Fréttablaðið - 31.05.2022, Síða 2
Sumarið er að koma
Sumarfrí getur valdið streitu
og vanlíðan hjá fólki með
ADHD. Sálfræðingur segir
mikilvægt að undirbúa fríið
vel og gera ráð fyrir slökun í
dagskránni. Þá er mikilvægt
að veita börnum með ADHD
skýrar upplýsingar um það
sem fram undan er.
birnadrofn@frettabladid.is
SAMFÉLAG Drífa Björk Guðmunds-
dóttir sálfræðingur segir sumarfrí
geta valdið mikilli streitu og jafn-
vel vanlíðan hjá bæði börnum og
fullorðnum einstaklingum með
ADHD. Hún flytur erindi á fræðslu-
fundi á vegum ADHD samtakanna
á morgun þar sem hún mun benda
á ýmis hagnýt ráð til lausnar.
Spurð að því á hvaða hátt sumar-
frí geti valdið streitu og vanlíðan
hjá einstaklingum með ADHD segir
Drífa það ólíkt meðal barna og full-
orðinna. „Börn með ADHD geta átt
erfitt með að byrja á einhverju sjálf
og þurfa oft aðstoð við það,“ segir
hún.
„Þau eiga oft erfitt með að byrja
á leik og haldast ekki lengi við svo
það kemur oft upp að þeim leiðist.
Ef þau eru ekki með stanslaust pró-
gramm geta þau orðið mjög eirðar-
laus,“ bætir Drífa við. Hún segir
vanlíðan gjarnan koma upp hjá
börnum með ADHD þegar þau séu
ekki með rútínu og prógramm líkt
og í sumarfríum.
„Þau keyra sig gjarnan upp í mikla
spennu og í kjölfarið kemur spennu-
fall. Maður heyrir það oft frá for-
eldrum barna með ADHD að sama
hvað sé gert séu börnin vanþakklát
en þá er það ekki endilega vanþakk-
læti heldur spennufall því þau eiga
erfitt með tilfinningastjórnun,“
segir Drífa.
Hún segir mikilvægt að veita
börnunum skýrar upplýsingar um
það sem fram undan er, þá séu þau
frekar undirbúin. „Og ekki bara að
leiðin liggi í þennan skemmtigarð
eða eitthvað slíkt heldur líka það
sem gerist eftir á, að svo sé farið
heim til að hvíla sig til dæmis, þá
eru þau undirbúin undir það að
skemmtunin vari ekki að eilífu.“
Hjá fullorðnum með ADHD segir
Drífa það algengt að fólk keyri sig út
í fríinu. „Mörg þeirra ætla sér að gera
svo mikið í fríinu að það verður ekk-
ert frí. Fólk er jafnvel búið að fresta
öllu þangað til það fer í frí og ætlar
svo að klára allt þá,“ segir hún.
Drífa segir það mikilvægt að fólk
með ADHD útbúi grófa dagskrá
fyrir fríið sem veiti því yfirsýn, þá
sé mikilvægt að dagskráin inni-
haldi einnig tíma til slökunar. „Þetta
snýst um að gera hlutina sýnilega
og skýra. Draga úr streitu, einfalda
hlutina og undirbúa sig.“
Þá bendir hún á að mikilvægt sé
að forgangsraða og sýna sjálfum sér
mildi. „Til dæmis þegar verið er að
pakka niður fyrir ferðalag má velta
því fyrir sér hvað sé það versta sem
getur gerst ef maður gleymir ein-
hverju. Farseðillinn, passinn og ein-
hverjir peningar eru númer eitt, tvö
og þrjú en ef þú gleymir tannbursta
eru ekki hundrað í hættunni,“ segir
hún.
Fyrirlesturinn fer fram í húsnæði
ADHD samtakanna klukkan 19.30
annað kvöld og eru allir velkomnir. n
Sumarfrí valdi streitu hjá
einstaklingum með ADHD
Drífa Björg sálfræðingur segir það mikilvægt að fólk með ADHD útbúi grófa
dagskrá fyrir fríið sem veiti því yfirsýn. Þá sé mikilvægt að dagskráin inni-
haldi einnig tíma til slökunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Drífa Björk
Guðmundsdóttir,
sálfræðingur
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM
með og án rafmagns lyftibúnaði
Komið og
skoðið úrvalið
Skútustaðaskóli hýsir nú Land-
græðsluna, Umhverfisstofnun og
Vatnajökulsþjóðgarð. MYND/UST
Starfsfólk Reykjavíkurborgar vandaði sig við að gróðursetja litskrúðugu sumarblómin á Austurvelli í blíðskaparveðri gærdagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
ser@frettabladid.is
NORÐURLAND Sú f or n f r æ g a
menntastofnun, Skútustaðaskóli
í Mývatnssveit, fékk í gær nýtt
hlutverk þegar skrifstofur Land-
græðslunnar, Umhverfisstofnunar
og Vatnajökulsþjóðgarðs voru þar
opnaðar með formlegum hætti.
Guðlaug u r Þór Þórða r son,
umhverfis-, orku,- og loftslags-
ráðherra, opnaði húsið formlega
og hafði á orði að skrifstofurýmið
hefði heppnast sérstaklega vel og
gæfi góða tilfinningu fyrir áfram-
haldandi uppbyggingu á nýju hlut-
verki gamla Skútustaðaskóla.
Skólastarf í Mývatnssveit var
um langa hríð rekið bæði á Skútu-
stöðum og í Reykjahlíð, en var
sameinað á síðarnefnda staðnum
á miðjum síðasta áratug síðustu
aldar. n
Ríkisstarfsmenn
taka yfir húsnæði
Skútustaðaskóla
kristinnhaukur@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Síðasta áætlunar-
f lugið milli Vestmannaeyja og
Reykjavíkur var flogið í gær. Þetta er
í þriðja skiptið á tveimur árum sem
flugið stöðvast og hefur faraldurinn
spilað þar inn í. En það eru Ernir og
Icelandair sem hafa sinnt f luginu
undanfarin ár.
Innviðaráðuneytið veitti styrk
til að koma flugi milli lands og Eyja
aftur á laggirnar eftir faraldurinn.
Þá hafa Eyjamenn einnig getað nýtt
sér 40 prósenta afslátt af fargjöldum
í gegnum Loftbrúarverkefnið. Nú
telur ráðuneytið ekki forsendur til
að styrkja flugið áfram. n
Ekkert flug til
Vestmannaeyja
Flug hefur verið stop-
ult undanfarin tvö ár.
helenaros@frettabladid.is
DÓMSMÁL Sindri Þór Sigríðarson
var í gær sýknaður af kröfum Ing-
ólfs Þórarinssonar í meiðyrðamáli í
Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið var
höfðað vegna ummæla er lutu að
samræði við börn.
Sindri Þór mætti við uppsöguna og
var að vonum ánægður með niður-
stöðu málsins. Hann lét ummælin
falla á samfélagsmiðlum í fyrra-
sumar.
Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður
Ingólfs, segist ætla að ráðleggja Ingó
að áfrýja dóminum til Landsréttar. n
Sindri sýknaður
af kröfu Ingós
Ummælin féllu á sam-
félagsmiðlum í fyrra-
sumar.
2 Fréttir 31. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