Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 8
 Við munum hlúa vel að rekstrinum og síðan mun markaðurinn bregðast við eins og hann bregst við. Ísland er í 16. sæti í úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja og batnar staðan milli ára. Íslendingar reka þó enn lestina í samanburði við Norðurlöndin. Gunnar Úlfarsson, annar hagfræðinga Viðskiptaráðs, segir að Ísland verði að bæta sig þegar kemur að alþjóðaviðskiptum og erlendri fjárfestingu. magdalena@frettabladid.is Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir að efnahagsleg frammistaða Íslands sé það helsta sem haldi aftur af okkur þegar kemur að samkeppnishæfni. Viðskiptaráð kynnti niðurstöður úttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja á fundi í síðustu viku. Niðurstaða úttektarinnar er sú að Ísland bætir stöðu sína og færist upp um fimm sæti, úr 21. sæti í 16 sæti. Fyrir um áratug síðan raðaði Ísland sér í 26. sæti og hefur því samkeppnisstaða Íslands batnað hægt og bítandi. „Við erum að standa okkur vel á ýmsum sviðum. Við erum í 14. sæti þegar kemur að skilvirkni hins opinbera og 8. sæti hvað varðar skil- virkni atvinnulífs. Síðan erum við einnig í 8. sæti í f lokknum félags- legir innviðir. En þegar kemur að efnahagslegri frammistöðu erum við í 56. sæti,“ segir Gunnar og bætir við að það sé eini f lokkurinn sem við bætum okkur ekki í á milli ára. „Í samanburði við aðrar þjóðir stöndum við okkur hvað lakast í alþjóðaviðskiptum og alþjóðlegri fjárfestingu. Þó við séum að bæta okkur í þeim þáttum og alþjóða- viðskipti til að mynda að aukast þá erum við ekki að bæta okkur nóg í samanburði við aðrar þjóðir.“ Ísland er eftirbátur Norður- landanna hvað varðar samkeppn- ishæfni en þau raða sér í efstu 10 sætin meðan við erum í því sex- tánda. Að sögn Gunnars hefur Ísland alla burði til að hífa sig upp í topp tíu sætin. Ekki megi gleyma því hversu mikilvæg samkeppnis- hæfni er og því eigum við að setja markið hátt. „Samkeppnishæfni varðar alla og er í raun forsenda bættra lífskjara. Við sjáum það í samantekt IMD að samkeppnishæf ríki búa frekar við meiri landsfram- leiðslu, meiri félagslegar framfarir, betri lífskjör og aukna hamingju.“ Úttekt IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni er sú umfangs- mesta í heiminum á þessu sviði en 63 ríki eru hluti af henni. Hún hefur verið framkvæmd í rúm 30 ár og Ísland verið hluti af henni frá 1997. Gunnar segir að þó hægt sé að vera ánægð með frammistöðu Íslands ættum við að stefna hærra. Við getum gert ýmislegt til að stuðla að meiri samkeppnishæfni. „Hér á landi er fyrirstaða fyrir erlenda fjárfestingu og eigum við að reyna að draga úr þeirri fyrirstöðu. Þegar kemur að erlendu fjárfesting- unni er mikilvægt að stækka hluta- bréfamarkaðinn og dýpka hann. Það er til dæmis hægt að gera með því að gera einstaklingum sjálfum kleift að ráðstafa viðbótarlífeyris- sparnaði og innleiða skattalega hvata til hlutabréfakaupa. Einnig er ýmislegt sem aðilar á markaði geta gert.“ Gunnar bætir við að Ísland standi vel að vígi á nokkrum sviðum er varða samkeppnishæfni. „Skil- virkni atvinnulífsins hefur til að mynda tekið miklum framförum. Við erum í 1. sæti þegar kemur að viðhorfi og gildismati bæði stjórn- enda og þeirra sem starfa hjá fyrir- tækjunum. Við erum framúrskar- andi á þeim mælikvarða. Síðan erum við í 2. sæti þegar kemur að stjórnarháttum fyrirtækja sem er mjög jákvætt. En í öllum þáttunum er það vinnumarkaðurinn sem er dragbítur skilvirkni atvinnulífs- ins.