Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 16
Það verður ýmislegt fleira í boði
á Sumarhátíðinni og ég er mjög
spenntur. Til dæmis hinsegin fólk
í matargerð og veitingarekstri, en
nokkur úr þeim hópi ætla að koma
og kynna sínar vörur. Svo verða
líka nokkur atriði, meðal annars
verður nýkrýnd dragdrottning
Íslands með okkur, ásamt fleira
listafólki,“ segir Sigurgeir. „Það er
margt hinsegin fólk í listum og
það að vera hinsegin getur fært
manni aðra sýn á samfélagið. Við
þekkjum líka hvernig jaðarsetning
getur leitt til þess að manns eigin
verk komist ekki jafn vel á fram-
færi og annarra. Þess vegna er
mikilvægt að veita þetta rými til
að hampa hinsegin listafólki og
list þess.
Þetta er í fyrsta sinn sem við
höldum þennan tiltekna viðburð,
en ef hann heppnast vel er von til
að gera þetta árlega. Þá gætu verið
tvær hinsegin hátíðir sem ramma
inn sumarið,“ segir Sigurgeir.
„Þetta á líka að vera hálfgerð kjöt-
kveðjuhátíð fyrir dagskrána okkar
í vor, starfsemin leggst svo í dvala
í júlí vegna sumarfría. Svo mætum
við galvösk á hinsegin daga fyrstu
vikuna í ágúst.“
Sífellt að meta hve örugg þau eru
„Það er frábært að hafa hinsegin
daga, en ein vika á ári er ekki nóg,
við þurfum að skapa stöðug
tækifæri fyrir hinsegin fólk til
að koma saman og svo er þetta
líka bara tækifæri fyrir okkur til
að sýna styrk,“ útskýrir Sigur-
geir. „Við í hinsegin samfélaginu
þurfum að koma saman og gera
eitthvað skemmtilegt saman,
það er mikilvægur hluti af okkar
réttindabaráttu. Það eru stöðugt
að koma fréttir um að það sé sótt
að réttindum hinsegin fólks. Bara
núna í fyrradag voru að berast
fréttir af því að Sundsamband
Íslands hafi kosið með því að tak-
marka aðgengi trans kvenna að því
að keppa við hlið kynsystra sinna
á heimsmeistaramótinu.
Réttindabarátta hinsegin fólks
er enn þá mikilvæg því við sjáum
enn augljós dæmi um mismunun.
Það vakti okkur til dæmis til
mikillar umhugsunar að sjá við-
tal við ungmenni sem er veist að
úti á götu fyrir að vera sýnilega
hinsegin,“ segir Sigurgeir. „Þetta
er eitthvað sem við sem erum hin-
segin finnum öll fyrir og við erum
stöðugt að meta hversu örugg
við erum í ólíkum aðstæðum og
hversu sýnileg við þorum að vera.
Fólk sem þorir það uppsker áreiti
og ofbeldi í kjölfarið. Það er mikil-
vægt að muna að baráttan er ekki
búin og það er ástæðan fyrir því að
við eigum Samtökin ’78, sem eru
að reyna að breyta samfélaginu til
hins betra.“
Reynt að brjóta niður samstöðu
„Það er verið að reyna að brjóta
niður samstöðu hinsegin fólks
með því að veitast meira að
ákveðnum hópum þess en öðrum,
til dæmis trans fólki,“ segir Sigur-
geir. „Það er hætta á að réttindi tap-
ist ef við leyfum að það sé rekinn
fleygur í hinsegin samfélagið og
samþykkjum að réttindi séu tekin
af einum hópi á meðan það er ekki
verið að taka þau af okkur sjálfum.
Það brýtur samstöðuna og þar er
mest hætta á afturför.
En sem betur fer er starfsemi
Samtakanna og fólks í gras-
rótinni að skila góðum árangri
hér á landi. Ísland lagði til dæmis
fram aðgerðaáætlun í málefnum
hinsegin fólks og þó að við höfum
ýmsar athugasemdir við hana er
gott að hún sé til staðar og ríkis-
stjórnin hafi áætlun um að vinna
að réttindum hinsegin fólks,“
segir Sigurgeir. „Svo voru lög um
kynrænt sjálfræði samþykkt 2019
sem voru mjög stór réttarbót fyrir
hinsegin fólk á Íslandi. Það er mjög
jákvætt að við erum að sjá fram-
þróun. En auðvitað er baráttan
ekki búin.
