Fréttablaðið - 31.05.2022, Blaðsíða 11
Auk M og F verður
hægt að nota stafinn X
ragnarjon@frettabladid.is
ÞÝSKALAND Stjórnvöld í Þýskalandi
hafa komist að samkomulagi um að
nútímavæða þýska herinn fyrir 100
milljarða evra, eða um 13,8 trilljónir
íslenskra króna.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands,
hefur verið ötull talsmaður aukn-
ingar á hernaðargetu landsins síðan
Rússland réðst inn í Úkraínu fyrr á
þessu ári. Erfitt hefur þó reynst að
mynda samstöðu um málið innan
þingsins.
Með þessu er Þýskaland að standa
við samkomulag sitt við aðildarríki
NATO um að 2 prósent eða meira
af landsframleiðslu skuli varið til
varnarmála á ári hverju en hingað
til hefur framlag Þýskalands verið
í kringum 1,5 prósent. Síðan í kalda
stríðinu hefur her Þýskalands
minnkað með reglubundnum hætti
en hann telur nú 200.000 hermenn í
stað 500.000 í kringum 1990.
Þverpólitísk samstaða var nauð-
synleg til þess að fjármagna inn-
spýtinguna en framlagið verður
fjármagnað með aukinni skuld-
setningu landsins. Í stjórnarskrá
Þýskalands eru sett fram skýr mörk
um skuldsetningu en til að gera
breytingar á henni verða tveir þriðju
hlutar þingsins að gefa vilyrði sitt.
Hið aukna fjármagn verður notað
til að nútímavæða hernaðargetu
Þýskalands en einnig til framleiðslu
og kaupa á hergögnum. n
Þýskaland eykur
verulega framlög
til hernaðarmála
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, vill
færa þýska herinn inn í nútímann.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
emd@frettabladid.is
BANDARÍKIN Kynsegin New York-
búar þurfa brátt ekki lengur að auð-
kenna sig sem karlkyns eða kven-
kyns á ríkisútgefnum skilríkjum,
þar á meðal ökuskírteinum.
Í samræmi við ný lög í fylkinu
um kynviðurkenningu, sem taka
gildi þann 24. júní næstkomandi,
er bókstafurinn „X“ nú tiltækur sem
skráning á kyni á ökuskírteinum,
ökuleyfum, eða hvers kyns per-
sónuskilríkjum sem gefin eru út af
New York-fylki.
Kathy Hochul, ríkisstjóri New
York, segir þessa breytingu þarfa.
„Hver einasta manneskja, óháð
kynvitund eða tjáningu, á það skilið
að eiga persónuskilríki sem endur-
spegla hver hún/hann/hán er,“ segir
Hochul.
Þeir New York-búar sem þegar eru
með gild ökuskírteini eða persónu-
skilríki geta breytt skráningu kyns
síns úr „M“ eða „F“ í „X“. Og þeir sem
eru að sækja um persónuskilríki eða
ökuskírteini í fyrsta skiptið hafa nú
þrjá valkosti þegar kemur að skrán-
ingu kyns. n
Kynna nýjan bókstaf í ökuskírteini fyrir kynsegin fólk
Með nýjum
lögum um kyn-
viðurkenningu
getur kynsegin
fólk nú fengið
bókstafinn X
skráðan á öku-
skírteini eða
persónuskilríki.
MYND/TWITTER
skatturinn@skatturinn.is
Upplýsingaver er opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
Niðurstöður álagningar 2022 eru nú
aðgengilegar á þjónustuvefnum skattur.is
Barnabætur, vaxtabætur og inneignir verða greiddar út 1. júní.
Athygli er vakin á því að sérstakur barnabótaauki
verður greiddur út 1. júlí.
Upplýsingar um greiðslustöðu veitir Skatturinn
og sýslumenn utan höfuðborgarsvæðisins.
Kærufrestur rennur út 31. ágúst 2022.
Álagningu skatta
á einstaklinga er lokið
skattur.is
Upplýsingar um álagningu eru veittar í síma 442 1414.
Svör við fyrirspurnum um innheimtu eru veitt í síma 442 1000.
skattur.is
birnadrofn@frettabladid.is
NEPAL Yfirvöld í Nepal gáfu í gær út
tilkynningu þess efnis að líkams-
leifar allra farþega f lugvélar sem
fórst í Himalajafjöllum á sunnudag,
fyrir utan eins, væru fundnar.
Flugvélin, sem var á vegum flug-
félagsins Tara Air, hrapaði í lélegum
veðurskilyrðum en þéttskýjað var
þegar atvikið átti sér stað. Nepalski
herinn fann vélina í gær.
Sextán Nepalar voru um borð í
vélinni ásamt tveimur Þjóðverjum
og fjórum Indverjum. Ekki er talið
líklegt að farþeginn sem enn er leit-
að finnist á lífi. Reuters greinir frá. n
Höfðu fundið alla
farþega nema einn
ÞRIÐJUDAGUR 31. maí 2022 Fréttir 11FRÉTTABLAÐIÐ