Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 2
hjolhysi.com Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 863 4449 hjolhysi.com, kriben@simnet.is, www.facebook.com/hjolhysi Powrtouch Mover 169.000 Powrtouch Freedom - Fyrir einn öxul - Handvirkur 13.000 Verð 197.990 kr. Powrtouch Evolution - Drægni 2800 kg 169.000 Hágæða hjólhýsadrif Á frábæru verði - Sjálfvirkur 169.000 Powrtouch Evolution - Fyrir einn öxul - Handvirkur - 2800 kg Verð 215.990 kr. Vinsælasti Mover framleiðandinn í Bretlandi Verð 240.990 kr. Kvartanir farþega í innan­ landsflugi hafa verið tíðar undanfarið. SMS sent á rangan viðtakanda. Ice­ landair segir í lagi með fjögur af hverjum fimm flugum. bth@frettabladid.is SAMGÖNGUR Kona á Akureyri, far­ þegi sem átti bókað í innanlands­ flug til Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum, fékk SMS eldsnemma morg­ uns þar sem Icelandair tilkynnti að flugi hennar hefði verið flýtt. Konan spratt fram úr og gerði miklar ráð­ stafanir til að ná f luginu. Þegar á Akureyrarvöll var komið var ekki lífsmark að sjá í innanlandsfluginu. Við athugun kom á daginn að konunni hafði vegna mistaka verið send skilaboð sem áttu að fara á far­ þega sem ferðuðust þennan morgun frá Reykjavík til Akureyrar. Guðni Sigurðsson, starfsmaður á samskiptasviði Icelandair, segir að tilvikið verði rannsakað. Hann segist telja að svona slys séu mjög sjaldgæf. Margar óánægjusögur úr innan­ landsf luginu hafa verið sagðar á Facebook­síðunni Dýrt inannlands­ flug – þín upplifun. Þar segir meðal annars að auk sögulegrar dýrtíðar fargjalda hafi mörg flug verið felld niður síðustu vikur og tíðar breyt­ ingar, f lugi ýmist flýtt eða seinkað. Sem dæmi voru 14. júní síðastliðinn gerðar þrjár breytingar á flugi milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Guðni staðfestir að óþægindi tengd breytingum á flugi hafi verið í óvenjumiklum mæli síðustu vikur en  sjaldgæft sé að f lug séu felld niður. Félagið hafi þurft að nota minni vélar en ella sem hafi sett kerfið ögn úr skorðum. Þá hafi orðið farþegafjölgun í innanlandsf lug­ inu eftir samdrátt áður og sé nú svo komið að umferð sé að verða eins mikil og hún var árið 2019. Guðni segir að tölfræðilegar upp­ lýsingar liggi fyrir um flugið, sem sýni að í apríl til júní hafi 79% flug­ ferða verið á réttum tíma. Aðeins hafi þurft að aflýsa 3% ferða. Með öðrum orðum hafi um fjögur inn­ anlandsflug af hverjum fimm verið í lagi. „Veður hefur verið helsta ástæða raskana,“ segir Guðni. Einnig segir Guðni að viðhalds­ framkvæmdir á flugvöllum eigi sinn þátt. Tvær af Q400 f lugvélunum, sem félagið notar í innanlandsflugi, hafi þurft að fara í reglubundið við­ hald á svipuðum tíma. „Þetta viðhald tók lengri tíma en búist var við og meðan á því stóð þurfti því að setja aðrar minni vélar á þau f lug sem áætluð voru,“ segir Guðni. Þá segir Guðni að umfang hafi aukist vegna aukins fjölda Íslend­ inga í fluginu, vegna fjölgunar ferða­ manna á Íslandi og síðast en ekki síst vegna aukinnar atvinnustarf­ semi, til dæmis stórra kvikmynda­ verkefna á landsbyggðinni. „Nú er staðan orðin mun betri og báðar Q400 vélarnar komnar í notk­ un á ný. Því gerum við ráð fyrir að áætlunin innanlands ætti að ganga vel á næstunni,“ segir Guðni. n Fékk vitlaust SMS og mætti alltof snemma út á flugvöll Miklar kvartanir hafa orðið vegna vandræða í innanlandsflugi Icelandair síðustu vikur. Ýmsir þættir hafa leitt til raskana en nú er allt á uppleið, að sögn talsmanns félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Guðni Sigurðs- son, samskipta- sviði Icelandair. Burst á Víkingsvelli Víkingur sigraði í gær Levadia Tallin í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Víkingsvelli. Víkingur heldur því áfram til hreins úrslitaleiks gegn Inter Club d‘Es- caldes frá Andorra um sæti í undankeppni deildarinnar næsta föstudag. Staðan var 6-1 þegar Fréttablaðið fór í prentun og leik enn ólokið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR benediktboas@frettabladid.is GARÐABÆR „Við viljum búa til heild­ stæðan miðbæjarkjarna sem laðar að íbúa, viðskiptavini, sterk fyrir­ tæki og aðila sem eru að veita þjón­ ustu. Að þetta verði góður og aðlað­ andi staður til að koma og vera á,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir, nýr formaður undirbúningsnefndar um uppbyggingu miðbæjar í Garðabæ, sem samþykkt var á bæjarráðsfundi bæjarins í gær. Markmið nefndarinnar er að vinna að undirbúningi þess að fullgera aðlaðandi og heildstæðan miðbæ á og í kringum Garðatorg. Nefndin á að huga að heildarsýn fyrir Garðatorgssvæðið, fram­ kvæmdum og tengingum frá Hofs­ stöðum auk nærliggjandi svæða, gatna og stíga, þar sem markmiðið er aðlaðandi umhverfi og miðbæjar­ svæði sem virkar. Stefnt er að því að nefndin skili af sér fyrstu niðurstöðum um miðjan október. n Undirbúa nýjan miðbæ í Garðabæ Miðbær Garðabæjar fær andlitslyft- ingu fyrr en síðar.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR lovisa@frettabladid.is ANDLÁT Alexandra Eldey,20 mán­ aða gömul dóttir Birgittu Jeanne Sigursteinsdóttur og Finnboga Darra Guðmundssonar, lést úr bráðri heila­ himnubólgu Í Madríd á Spáni síðast­ liðinn laugardag. Alexandra veiktist strax í fluginu á leiðinni út þann 15. júní. Farið var með hana á sjúkrahús þar sem hún fór í rannsóknir og henni voru gefin lyf. Hún fór að hressast og fengu for­ eldrarnir leyfi til að fara með hana heim undir morgun. Að kvöldi næsta dags veiktist hún aftur og var hún þá flutt á háskólasjúkrahúsið í Madríd. Alexandra hafði að sögn Eddu Sveinsdóttur, móðursystur hennar, fengið allar ráðlagðar bólusetningar og læknar og hjúkrunarfræðingar hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga henni, en að lítið sé hægt að gera nái bakterían fótfestu. Fjölskyldan óskar eftir næði til að takast á við sorgina, en vinir hennar og vandamenn hafa sett af stað söfn­ un og hægt er að leggja fjölskyldunni lið með því að leggja inn á eftirfar­ andi reikning hjá Íslandsbanka: kt. 020190­3029 0537­14­104955. n Lést úr heilahimnubólgu á Spáni Alexandra Eldey var 20 mánaða. 2 Fréttir 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.