Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 28
 Það er eins í fótbolt- anum og lífinu sjálfu að ef þér gengur vel þá er gaman. Guðrún Arnardóttir Guðrún á að baki 18 lands- leiki með A-landsliði Íslands. Koepka eltir bróður sinn í LIV mótin. hoddi@frettabladid.is GOLF Brooks Koepka er nýjasta stjarnan í golfíþróttinni sem ákveð- ið hefur að semja við LIV móta- röðina. Þetta nýja mót hefur vakið mikið umtal en miklir fjármunir eru í boði. Mótaröðin er styrkt af Sádi-Arabíu en golfurum eru nú boðnar peningaupphæðir sem ekki hafa verið í boði áður, það er hins vegar umdeilt skref að taka þátt í LIV mótaröðinni vegna tengingar hennar við Sádi-Arabíu. Koepka sem er 32 ára gamall er með átta sigra á PGA mótaröðinni. Hann hefur á ferli sínum unnið fjóra risatitla, tvo á opna bandaríska og tvo á PGA meistaramótinu. Koepka hefur hins vegar ekki spilað vel á þessu ári en bróðir hans Chase Koepka hefur samið við LIV og tók þátt í fyrsta mótinu sem haldið var í London. Koepka er nýjasta stjarnan sem snýr baki við PGA mótaröðinni en þeir Dustin Johnson, Bryson De- Chambeau, Phil Mickelson, Sergio Garcia og Ian Poulter eru á meðal þeirra sem taka þátt í þessari nýju mótaröð og voru í kjölfarið reknir úr PGA mótaröðinni. ■ Eltir aurana U21 árs liðið er í dauðafæri. hoddi@frettabladid.is FÓTBOLTI U21 landslið karla mætir Tékklandi í umspili um laust sæti í lokakeppni EM. Spilaðir verða tveir leikir og byrjar Ísland á heimaleik og síðari leikurinn verður leikinn í Tékklandi. Leikirnir fara fram dag- ana 19.-27. september. Ísland hefur í tvígang komist inn á lokamót Evrópumótsins, síðast í fyrra þar sem liðið tapaði öllum leikjum. Davíð Snorri Jónasson var þá nýtekinn við liðinu. Liðið komst einnig inn á lokamótið árið 2011 en lengi hefur verið talað um að það mót hafi skapað gullkynslóð íslenskra knattspyrnumanna sem fór svo inn á Evrópu- og Heims- meistaramót árin 2016 og 2018. Tékkneska liðið er vel mannað og gerði vel í undanriðlum þar sem liðið tapaði aðeins gegn Englandi. Þekktustu nöfnin í herbúðum Tékka eru Matěj Kovář, markvörður Manchester United, og Vítězslav Jaroš, markvörður Liverpool. Lokakeppni EM U21 liða fer fram 21. júní–8. júlí 2023 í Rúmeníu og Georgíu. Liðin sem hafa nú þegar tryggt sér þátttökurétt á mótinu eru Belgía, England, Frakkland, Georgía, Þýskaland, Ítalía, Portúgal, Holland, Noregur, Rúmenía, Spánn og Sviss. ■ Ein hindrun eftir  kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Þrátt fyrir að Ísland sé með ellefu leikmenn á leiðinni á sitt fyrsta stórmót og tiltölulega ungt lið, er Ísland með þriðja hæsta meðal- aldurinn í D-riðli á Evrópumóti kvenna sem hefst í næsta mánuði. Ítalir, sem eru með 27 manna hóp og skera niður í 23 manna hóp á sunnu- dag, eru með hæsta meðalaldurinn í D-riðli en Belgar þann lægsta. Þegar tólf lið af sextán eru búin að tilkynna lokahópinn er Amanda Andradóttir sú yngsta á mótinul. Meðalaldur íslenska liðsins á mót- inu er rétt 26,08 ára, sem er örlítið lægra en á síðasta Evrópumóti. Ellefu leikmenn af 23 eru undir meðalaldr- inum. Í fyrstu ferð kvennalandsliðs- ins á EM var meðalaldurinn aðeins 23,46 ára og á síðasta Evrópumóti var hann 26,48 ára. Frakkland, sem hefur verið fasta- gestur á flestum stórmótum undan- farinn áratug, mætir til leiks með yngra og tiltölulega breytt lið. Tíu leikmenn franska landsliðsins eru að fara á sitt fyrsta stórmót og er meðal- aldurinn 25,9 ára. Belgar eru að fara á sitt annað stór- mót og líkt og Frakkar og Íslendingar er stór hluti leikmannahópsins (13) á leiðinni á sitt fyrsta stórmót. Fyrir vikið er meðalaldurinn í belgíska hópnum 25,26 ára. Ítalir kynna hóp sinn um helgina en af 27 leikmönnum sem hafa æft með liðinu að undanförnu eru ellefu sem hafa aldrei farið á stórmót. Með- alaldurinn í ítalska hópnum er 26,66 ára en gæti lækkað um helgina. ■ Meðalaldurinn í íslenska liðinu lækkar milli móta Kvennalandsliðið æfir þessa vikuna á Íslandi og mun svo halda til Póllands og síðar Þýskalands þegar nær dregur móti. