Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 13
Þeir sem til
þekkja vita
að skatta-
legur hagn-
aður segir
almennt
lítið til
um raun-
verulegan
rekstrar-
hagnað og
þá einkum
í sjávarút-
vegi.
Í Fréttablaðinu 16. júní sl. kvartar
framkvæmdastjóri „Rannsóknar-
miðstöðvar um samfélags- og efna-
hagsmál“ sáran yfir því að æruverð-
ugur sjávarútvegur landsins þurfi
að þola rangfærslur og illmælgi og
nefnir því til áréttingar stutt viðtöl
við undirritaðan og Þórólf Matthí-
asson prófessor í sama blaði 3. og 4.
júní sl. Ekki tilgreinir framkvæmda-
stjórinn þó meintar rangfærslur og
illmælgi.
Aðspurður í símtali 2. júní sl. lét
ég í ljós þá skoðun að veruleg auð-
lindarenta félli til í sjávarútvegi
á Íslandi. Með vísan til fréttar í
blaðinu fáum dögum áður, um 100
milljarða hækkun á hagnaði sjávar-
útvegsfyrirtækja, var ég inntur eftir
því hversu há veiðigjöldin gætu
verið. Svaraði ég því til að auðlinda-
rentan væri að mínu mati 40–60
milljarðar króna á ári sem sækja
mætti með veiðigjöldum, hún væri
eign þjóðarinnar. Mat þetta byggi
ég meðal annars á athugunum
mínum, samanber greinar á heima-
síðu minni, sem flestar hafa birst í
fjölmiðlum, svo sem „Er þetta fisk-
veiðiauðlind þjóðarinnar?“ sem ég
byggi á skýrslum Hagstofu Íslands
um afkomu sjávarútvegs, en hafði
einnig hliðsjón af rannsóknum
málsmetandi fræðimanna sem birt
hafa greinar um þetta efni í virtum
vísindaritum, svo sem Þórólfur
Matthíasson og fleiri (Flaaten, Heen
and Matthiasson, 2017) og Daði Már
Kristófersson, Hörður Sævaldsson,
Stefán B. Gunnlaugsson og Sveinn
Agnarsson (2020) sem komast að
mjög sambærilegum niðurstöðum
í þessum efnum.
Eins og Þórólfur Matthíasson
hefur bent á er ekkert tilefni til
stóryrða framkvæmdastjórans að
finna í viðtölunum og í stað þess að
rökstyðja staðhæfingar sínar sakar
hann okkur um illan hug til sjávar-
útvegs, öfund og af brýði! Þórólfur
bendir einnig á augljósar þversagnir
í málf lutningi hans. Óneitanlega
þarf skapandi hugmyndaflug til að
lesa það út úr þessum stuttu viðtöl-
um að þar fylgi „hver rangfærslan og
rökleysan í kjölfar annarrar“ enda
tekst framkvæmdastjóranum ekki
að benda á neitt staðhæfingu sinni
til stuðnings en bregður á það ráð að
gera okkur upp þá „helstu forsendu í
málflutningi … að rekstrarhagnaður
í sjávarútvegi sé meiri en gengur og
gerist í öðrum“ atvinnugreinum.
Atriði þetta ber ekki á góma í við-
tölunum og hvorugur okkar Þórólfs
hefur beitt því í skrifum okkar, sem
beinst hafa að því að greina raun-
verulegan hagnað í sjávarútvegi,
eðli hans og uppruna, hvort svo sem
hann er minni eða meiri.
