Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 30
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ósk Bjarnadóttir
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir, 3N,
Grafarvogi, föstudaginn 10. júní.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 27. júní klukkan 13.
Bjarnveig Hjörleifsdóttir Gunnar Ingvi Hrólfsson
Hjördís Hjörleifsdóttir Þorsteinn Vilbergs Reynisson
ömmubörn og langömmubörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Magnús Gunnar Pálsson
flugvirki,
Bjarkavöllum 1A, Hafnarfirði,
lést á Spáni laugardaginn 4. júní sl. Útför
hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 27. júní kl. 13.
Karl Óskar Magnússon Guðný Bjarnarsdóttir
Þóra Margrét Karlsdóttir Patrekur Örn Gestsson
Magnús Gunnar Karlsson
Elskulegur bróðir okkar og mágur,
Ásmundur Guðmundsson
Gautlandi 21,
Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 16. júní.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 27. júní klukkan 15.
Steinunn Guðmundsdóttir Þengill Oddsson
Magnús Guðmundsson Friðrikka Guðmundsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Lára Halla Jóhannesdóttir
Látraströnd 24,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
hjúkrunarheimilinu Seltjörn
þann 9. júní. Útförin fer fram frá
Seltjarnarneskirkju þann 23. júní kl. 11.
Páll Sigurðarson
Sigurður Pálsson
Alda Pálsdóttir
Jóhannes Pálsson Hyeyoung Kim
barnabörn og barnabarnabörn.
Jónsmessunæturgangan í Elliða-
árdal fer fram næsta fimmtudag.
Á þessari kynngimögnuðu töfra-
nótt má búast við dularfullum
uppákomum jurta og dýra.
arnartomas@frettabladid.is
Jónsmessunæturgangan í Elliðaár-
dalnum er orðin rótgróin hefð fyrir alla
þá sem vilja kynna sér dularmögnin
sem leysast úr læðingi á þessari töfra-
nóttu. Björk Bjarnadóttir umhverfis- og
þjóðfræðingur sem hefur leitt gönguna
undanfarin ár segist finna fyrir auknum
áhuga Íslendinga á Jónsmessunni.
„Fólk er almennt komið með mikinn
áhuga á göngum sem tengjast þekkingu
sem náttúran ber í sér,“ segir hún. „Þetta
hefur aðallega verið eldra fólk og ungl-
ingar, en fólk hefur líka verið að taka
með sér tíu eða ellefu ára börn sem er allt
í lagi því allir eru komnir í sumarfrí. Það
mættu næstum hundrað manns í fyrra
og það var rosa gaman að fræða fólk um
fornar sögur og náttúruna á sama tíma.“
Talsmaður jurtanna
Björk segir Jónsmessu vera mikla töfra-
nótt sem tengist góðum vættum.
„Þetta er björt nótt og því geta engar
slæmar verur verið á ferli,“ segir hún.
„Það er þessi kraftur í náttúrunni sem
nær hæstu hæðum þegar birtan er sem
mest áður en myrkrið tekur við. Þetta er
hápunktur birtunnar og kraftanna sem
búa í náttúrunni.“
Áður fyrr var mikil trú á Íslandi á
þann lækningamátt í plöntunum sem
tína má á Jónsmessu.
„Það er lækningamáttur í plöntunum
og það er lækningamáttur í dögginni,
bæði fyrir andlegan og líkamlegan bata,“
útskýrir Björk, sem segir að plönturnar
búi yfir mörgum sögum. „Ég kalla mig
sögumann plantnanna. Ég tala fyrir
jurtirnar, bæði um hvaða sögur og þjóð-
trú býr í þeim og hvort það sé lækninga-
máttur tengdur þeim.“
Bál á Jónsmessu eru algeng hefð
erlendis en ekki á Íslandi fyrr en í seinni
tíð.
„Það var bæði vegna þess að nóttin
var svo björt en líka vegna þess að það
vantaði eldivið.“
Brönugras og töfrasteinar
Af jurtunum er brönugrasið í sérstöku
uppáhaldi hjá sagnamanni plantnanna.
„Það er grasið hennar Brönu, líka
kallað elskugras, en rótin á því líkist
tveimur eistum,“ segir Björk. „Þú leggur
rótina undir kodda þess sem þú vilt að
elskir þig og næsta morgun verður við-
komandi fullur af ást til þín.“
Þá er Jónsmessan líka tími til að leita
að töfrasteinum.
„Þeir fljóta upp í tjörnum, þar á meðal
í tjörn upp við Tindastól í Skagafirði þar
sem steinarnir hoppa og skoppa og eru
óskasteinar. Maður þarf að fara upp að
tjörninni um miðnætti til að veiða þá.“
Dýrin fá líka útrás um hátíðina og eiga
kýr það til að fara að tala, eins og frægt
er. Þá synda selirnir líka í land, fella
hamina og dansa í fjörunni.
„Fiskimenn vildu ekki leggja net um
þessa nóttu því þeir voru hræddir við að
veiða selmeyjar því fólk taldi að selirnir
væru manneskjur í álögum.“
Gangan hefst klukkan 22.30 á fimmtu-
dag við Árbæjarsafn. Björk hvetur fólk
eindregið til að mæta með, eða nýta
nóttina að minnsta kosti til að fara upp
í fjall, finna sér mjúka laut og velta sér
nakið upp úr dögginni á miðnætti. n
Elskugras, töfrasteinar og
selmeyjar á Jónsmessunótt
Sjómenn
vildu ekki
leggja út net
á Jónsmessu
af ótta við
að veiða upp
selmeyjar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VILHELM
Brönugrasið (Dactylorhiza maculata)
gæti hæglega sett Tinder á hausinn.
Lyfjagras (Pinguicula vulgaris) er ein af
þremur plöntum á Íslandi sem nærast á
litlum flugum.
Björk hefur leitt gönguna undanfarin ár.
168 f.Kr. Rómverjar sigra Makedóníumenn í orrustunni
við Pydna.
1633 Kaþólska kirkjan neyðir Galíleó Galílei til að afneita
sólmiðjukenningunni.
1815 Napóleon Bónaparte Frakkakeisari segir af sér.
Fjögurra ára sonur hans, Napóleon II., er keisari í
tvær vikur.
1906 Sænski fáninn er tekinn í notkun.
1911 Georg fimmti er krýndur konungur Bretlands.
1939 Íslenskt hitamet er sett á Teigarhorni í Berufirði.
Hitinn mælist 30,5 °C.
1941 Þýskaland ræðst inn í Sovétríkin í seinni heimsstyrj-
öldinni.
1970 Led Zeppelin leikur á tónleikum í Laugardalshöll.
1986 Knattspyrnugoðið
Diego Maradona
skorar mark með
hendi („hönd
guðs“) og síðan
annað með því að
rekja boltann fram
hjá öllum leik-
mönnum enska
liðsins í leik gegn
Englandi á heims-
meistaramóti í
knattspyrnu karla.
1990 Norski olíusjóður-
inn stofnaður.
1991 Hjón falla niður í
alldjúpa sprungu í
Snæfellsjökli en er
bjargað.
2016 Karlalandslið Íslands í knattspyrnu kemst í 16 liða
úrslit í Evrópukeppninni með 2:1 sigri á Austurríki.
Sigurmarkið kom á síðustu mínútu uppbótartíma.
Merkisatburðir
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR