okkar ásamt tæknibúnaði svo sem hljóðkerfi, hágæða myndvarpa og ræðu- púlti.“ Norðurstofa og Suðurstofa Fundarherbergin eru tvö, Norður- stofa og Suðurstofa. Í Norðurstofu er aðstaða fyrir allt að 16 manns og í Suðurstofu er aðstaða fyrir allt að 10 manns við hringborð ásamt þægilegri aðstöðu með sófasetti. „Danski hönnuðurinn Børge Mogensen hannaði sófasettið sem var gjöf frá danska þinginu til hússins árið 2001 þegar húsið hafði gengist undir viðgerðir og verið endurnýjað.“ Ekki má gleyma einum vin- sælasta stiga landsins. „Ófá brúðhjón hafa leigt stigann fyrir myndatöku á stóra deginum, en einstakur glæsileiki stigans hentar vel sem bakgrunnur á einum af stærstu viðburðum í lífi fólks. Stiginn hefur einnig verið leigður út fyrir aðrar myndatökur eins og fyrir tískuljósmyndun, útskriftir, fermingar og almennar fjölskyldu- myndatökur.“ Framúrskarandi þjónusta Guðrún Jóna segir að leitast sé eftir að veita framúrskarandi þjónustu ásamt ráðgjöf sem hentar hverjum viðburði fyrir sig. „Öll aðstaða er til fyrirmyndar og unnið er eftir fremsta megni til að koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar til að skapa einstaka upplifun. Allur tæknibúnaður er til fyrirmyndar bæði í fundarherbergjunum og í Lestrarsalnum og lagt er upp með að skapa einstaklega hlýlegt og fágað andrúmsloft. Góður fjar- fundarbúnaður er til staðar sem eykur þægindin fyrir bæði funda- haldara og gesti sem koma inn á fundinn í gegnum búnaðinn. Eins má nefna að tæknibúnaðurinn er sérlega auðveldur til notkunar.“ Aðgengi að Safnahúsinu er gott. Við hlið hússins er aðstaða fyrir hópferðabíla og á móti húsinu, Hverfisgötu 20, er bílastæðahús fyrir akandi gesti safnsins. Leiðsagnir og sýningar Guðrún Jóna segir að vinsælt sé að bóka leiðsögn um húsið og/eða yfirstandandi sýningar Listasafns Íslands í kringum fundartímann. „Leiðsagnirnar hafa verið vin- sælar á starfs- og vinnufundum fyrirtækja og einnig þegar erlendir gestir funda í húsinu. Hægt er að bóka leiðsögn fyrir og eftir fundi en einnig er tilvalið að brjóta upp daginn, til dæmis í kringum hádegishlé, og njóta leiðsagnar um húsið og sýningar Listasafns Íslands. Leiðsagnirnar geta varað allt frá þrjátíu mínútum til klukku- stundar eftir því hvað hentar hverjum hópi fyrir sig. Umtalað er á meðal gesta okkar að öll aðkoma og glæsilegt útlit hússins í heild sinni ásamt sýningum safnsins skilur eftir sig ógleymanlega upp- lifun.“ Í húsinu eru núna tvær sýningar Listasafns Íslands. Það er annars vegar sýningin Fjársjóður þjóðar í Safnahúsinu sem varpar ljósi á þá dýrmætu safneign sem Listasafn Íslands býr yfir. „Á sýningunni eru listaverk frá síðari hluta 19. aldar til dagsins í dag, sem endurspegla fjölbreytt viðfangsefni listamanna og gefst gestum hússins kærkomið tækifæri til að skoða mörg af helstu listaverkum þjóðarinnar. Hins vegar er til sýnis fyrsti hluti þver- faglegu sýningarinnar Viðnám, sem mun taka yfir húsið á næstu mánuðum, en sýningin varpar ljósi á tengingu myndlistar og vísinda. Verkin á sýningunni eru lykilverk í eigu Listasafns Íslands sem skapa áhugavert samtal myndlistarinnar við vísindaleg málefni og heims- markmið Sameinuðu þjóðanna.“ Guðrún Jóna segir að það sé ánægjulegt að Listasafn Íslands geti boðið upp á upplifun af þessu tagi líkt og þekkist víða í söfnum erlendis. „Við lítum svo á að þó svo að gestir komi ekki einungis í safnið til þess að skoða sýningar heldur sem fundar- eða ráðstefnu- gestir þá njóti þeir þessarar sér- stöðu að skoða íslenska listasögu og framúrskarandi myndlist í þess- ari byggingu sem var sérstaklega byggð fyrir íslensk söfn. Innlendir sem erlendir gestir okkar hafa lýst yfir ánægju yfir feg- urð og glæsileika hússins og á þá auknu upplifun að skoða sýningar safnsins að fundi loknum.“ Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu safnsins listasafn.is og/ eða senda póst á info@listasafn.is Salur og fundaherbergi í einu sögufrægasta húsi Reykjavíkur Guðrún Jóna Halldórsdóttir, markaðs- og þjónustustjóri Listasafns Ís- lands. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Salarkynnin eru glæsileg í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Í lestrarsalnum er góður hljómburður, flygill og falleg birta frá stórum gluggum leikur um salinn. Hægt er að skapa sér gott næði í Safnahúsinu. Í Safnahúsinu við Hverfisgötu, eru tvö fullbúin og glæsileg fundarherbergi ásamt sal til útleigu. Salirnir eru vel búnir með fallegum húsgögnum. Leiðsagnirnar hafa verið vinsælar á starfs- og vinnufundum fyrirtækja og einnig þegar erlendir gestir funda í húsinu. kynningarblað 7FÖSTUDAGUR 27. maí 2022 R ÁÐSTEFNUR OG VIÐBURÐASTJÓRNUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.