Framkvæmdastjórinn eyðir grein
sinni í að afsanna eigin tilbúning
en tekst það hörmulega. Hann
notar gagnrýnislaust kennitölur
um skattalegan rekstrarhagnað
atvinnugreina sem Hagstofan hefur
unnið úr framtölum. Þeir sem til
þekkja vita að skattalegur hagnaður
segir almennt lítið til um raunveru-
legan rekstrarhagnað og þá einkum
í sjávarútvegi, meðal annars vegna
ívilnandi afskriftarreglna en einn-
ig vegna bókfærslu á gengistapi eða
hagnaði og fleiru. Eins er að nefna
að reikningar margra sjávarútvegs-
fyrirtækja sýna mikla skuldsetn-
ingu. Vextir af þeim skuldum eru
dregnir frá skattskyldum tekjum
en á sama tíma eiga þau miklar
peningalegar eignir, meðal annars
eignarhluti í öðrum félögum svo
sem sölufélögum sínum, en yfir-
leitt koma engar tekjur af þessum
eignum fram í reikningum þeirra
og skattskilum.
Af þessum ástæðum sækja þeir
sem vilja kynnast raunverulegri
afkomu sjávarútvegs, upplýsingar
sínar í árlegar skýrslur Hagstof-
unnar um afkomu fiskveiða og fisk-
vinnslu en þar kemur fram sundur-
liðun tekna og gjalda sem gerir
kleift að sleppa fjármálafærslum
og losna að mestu við skattalegar
tilhliðranir og aðrar skapandi bók-
haldsbrellur. Greining af komu á
þessum grunni gefur allt aðra mynd
af rekstri sjávarútvegs en gervimynd
framkvæmdastjórans. Í grein Daða
Más og fleiri sem vísað er til hér að
framan kemur fram að hreinn hagn-
aður sjávarútvegs og ávöxtun eigin
fjár í honum er langt umfram það
sem er í öðrum atvinnugreinum.
Varpar það eitt öllum málflutningi
framkvæmdastjórans fyrir róða.
Ég hef ekki lagt í vana minn að
elta ólar við skrif sem einkennast af
persónulegu skítkasti og hjáfræða-
hjali en skortir efnisleg rök.
Í þessu tilviki gerði ég undantekn-
ingu þar sem óvenju ósvífið stað-
reyndarugl og dæmafátt þekkingar-
leysi er borið fram undir starfstitli
og stofnunarheiti sem vakið gæti
hjá lesanda þá ranghugmynd að um
sé að ræða afrakstur alvöru fræða-
starfsemi. ■
Ofsóttur sjávarútvegur
Indriði H.
Þorláksson
fyrrverandi ríkis-
skattstjóri
Að hækka laun kostar peninga. En
hversu mikla? Kíkjum aðeins á það.
Byrjum að líta á stefnu stjórn-
valda sem segir að: „aðgerðir sem
miða að því að auka tekjur lægri
tekjuhópa og þeirra verst settu
eru líklegri til að skila sér hratt og
örugglega út í hagkerfið.“
Þessi yfirlýsing stjórnvalda er
afskaplega mikilvæg enda segir hún
margt.
Eftir því sem fólk hefur lægri
tekjur, því hærra hlutfalli eyðir það
af tekjum sínum í kaup á nauðþurft-
um. Lágtekju- og millitekjufólk á
þess ekki völ að verja launahækk-
unum sínum í annað. Launahækk-
un lágtekjufólks fer þannig strax út
í hagkerfið aftur og skapar þar með
aukin umsvif og auknar skatttekjur
fyrir ríkissjóð.
Við þurfum að átta okkur á að
með launahækkun frá ríkinu verða
til bæði skatttekjur og umsvif sem
myndast á móti þeirri gjaldaaukn-
ingu.
Hið opinbera styðst iðulega við
svokallaðan „ríkisfjármálamarg-
faldara“ sem segir til um hversu
mikið þjóðartekjur aukast við
hækkun ríkisútgjalda.
Þessi margfaldari er um 0,8 á
Íslandi samkvæmt Seðlabankanum.
Það þýðir að séu útgjöld ríkissjóðs
aukin um 1.000 kr. þá leiðir það
til 800 kr. aukningar á landsfram-
leiðslunni. Þannig verða til hin svo-
kölluðu „margfeldisáhrif“.