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Aðrir leikir í umspilinu Króatía Danmörk Slóvakía Úkraína Írland Ísrael 16 Íþróttir 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR 18 fyrsta leik Íslands á EM DAGAR Í Guðrún Arnardóttir er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu. Guðrún er full til- hlökkunar og hefur tröllatrú á liðinu fyrir mótið.  aron@frettabladid.is FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið kom saman til æfinga á dög- unum og hóf lokaundirbúning sinn fyrir Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst í næsta mánuði í Eng- landi. Íslenska liðið hefur verið á góðri siglingu undir stjórn lands- liðsþjálfarans Þorsteins Halldórs- sonar og fram undan eru leikir í riðlakeppni Evrópumótsins gegn Belgíu, Ítalíu og Frakklandi. Varnarmaðurinn Guðrún Arnar- dóttir, leikmaður sænska meist- araliðsins Rosengård, er spennt fyrir komandi verkefni og segir að íslenska landsliðið muni leggja allt í sölurnar í sínum riðli. „Það er mikill spenningur fyrir þessu. Virkilega gaman að lands- liðið sé komið aftur saman og að hitta liðsfélagana aftur,“ segir Guð- rún í samtali við Fréttablaðið. „Það er liðinn dágóður tími síðan að við Leggja allt í sölurnar fyrir Ísland Guðrún Arnar- dóttir hefur verið að gera frábæra hluti í Svíþjóð með félagsliði sínu, Rosengard. Hún verður í eldlínunni með íslenska lands- liðinu á EM í knattspyrnu í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY sáumst síðast. Það er góð stemning í hópnum þannig að það fylgir þessu eintóm gleði.“ Guðrún segir því fylgja góð til- finning að fara á Evrópumótið með Íslandi. Um leið er þetta hennar fyrsta stórmót á landsliðsferlinum og því ekki laust við að spennan sé farin að gera vart við sig. „Ég tel okkur vera með mjög sterkan hóp sem og góðan liðsanda. Við höfum ekki sest niður og sett okkur markmið fyrir mótið en það verður gert seinna í vikunni. Þetta- verður bara stuð og stemning.“ Mikill meðbyr hefur verið með íslenska landsliðinu og liðið mætir til leiks með mikið sjálfstraust. Guð- rún segir möguleika á sigri í öllum leikjum Íslands í riðlakeppninni, en fyrsti leikur liðsins verður gegn Belgíu þann 10. júlí næstkomandi. „Þegar þú ert komin á lokamót þá eru bara sterk lið eftir. Ef við horfum á FIFA-heimslistann þá eru Belgía og Ítalía mjög nálægt okkur á listanum, Frakkarnir aðeins ofar en þetta er fótbolti, það getur allt gerst. Við munum leggja allt í sölurnar.“ Guðrún er leikmaður sænska meistaraliðsins Rosengård. Hún gekk til liðs við félagið frá Djur- gården árið 2021 þar sem hún hafði vakið mikla athygli. Hjá Rosengård fyllti Guðrún í skarð liðsfélaga síns hjá íslenska landsliðinu, Glódísar Perlu Viggósdóttur, og þar hefur Guðrún blómstrað. „Ég er mjög ánægð með tímann sem hefur liðið með Rosengård. Ég hef að mínu mati verið að bæta mig sem leikmaður og í þokkabót höfum við verið að vinna leiki. Það gengur vel og það er eins í fót- boltanum og lífinu sjálfu að ef þér gengur vel þá er gaman,“ segir Guð- rún Arnardóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, í samtali við Fréttablaðið. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.