Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 24
Bólginn skógarmítill, búinn að troðfylla sig af blóði. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thordisg@frettabladid.is Skógarmítill finnst víða, meðal annars í Bandaríkjunum, Evrópu, Kanada, Kína og Japan. Þegar farið er út í náttúruna þarf því að kynna sér hvort mítil er þar að finna. Hér eru leiðbeiningar um hvernig verjast má biti og draga úr hættu á að smitast af sjúkdómum sem mítill getur borið með sér. Á vorin berst skógarmítill í miklum mæli til Íslands með far- fuglum. Hann nærist á blóði og sogar sig fastan á húð manna og dýra. Mítill getur borið með sér bakteríur og veirur sem valdið geta alvarlegum og lífshættulegum sjúkdómum, eins og Lyme-sjúk- dómnum og mítilborinni heila- himnubólgu. Almennt er ekki talin hætta á sýkingu fyrr en eftir að mítill hefur dvalið í sólarhring í húðinni. Því er mikilvægt að vera á varðbergi og fjarlægja skógarmítil um leið og hans verður vart. ■ Til eru sérstakar tangir til að taka skógarmítil af húð, en einn- ig má nota hvaða oddmjóu töng sem er. Ekki er ráðlagt að taka hann með berum höndum. ■ Best er að klæðast fötum sem hylja líkamann vel, síðbuxum og langerma bol eða skyrtu, einkum ef farið er um skóg eða kjarrlendi. Nota ljós föt svo mítlarnir sjáist betur. ■ Nota mýflugnafælandi áburð. ■ Þegar komið er af varasömu svæði þarf að skoða líkamann vel til að kanna hvort mítill hafi bitið sig fast í húðina. Athugið sérstaklega hársvörðinn. ■ Hafi mítill sogið sig fastan til að nærast á blóði er rétt að fara að öllu með gát þegar hann er fjarlægður. Það er best gert með því að klemma tangarodda um munnhluta mítilsins, alveg upp við húðina, og lyfta honum beint upp frá húðinni. Forðast skal að snúa honum í sárinu. Það kemur í veg fyrir að innihald úr mítlinum geti spýst í sárið, eða að hluti hans verði eftir. ■ Hafi skógarmítill bitið sig fastan við húðina er mikilvægt að fylgjast með einkennum Lyme- sjúkdómsins og fá viðeigandi meðferð ef vart verður ein- kenna. ■ Hafið í huga að aðeins lítill hluti skógarmítla ber með sér sjúk- dóma og að mítill þarf að vera í 18 til 24 tíma á húðinni til að valda smiti. Á vefsíðunni Heilsuvera.is má sjá gagnlegt myndband um skógar- mítla og hvernig skal fjarlægja þá af húð. ■ HEIMILD: HEILSUVERA.IS. Varasamt kvikindi Það fer ekki mikið fyrir skógar- mítlum en þeir eru skeinuhættir. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Sólstingur eða hitaslag verður þegar of mikill hiti truflar kæli- kerfi líkamans sem nær ekki að kæla sig með því að svitna. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY jme@frettabladid.is Spánarfarar hafa flestir heyrt um fyrirbæri sem á spænsku nefnist „siesta“; stutta kríu, sem oftast er tekin um miðjan daginn í kjöl- far hádegisverðar. Síestur voru algengar víða við Miðjarðarhafið og Suður-Evrópu, í Mið-Austur- löndum, Kína og Indlandi. Helsta ástæðan er sú að flýja mesta hitann yfir daginn, sem verður til þess að verslunum og sumum veitingahúsum er lokað. Sólböð eru ekki æskileg á þessum heitasta tíma enda er algengt að fólk fái sólsting við slíkar aðstæður. Gott ráð fyrir ferða- menn á þessum svæðum er að taka því frekar rólega í síestunni líkt og heimamenn og finna sér skjól fyrir sólinni. Sumir vilja taka sér blund uppi á hótelherbergi á meðan aðrir leita á náðir loftkældra verslunar- miðstöðva þar sem þörfin er minni fyrir starfsfólk að taka síestur. ■ Fáðu þér kríu 8 kynningarblað 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGURSUMARVARNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.