Fréttablaðið - 31.05.2022, Page 38

Fréttablaðið - 31.05.2022, Page 38
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Ég hef unnið mikið í leikhúsi sem hljóð- og ljósamaður og þetta var það flottasta sem ég hef nokkurn tímann séð. Ingþór ÚTSALA SUMAR ALLT AÐ 60%AFSLÁTTUR www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 CLEVELAND Hornsófi. Hægri eða vinstri. Ljósgrátt eða dökkgrátt áklæði. 308 x 203 x 81 cm. 139.993 kr. 199.990 kr. SICILIA 3ja sæta sófi í ljósgráu áklæði. 196 x 92 x 82 cm. 90.993 kr. 129.990 kr. DC 3600 3ja sæta sófi. Koníakslitað eða svart split leður. 202 x 80 x 80 cm. 224.993 kr. 299.990 kr. EDE Stóll, Kentucky koníakslitað bonded leður. 93 x 95 x 82 cm. 47.996 kr. 119.990 kr. ALINA Sófaborð, hvíttuð eik. 130 x 70 x 45 cm. 39.995 kr. 79.990 kr. 30% 25% 60% 50% 30% Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. „Mér er bara orða vant um hvað hún vinkona mín er búin að gera þarna,“ segir Ingþór Bergmann Þórhalls- son, um sýndarveruleika- sýninguna ABBA Voyager, sem æskuvinkona hans Svana Gísladóttir framleiðir. toti@frettabladid.is Sýndarveruleikasýningin ABBA Voyager var frumsýnd í London að viðstöddu frægðarfólki og fjölda æskuvina Svönu Gísladóttur ofan af Skaga, en hún er framleiðandi sýn- ingarinnar þar sem tölvuteiknaðir staðgenglar Agnetu, Fridu, Björns og Bennys halda alvöru ABBA-tónleika eins og árið væri 1979. „Mér er bara orða vant. Það eru kannski bara svona fyrstu við- brögð,“ segir Ingþór Bergmann Þór- hallsson, sem sá ABBA Voyager í tvígang um helgina ásamt 25 öðrum æskuvinum framleiðandans Svönu Gísladóttur. „Ég er búinn að fara á ABBA-tón- leika,“ segir hann og áréttar að þessi sýndarveruleikablekking gangi full- komlega upp. „Ég hef unnið mikið í leikhúsi sem hljóð- og ljósamaður og þetta var það flottasta sem ég hef nokkurn tímann séð. Það sem þau hafa gert er að búa til sýningu og byggja utan um hana sérstakt hús. Þannig að öll þessi áhrif sem er verið að reyna að ná fram eru innbyggð í salinn svo þetta er blekking sem gengur fullkomlega upp.“ Dúndrandi fílingur Helga Atladóttir hjúkrunarfræðing- ur er í vinahópnum sem ákvað fyrir mörgum mánuðum að fara á frum- sýninguna. „Síðan bara tveimur vikum fyrir brottför þá býður Svana okkur á forsýninguna þar sem ein- göngu eru boðsgestir og við fengum að vera þar á dansgólfinu. Þannig að við fórum á tvær sýningar. Dag eftir dag,“ segir Helga. „En þetta var algjörlega mögnuð upplifun og bara algjörlega magnað að vera þarna og upplifa það að vera á tónleikum með ABBA. Sérstaklega á frumsýningunni, þar sem bara mestu ABBA-aðdáendurnir voru mættir. Margir hverjir í miklum búningum og alveg í dúndrandi fíling. Þetta er bara í rauninni eins og að vera á „live“ tónleikum. Þetta er bara ABBA eins og þau litu út 1979 og byrja bara með svaka trukki,“ segir Helga og lýsir því hvernig staf- rænu fjórmenningarnir rísa upp úr sviðinu. „Bara í fullum skrúða. Glimmer, litir og dans. Svo tala þau aðeins á milli atriða og svona, þann- ig að það er bara eins og maður sé á tónleikum. Maður á eftir að lifa á þessu í mörg ár og ég held að flestir ætli að fara aftur. Þetta er bara algerlega eitt- hvað sem fólk þarf að gera,“ segir Helga og bætir við að hún viti ekki betur en það sé uppselt á sýninguna út árið. „Það er bara reiknað með að þetta rúlli í mörg ár.“ Geggjuð helgi Ingþór segist í seinna skiptið hafa gefið sér tíma til þess að fylgjast betur með hvernig mannskapur- inn var að upplifa tónleikana. „Það var bara lið þarna sem gjörsamlega trylltist við að horfa á þetta og ég, í rauninni, hafandi séð margt, var bara bæði kvöldin með gæsahúð og ekka á fyrstu augnablikum sýn- ingarinnar. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Þetta er einhvern veginn bara eins og ég segi, þetta púslu- spil gengur gjörsamlega upp. Þegar þú færð tækifæri til að fara þarna í annað skipti þá kannski ferðu að reyna að leita að göllunum en þú finnur enga,“ segir Ingþór. „Þetta var algerlega geggjuð helgi og ef ég ætti að ráðleggja ein- hverjum um hvað þeir ættu að gera í London þá er þetta bara 120 prósent það sem þú átt að sjá í London.“ Hann bætir síðan við að þrátt fyrir allt sjónarspilið þá hafi fólkið á bak við sýninguna aldrei misst sjón- ar á því að allt snúist þetta fyrst og fremst um tónlistina. „Þetta gengur allt út á tónlistina og tilfinningarnar sem eru í textunum sem vekja líka hughrif. Það er ekki bara að þetta sé flott og eins og ég segi. Mér er bara orða vant um hvað hún vinkona mín er búin að gera þarna. Hún er búin að gera merkilega hluti en þetta er eitt- hvað bara á allt öðru leveli, sko.“ n Með gæsahúð á ABBA Æskuvinir Svönu Gísladóttur af Skaganum létu sig ekki vanta og sáu stóru ABBA- stundina renna upp í tvígang en hópurinn mætti til leiks í sérmerktum og sérhönnuðum bolum. MYND/AÐSEND Helga með manni sínum, Alexander Eck, sem hefur verið mikill ABBA- aðdáandi síðan hann var átta ára. MYND/AÐSEND Frumútgáfurnar af holdi og blóði komu og sáu stafræna stað- gengla sína sigra. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY 26 Lífið 31. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.