Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 10
 Þetta er mikil keðja af viðskiptavinum og við erum með mikið tengslanet um allan heim. Það bar nokkuð á því í fyrra að gestir héldu að þeir gætu alls ekki mætt án þess að hafa bókað, en það er auðvitað ekki þannig. Arna Haraldsdóttir, markaðs- stjóri Parka. Ammóní- ak er búið til úr nitri en nitur er um 78 prósent af andrúms- loftinu. ggunnars@frettabladid.is Gestir tjaldsvæða hafa lagað sig að breyttu greiðslufyrirkomulagi og bókunum í kjölfar heimsfaraldurs. Nær öll  fyrirtæki sem reka tjald- svæði hafa tekið upp kerfi sem gerir fólki kleift að tryggja sér pláss fyrir fram og greiða fyrir þjónustuna í gegnum app eða vefsíðu. Parka er eitt þeirra fyrirtækja sem rekur bókunar- og greiðslukerfi fyrir tjaldsvæði. Arna Haraldsdóttir, markaðs- stjóri Parka, segir ferðahegðun fólks á tjaldsvæðum landsins hafa tekið stakkaskiptum síðustu ár. „Það er gott að líta á þetta eins og hótelher- bergi. Ef stæðið er laust þá getur þú bókað, annars ekki. Kosturinn við að hafa merkt stæði sem hægt er að bóka er að þá vita gestir að hverju þeir ganga og halda þá sínu plássi þótt þeir skreppi frá.“ Viðtökurnar hafa almennt verið góðar að sögn Örnu. „Það bar nokk- uð á því í fyrra að gestir héldu að þeir gætu alls ekki mætt án þess að hafa bókað, en það er auðvitað ekki þannig. Þetta er bara viðbótarþjón- usta og nútímalegra fyrirkomulag. En við sjáum strax af viðtökunum að þetta er komið til að vera. Ég held að þetta eigi eftir að bæta þjónustuna til muna og gera fólki auðveldara fyrir að skipuleggja ferðalögin.“  Parka Lausnir er íslenskt fyrir- tæki og eru allar hugbúnaðarlausnir félagsins smíðaðar frá grunni. Arna segir mikil tækifæri fólgin í þróun lausna fyrir bílastæði og ferðavagna. „Það er alla vega okkar markmið að halda áfram að þróa okkar lausnir hér á landi en síðan sjáum við fyrir okkur að bjóða þjónustuna víðar í Evrópu. Þetta snýst allt um einfald- leika og góða þjónustu. Það er sú krafa sem við viljum svara,“ segir Arna. ■ Gestir tjaldsvæða laga sig hratt að breyttu greiðslufyrirkomulagi Arna Haralds- dóttir, markaðs- stjóri Parka. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Meðstofnandi og stjórnar- formaður nýsköpunarfyrir- tækisins Atmonia segir að umhverfismál skipti fjárfesta og almenning sífellt meira máli. Atmonia vinnur að því að búa til ammóníak sem notað er í áburð og eldsneyti á umhverfisvænan og sjálf- bæran hátt. magdalena@frettabladid.is Markmið nýsköpunarfyrirtækisins Atmonia er að búa til ammóníak sem búið er til úr nitri andrúms- loftsins, en nitur er um 78 prósent af andrúmsloftinu. Ammóníakið er síðan notað til að framleiða áburð sem seldur er til bænda, eða eldsneyti, en brennsla ammóníaks losar engar gróður- húsalofttegundir. Fyrirtækið beitir rafefnafræðilegum aðferðum sem hægt er að nýta með til dæmis raf- magni, sólarorku eða vindorku. Með þessum hætti verður því hægt að framleiða áburð nálægt notendum og þarf því ekki að f lytja áburðinn heimshorna á milli eins og í dag. „Við finnum það að umhverfis- mál eru farin að skipta fjárfesta og almenning meira máli en þau gerðu hér áður. Í gegnum tíðina höfum við bara fundið fyrir góðum við- brögðum enda byggir aðferð okkar á því að geta framleitt ammóníakið við stofuhita og venjulegan loft- þrýsting og losar sú aðferð engan koltvísýring,“ segir Egill og bætir við að sú aðferð sé virkilega sjálf- bær, en aðferðin sem notuð sé í dag þurfi ansi mikinn hita og loft- þrýsting. „Vandamálið við þá aðferð er að vetnið sem notað er við aðferðina er búið til úr jarðgasi sem losar 2 tonn af CO2 fyrir hvert tonn af ammóníaki, eða um 1 prósent af heildarlosun CO2 á heimsvísu. Í okkar aðferð kemur vetnið úr vatni en ekki jarðgasi, þannig að það er mjög umhverfisvænt og sjálf bært. Jarðgasið mun klárast á endanum og er sífellt að verða dýrara, sem endurspeglast í síhækkandi áburð- arverði.“ Umhverfismál skipti fjárfesta sífellt meira máli Egill Skúlason, meðstofnandi og stjórnarfor- maður Atmonia, segir að innan 3 ára stefni fyrirtækið að því að vera búið að þróa tæknina og tækin sem til þarf. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Atmonia var stofnað af þeim Agli Skúlasyni, Helgu Dögg Flosadóttur og Arnari Sveinbjörnssyni árið 2016. Að sögn Egils kviknaði hug- myndin í kjölfarið á því að hann var beðinn um að taka þátt í við- skiptahraðlinum StartUp Energy Reykjavík. „Við stofnuðum fyrirtækið í kjölfarið á þessum hraðli. Það var í raun ekkert planað og þetta gerðist allt mjög hratt.“ Egill segir að innan 3 ára stefni fyrirtækið að því að vera búið að þróa tæknina og tækin sem þarf til að framkvæma þetta. „Það eru rannsóknarhópar úti um allan heim að reyna að þróa þetta í dag, en við erum líka að vinna í annarri aðferð sem snýst um að breyta ammóníaki í nítrat, sem er yfirleitt heppilegri áburður til matvælaræktunar. Það er styttra í að við getum framkvæmt það heldur en hina aðferðina.“ Egill segir að þau séu byrjuð að mynda tengsl við framleiðendur, orkufyrirtæki og bændur til að selja þeim afurðirnar þegar að því kemur. „Þetta er mikil keðja af viðskiptavinum og við erum með mikið tengslanet um allan heim.“ ■ GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR 10 Fréttir 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.