Aukin ríkisútgjöld með hækkun
launa til lágtekju- og millitekju-
fólks, skapa þannig margfeldisáhrif
upp á um 0,8 af hverri krónu sam-
kvæmt ríkisfjármálamargfaldara
Seðlabankans.
Ríkissjóður tekur að jafnaði um
þriðjung af því sem verður til í hag-
kerfinu. Samkvæmt Samtökum
atvinnulífsins fara um 33% af verð-
mætum sem verða til í hagkerfinu
til hins opinbera.
Þannig að af hverjum 100 kr. sem
fara í launahækkanir til lágtekju-
og millitekjufólks verða til marg-
feldisáhrif upp á 80 kr. og af þeim
tekur ríkið um þriðjung, eða 25 kr.
Áhrifin á ríkissjóð vegna aukinna
umsvifa eru því ekki 100 kr. heldur
75 kr. hvað þetta varðar.
Þessu til viðbótar tekur ríkið líka
sinn tekjuskatt af launum fólks
og um fimmtung af því sem eftir
stendur af launum vegna kaupa á
nauðþurftum. Og er það aðallega
vegna virðisaukaskatts sem er hér-
lendis einhver sá hæsti í heiminum.
Þetta leiðir til þess að af hverjum
100 kr. sem starfsmaðurinn fær tekur
ríkið rúmlega 35% til baka vegna
tekju- og neysluskatta, eða um 35 kr.
Þessar krónur bætast við þá fjárhæð
sem ríkið fær vegna margfeldisáhrifa
nýrra ríkisútgjalda sem eru um 25 kr.
Hér eru tölur varlega áætlaðar.
Niðurstaðan er því sú að af 100
kr. útgjaldaauka ríkissjóðs vegna
hærri launa lág- og millitekjufólks
fara rúmlega 60 kr. aftur til ríkisins.
Því má segja að ríkissjóður fái um
60% „afslátt“ af hverri krónu sem
fer í vasa þessa fólks.
Við þetta er því að bæta að hér
hefur ekki verið rætt um möguleika
fólks á betri lífsgæðum við hærri
tekjur, heldur einungis er dregin
fram sú hagfræðilega nálgun að
með hverri krónu sem fer úr ríkis-
sjóði í launahækkun til lágtekju-
og millitekjufólks, fara um 60% af
hverri krónu til baka aftur í ríkis-
sjóð. ■
Sextíu prósenta
afsláttur af hverri krónu
Sandra B. Franks
formaður Sjúkra-
liðafélags Íslands
Vinningstölur í Sumarhappdrætti
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2022
Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2022.
Vinningar komu á eftirtalin númer:
Vinningur Honda Jazz Crosstar Hybrid 4.890.000,- kr.1.
49322
2.-3. Vinningur: Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 1.000.000,- kr.
31513 56464
4.-5. Vinningur: Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 700.000,- kr.
112
1503
1756
3067
3929
4820
6233
7887
9020
9249
9292
9925
10008
10708
11359
11747
11772
12288
12503
13033
13502
14419
14487
14879
15079
15179
15420
15970
16276
16365
16451
16523
17003
17017
17040
17344
17510
17698
17795
18072
18586
19694
23241
23653
23753
25855
26130
26492
27546
28089
28894
29191
29364
29409
29763
30093
30200
30241
30865
31773
31841
32884
33108
33187
33395
33945
34593
35505
35863
35939
36865
36974
38002
38055
38205
38854
40203
40511
41155
41556
42325
42553
44024
44130
44201
44748
46147
46673
48233
49551
50467
52178
52939
53606
54028
54818
55060
55597
56554
56687
57056
57572
59084
59443
60512
60769
Hjartans þakkir fyrir stuðninginn!
Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut 13, Reykjavík, sími 535-0900.
Vinningaskrá er einnig birt á heimasíðu félagsins www.slf.is
6.-111. Vinningur: Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 300.000,- kr.
20435 23523
MIÐVIKUDAGUR 22. júní 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