Fréttablaðið - 31.05.2022, Síða 1
Veiðigjaldið skilaði 4,8
milljörðum árið 2020.
1 0 5 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 3 1 . M A Í 2 0 2 2
Gunnar Örn
í dagsljósið
Með gæsahúð
og ekka á ABBA
Menning ➤ 22 Lífið ➤ 26
Flugvélin Súlur, Airbus A319, markaði þáttaskil í samgöngusögunni í gær þegar vélinni var flogið frá Portúgal og lent í rjómablíðu á Akureyrarflugvelli. Koma vélarinnar markar upphafið á beinu flugi
milli höfuðstaðar Norðurlands og umheimsins. Uppselt er í fyrsta flugið á fimmtudag til Kaupmannahafnar. Einnig er flogið til London, Manchester og Tenerife. MYND/ÞÓRHALLUR/PEDRÓMYNDIR
Laugavegi 174, 105 Rvk. www.volkswagen.is/taigo
Tímalausi
töffarinn Taigo
Rúmgóður smábíll með frábæra aksturshæfni bæði til innanbæjaraksturs
og á þjóðvegum landsins. Verð 4.890.000 kr.
FÓTBOLTI Sumir leikmenn íslenska
landsliðsins lásu um það á netinu
að þeir væru í landsliðshópi Arnars
Viðarssonar fyrir komandi verkefni
í Þjóðardeildinni. Iðulega eru leik-
menn sem eru í landsliðshóp látnir
vita áður en hópurinn er kynntur
opinberlega.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins voru nokkrir leikmenn
hissa á stöðu mála, þegar þeir lásu
það á vefmiðlum síðasta miðviku-
dag að þeir væru í hópnum.
Heimildarmaður Fréttablaðsins
segir að samskipti þjálfarateymis
við leikmenn sem koma til greina í
landsliðið séu lítil.
Þá séu nánast engin samskipti
sem eigi sér stað á milli verkefna
liðsins. SJÁ SÍÐU 28
Leikmenn lásu
um landsliðssæti
Fyrstu ársuppgjör stórra
fiskfyrirtækja benda til met-
hagnaðar í greininni. Vaxandi
umræða um framlag greinar-
innar til samneyslunnar.
SJÁVARÚTVEGUR Brim og Síldar-
vinnslan högnuðust í fyrra saman-
lagt um 22,6 milljarða króna. Hagn-
aður beggja fyrirtækja var nánast
sá sami, eða nálægt 11,3 milljörðum
á hvort fyrirtæki. Fyrstu þrjá mán-
uði þessa árs var hagnaður Síldar-
vinnslunnar á fjórða milljarð króna.
Heildarskattar allra sjávarútvegs-
fyrirtækja í formi veiðigjalds árið
2020 voru 4,8 milljarðar króna.
Í lok árs 2020 var bókfært eigið fé
íslensks sjávarútvegs 325 milljarðar
króna. Aukning eigin fjár á sjö árum
hjá sjávarútvegsfyrirtækjum er vel
á annað hundrað milljarða. Búist
er við að hrein eign vaxi enn þegar
næstu tölur verða birtar.
Á sama tíma er ríkið sligað af
skuldum eftir kórónafaraldur og
vaxandi álögur á almenning, að
sögn Loga Einarssonar, formanns
Samfylkingarinnar. Logi tekur undir
með Svandísi Svavarsdóttur mat-
vælaráðherra sem ræddi í gær að
réttlætiskennd margra Íslendinga
væri misboðið þar sem framlag til
samneyslu væri eitt álitaefna.
„Við höfum horft upp á gríðarlega
auðsöfnun á mjög fáar hendur sem
hefur auk þess leitt til þess að örfáir
einstaklingar halda ekki einungis á
þorra fiskveiðiheimilda, heldur hafa
í skjóli þessa sama auðs sölsað undir
sig eignir mjög víða í samfélaginu í
óskyldum greinum,“ segir Logi.
SJÁ SÍÐU 4
Eigið fé útgerðar aukist um
meira en hundrað milljarðaLÍFRÍKI Mývatnsmaraþonið var
haldið um helgina og tóku hlaup-
arar eftir því að afskaplega lítið var
af hinni þekktu mýflugu en býflug-
urnar voru víða og mjög stórar.
„Það er mikið af þessum stóru
hunangsflugum eða humlum eins
og þær eru kallaðar þessa dagana,“
segir Árni Einarsson, forstöðumað-
ur Náttúrurannsóknastöðvarinnar
við Mývatn.
„Það er ekkert mý í botninum
annað árið í röð,“ segir Árni. SJÁ SÍÐU 8
Mýlaust Mývatn
Árni Einarsson,
forstöðumaður
RAMÝ