Það sem er ofarlega á baugi er til
dæmis þessi sókn að trans fólki,
sem er mikið tengd íþróttum. Þetta
snýst oft um aðgengi að klefum og
það er margt sem lög um kynrænt
sjálfræði áttu að veita sem hefur
ekki gerst,“ segir Sigurgeir. „Þar
segir til dæmis að alls staðar þar
sem er verið að kynjaskipta þurfi
að bjóða upp á kynhlutlausan val-
möguleika, en þetta vantar mikið
í búnings- og salernisaðstöðu.
Nemendur í HÍ hafa bent á þennan
skort. Það er ótrúlega margt eftir
og það er alltaf eitthvað nýtt sem
kemur í ljós. Vonandi er þetta samt
ekki eilíf barátta og á endanum
hættir það að skipta máli hvort fólk
sé svona eða hinsegin.“
Hægt að styðja baráttuna
„Að lokum myndi ég vilja hvetja
fólk sem hefur áhuga á að styrkja
starfsemi samtakanna til að
gerast Regnbogavinir og styrkja
starfið með mánaðarlegu fram-
lagi á heimasíðunni okkar eða á
regnbogavinir.is. Samtökin ’78
sinna mjög mikilvægu starfi,
meðal annars fræðslu í skólum og á
vinnustöðum og veita sérfræðiráð-
gjöf varðandi hinsegin málefni án
endurgjalds, ásamt því að halda úti
félagslífi fyrir hinsegin fólk og berj-
ast fyrir framþróun í réttindum,“
útskýrir Sigurgeir. „Þetta er dagleg
vinna og það er nóg að gera.“n
Nánari upplýsingar um Sumar-
hátíðina er að finna á Facebook
undir nafni viðburðarins.
Hrafnhildur Hákonar-
dóttir, sem hefur starfað sem
einkaþjálfari hjá World Class
í um 18 ár, þjáðist af ristil-
vandamálum og bakflæði
í áratugi vegna meðgöngu-
ógleði sem orsakaði sjö mán-
aða uppköst. En magnesíum
með fjallagrösum frá ICE-
HERBS hefur hjálpað henni
mikið við að koma jafnvægi
á meltinguna.
Hrafnhildur fór í ristilspeglun
vegna óþæginda í ristli og melt-
ingarvandamála fyrir fjórum
árum. „Ristillinn hafði verið til
trafala í 25 ár frá því ég var ólétt,
en á meðgöngunni ældi ég daglega
í um sjö mánuði,“ segir hún. „Eins
eðlilegur hlutur og ólétta er fyrir
kvenlíkamann eru sjö mánuðir af
uppköstum náttúrlega ekkert grín
fyrir líkamsstarfsemina. Ég hlaut
af þessu varanlegar skemmdir á
vélinda sem orsaka bakflæði. Þetta
hafði líka slæm áhrif á ristilinn, sem
varð til þess að ég fór að finna fyrir
verkjum í baki og öllum líkam-
anum. Ég tók því lengi inn ýmis
magalyf og hef þurft að passa hvað
ég borða af hveiti- og mjólkurvör-
um, en það tók mig reyndar nokkur
ár að átta mig á því hvað þessar
matartegundir færu illa í mig.“
Aldrei liðið betur
„Mér var ráðlagt að taka inn
magnesíum til þess að koma jafn-
vægi á meltinguna og róa ristilinn
og prófaði nokkrar tegundir,
en þær hentuðu mér ekki. Til
allrar hamingju var mér svo bent á
magnesíum með fjallagrösum frá
ICEHERBS, en fjallagrös eru mjög
mýkjandi,“ segir Hrafnhildur. „Nú
hef ég tekið magnesíumblönduna
í fjögur ár og aldrei liðið betur.
Ég er komin með sléttan maga og
meltingin er komin í stakasta lag.