“ ■ Efnahagsleg frammistaða heldur aftur af okkur Gunnar Úlfars- son, annar af hagfræðingum Viðskiptaráðs, kynnti niður- stöður úttektar IMD viðskipta- háskólans í Sviss á fundi í síðustu viku. MYND/AÐSEND Flokkun FTSE hafi mikla þýðingu Gunnar segir að það að FTSE færi okkur upp í flokk nýmarkaðsríkja hafi mikla þýðingu fyrir okkar stöðu. „Í máli Magnúsar Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar, kom fram að ekki væri til formlegt mat á hversu mikið innflæði erlends fjármagns kæmi í kjölfarið á þessum flokkum í gegnum vísitölu- sjóði sem miða sig við FTSE en gróflegt mat sé að það sé um 50 milljarðar. Síðan mun þessi flokkun að öllum líkindum auka áhuga erlendra fjárfesta á fjárfestingum hér á landi.“ Með Snjallákvörðun Creditinfo getur þú framkvæmt mat á þínum viðskiptavinum á augabragði. Stórar ákvarðanir með lítilli fyrirhöfn Snjallákvörðun magdalena@frettabladid.is Í gær hófust viðskipti í Kauphöllinni með hlutabréf í fjarskiptafyrirtæk- inu Nova. Upphaflega var lagt upp með að selja 37 prósenta hlut í fyrir- tækinu en tekin var sú ákvörðun að stækka útboðið og selja 45 prósenta hlut í fyrirtækinu. Sú ákvörðun hefur verið gagnrýnd í fjölmiðlum en um þreföld eftirspurn var í tilboðsbók A, sem stóð minni fjárfestum til boða, en aðeins rúmlega einföld í tilboðsbók B, sem ætluð er stærri fjárfestum. Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, segir aðspurð það ekki hafa verið mistök að stækka útboðið. „Ég tel það ekki hafa verið mistök að stækka útboðið. Við erum sérlega ánægð með hve margir lífeyrissjóðir og stofnanafjárfestar landsins tóku þátt í útboði Nova klúbbsins hf. Í því samhengi má þó ekki gleyma nýlegri fjárfestingu frá stórum stofnanafjár- festum í apríl síðastliðnum, þar með talið sjóða á vegum Stefnis, Íslands- sjóða og Landsbréfa, sem styrkti hluthafalista félagsins verulega. Fjár- festingin í apríl var umfangsmikil og nam um 7 milljörðum að kaupvirði, eða 1,5-faldri stærð áskriftarbókar B í almenna útboðinu.” Margrét bætir við að við úthlutun í áskriftarbók B í almenna útboðinu hafi verið tekið mið af hagsmunum félagsins í því að styrkja hluthafahóp sinn og því frekar teknir inn fleiri stofnanafjárfestar heldur en færri á hærra verði. „Áhugi almennings á útboðinu var mikill og að teknu tilliti til stækkunar útboðsins fékk almenn- ingur aðeins úthlutað um helmingi þess sem óskað var eftir. Ljóst er að starfsemi Nova klúbbsins hf. hefur mikinn hljómgrunn meðal almenn- ings sem er áhugasamur um að taka þátt í vegferð félagsins til framtíðar og vegna þessa var ákveðið að koma til móts við þá eftirspurn og stækka áskriftarbók A í útboðinu. Pt. Capital fjárfesti fyrst í Nova árið 2016 og er áfram stærsti einstaki hluthafi Nova klúbbsins hf. eftir útboðið, í gegnum eignarhaldsfélag sitt.“ Margrét segir Nova bjóða sterkan og fjölbreyttan hóp hluthafa vel- kominn að borðinu og stjórnendur fyrirtækisins horfi björtum augum til framtíðar. Óhætt er að segja að markaðs- aðstæður um þessar mundir séu erfiðar. Hlutabréfavísitala Kaup- hallarinnar hefur lækkað um 23,7 prósent frá áramótum og ljóst er að Seðlabankinn mun ráðast í skarpar vaxtahækkanir á komandi miss- erum. Aðspurð hvað henni finnist um að skrá Nova á markað meðan mark- aðsaðstæður séu jafn erfiðar og þær eru nú, segir Margrét að þrátt fyrir krefjandi aðstæður muni þau halda sínu striki. „Ég myndi frekar velja orðið krefjandi fremur en erfiðar. Við höldum okkar striki og höldum áfram að gera það sem við erum að gera. Við munum hlúa vel að rekstr- inum og síðan mun markaðurinn bregðast við eins og hann bregst við.“ Í lok dags í gær stóð gengi félags- ins í 4,63 en það er 9,39 prósenta lækkun frá útboðsgengi félagsins sem var 5,11 krónur. Heildarvelta með bréf Nova í gær nam 616 millj- ónum króna. ■ Segir það ekki hafa verið mistök að stækka útboðið Margrét og Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hringdu bjöllunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 8 Fréttir 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.