Fréttablaðið - 27.05.2022, Side 22

Fréttablaðið - 27.05.2022, Side 22
Við höfum síðast- liðin tvö ár verið með 5.000 manna ráð- stefnur og hefðum aldrei getað tekið á móti öllum þessum gestum í ráð- stefnusalnum. Erla Harðardóttir Velkomin er stafræn viðburðalausn sem sér- fræðingar Advania þróuðu í Covid, þegar viðburðahald í raunheimum stöðvaðist fyrirvaralaust og netið varð vettvangur ráðstefna og funda. Fjöldi fyrirtækja notar þessa snjöllu lausn Advania, sem nýtist bæði fyrir viðburði sem fara einungis fram á netinu og sem blönduð lausn fyrir viðburði þar sem hluti þátttakenda mætir og hluti fylgist með í gegnum netið. Upplifun gesta þarf að vera framúrskarandi hvort sem mætt er á svæðið eða horft á á netinu. Þar kemur Velkomin lausnin sterk inn. Erla Harðardóttir, vörustjóri viðburðalausna hjá Advania, segir ýmsa kosti fylgja því að vera með viðburð á netinu, annað hvort alfarið eða að hluta. Talað er um hybrid- eða blandaða viðburði þegar þeir eru í senn staðar- og fjarviðburðir. „Stafræn miðlun á viðburðum eykur virði þeirra til muna og er betri þjónusta við gesti, hvort sem þeir mæta á staðinn eða ekki. Það er ótakmarkað sætaframboð og upptaka af viðburðinum lifir áfram eftir að honum líkur. Við höfum síðastliðin tvö ár verið með 5.000 manna ráðstefnur og hefðum aldrei getað tekið á móti öllum þessum gestum í ráðstefnu- salnum. Við fögnum því jákvæða sem breytt vinnuumhverfi hefur knúið okkur til að læra. Eftir undanfarin ár erum við betur í stakk búin til að halda og sækja stafræna við- burði, miðla þekkingu og eiga í gagnvirkum samskiptum staf- rænt.“ Erla segir umhverfissjónarmið alltaf verða sterkari. „Við höfum gert reiknivél sem reiknar kolefnis- fótspor viðburða með tilliti til hversu margir mæta á staðinn og hversu margir fylgjast með á netinu. Auk þess er hægt að bera saman kolefnisspor veitinga sem bornar eru fram og hversu mikil áhrif það hefur að gera litlar og einfaldar breytingar. Viðburða- haldarar geta því tekið meðvitaða ákvörðun þegar kemur að því að ákveða hverslags viðburð skal halda. Það sama gildir um gestina. Auður Inga Einarsdóttir, markaðsstjóri Advania, bendir á að stafrænt viðburðahald er ekkert nýtt af nálinni. Við erum hins vegar orðin móttækilegri fyrir því að sækja viðburði í gegnum netið. Við erum öll farin að gera meiri kröfur um sveigjanleika, að geta stjórnað tíma okkar sjálf og unnið hvaðan sem er. Blandað viðburða- hald mætir kröfum þeirra sem vilja mæta á viðburðinn og þeirra sem vilja geta stjórnað því hvenær og hvar þeir horfa á hann. „Það eru engar skorður á borð við takmarkaðan sætafjölda eða bílastæði.” Erla segir fólk sýna því mikinn áhuga að sækja stafræna viðburði. „Tími neytenda er dýr- mætur og gera þeir sífellt auknar kröfur um hvernig þeir vilja verja honum. Fólk vill mæta á staðinn til að sýna sig og sjá aðra, en hefur val um að fylgjast með efni viðburðar- ins í ró og næði þegar því hentar, á stafrænu formi.“ Velkomin lausnin var hönnuð og útfærð með skýr markmið í huga. Hún er einföld, notendavæn og býður hverjum og einum við- skiptavini að leyfa sínu vörumerki að skína. Auk þess getur viðskipta- vinur sett inn allt efni sjálfur og séð breytingar í rauntíma og er því nokkuð sjálfbær eftir að inn- leiðingu lýkur. „Við þurfum öll að laga okkur að þessum nýju kröfum um viðburðahald og halda áfram að þróast,“ segir Erla. „Þegar við nýtum stafrænu við- burðalausnina getum við boðið öllum að mæta óháð því hvar fólk er á landinu eða í heiminum,“ segir Auður Inga. n Stafræn viðburðalausn sem breytir leiknum Erla Harðardóttir, vörustjóri viðburðalausna, og Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri segja Velkomin, stafrænu við- burðalausnina frá Advania, nýtast viðskiptavinum vel. MYND/AÐSEND Taktu á móti eins mörgum gestum og þú vilt Kynntu þér viðburðarlausn Advania 8 kynningarblað 27. maí 2022 FÖSTUDAGURR ÁÐSTEFNUR OG VIÐBURÐASTJÓRNUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.