Með því að taka reglulega inn
magnesíum með fjallagrösum get
ég jafnvel leyft mér að svindla, því
ég veit fátt betra en að geta fengið
mér pasta og hvítlauksbrauð á
góðum degi,“ viðurkennir Hrafn-
hildur. „Við bakflæðinu tek ég líka
hóstamixtúru með fjallagrösum
frá ICEHERBS. Mixtúran er bragð-
góð og mjúk í hálsi og hjálpar mér
að sofa eins og engill.“
Einstök samvinna innihaldsefna
Magnesíumskortur er eitt stærsta
lýðheilsuvandamál nútímans, en
það er eitt af mikilvægustu stein-
efnum líkamans og kemur við
sögu í yfir 300 efnaskiptum, allt frá
slökun vöðva- og taugakerfisins
og virkni hjarta- og æðakerfisins
yfir í upptöku steinefna. Magn-
esíumblandan frá ICEHERBS er
einstök á heimsvísu, en hún
inniheldur bæði magnesíum
sítrat og handtínd íslensk fjalla-
grös. Þessi innihaldsefni
virka saman á einstakan
hátt. Fjallagrösin mýkja
meltinguna og magn-
esíum eykur upptöku
á steinefnum úr fjalla-
grösunum.
Magnesíum sítrat er
eitt fárra bætiefna
sem er gott að taka
inn að staðaldri, því
það er mjög erfitt að fá nægt
magnesíum úr fæðunni. Það
er líka mælt með að þeir sem
stunda líkamsrækt taki magn-
esíum reglulega.
Bætir líkamsstarfsemi
á marga vegu
Magnesíum stuðlar að eðlilegri
vöðvastarfsemi og er talið bæta
gæði svefns og draga úr fótapirringi
og sinadrætti. Það stuðlar líka að
því að draga úr þreytu og lúa.
Magnesíum er einnig notað í
meðhöndlun meltingarvandamála.
Það eykur vatnsinntöku í melting-
arkerfið, sem auðveldar líkam-
anum að melta og losa hægðir.
Þá er magnesíum einnig
hreinsandi og hefur þannig
góð áhrif á ristilinn. Síðast en
ekki síst stuðlar það að eðlilegri
starfsemi taugakerfisins.
Fjallagrös í notkun öldum saman
Íslensk fjallagrös hafa verið notuð
öldum saman sem heilsujurt. Þau
eru rík af steinefnum, stuðla að
heilbrigðri þarmaflóru, eru vatns-
losandi og minnka bjúg. Fjallagrös
innihalda einnig trefjar sem mynda
mýkjandi himnu á slímhúð í maga,
sem bætir og mýkir meltinguna.
Neytendavæn náttúruleg afurð
Markmið ICEHERBS er að nýta
náttúruauðlindir sem tengjast
íslenskri hefð og sögu og vinna þær
í hreina og neytendavæna vöru
fyrir viðskiptavini. „Við leggjum
áherslu á að framleiða hrein og
náttúruleg bætiefni sem byggja
á sjálfbærri nýtingu náttúruauð-
linda,“ segir Katrín Amni Frið-
riksdóttir, framkvæmdastjóri
ICEHERBS. „Við viljum að vör-
urnar okkar nýtist viðskiptavinum
okkar, að virkni skili sér í réttum
blöndum og að eiginleikar efnanna
viðhaldi sér að fullu. Við notum
heldur engin óþörf fylliefni.“ n
ICEHERBS fæst í öllum betri mat-
vöruverslunum, apótekum og
heilsuvöruverslunum.
Sjá nánar á www.iceherbs.is.
Kemur ró á ristilinn
Magnesíum
með fjallagrös-
um frá ICEHERBS
hefur hjálpað
Hrafnhildi
Hákonardóttur
mikið.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Sigurgeir segir að það sé verið að reyna að brjóta niður samstöðu hinsegin fólks með því að veitast að ákveðnum
hópum innan samfélagsins og það sé hætta á að réttindi tapist ef það er látið viðgangast að réttindi séu tekin af af-
mörkuðum hlutum þess. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
2 kynningarblað A L LT 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR