Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 40
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Láru G. Sigurðardóttur n Bakþankar „Nei, þessi er ekki nógu góð. Kaupum betri, helst einhverja með steinefnunum sinkoxíði og títaníum díoxíði. Þessi efni fara ekki í blóðrásina og eitra því ekki kroppinn. Hey, svo er hér brúnku- krems-sólarvörn, sem lætur þig verða brúna en ekki brenna." Svona voru nokkurn veginn samræður okkar vinkvennanna í snyrtivörubúð á Spáni þar sem við erum staddar í hitabylgju með hálf-fullorðin börnin okkar. Elsku börnin mín hafa mátt þola sólarvarnarpredikanir bróður- partinn af ævinni. Berðu sólarvörn á húðina á tveggja tíma fresti, oftar ef þú ert í vatni. Ekki liggja í sólbaði því þá skemmir þú húðina, færð hrukkur og húðkrabbamein. Notaðu sólgleraugu með UV-vörn og hatt ef þú vilt halda húðinni fallegri. Borðaðu ávexti til að fá andoxunarefni sem verja húðina. Við ætluðum að fara varlega í sólinni þetta skiptið, komandi undan vetri föl sem franskbrauð. Það fór á annan veg. Eftir fyrsta daginn flúðum við með börnin í verslunarmiðstöð – sólarvarnirnar annaðhvort gleymdust eða voru ekki notaðar nógu vel. Á þriðja degi voru krakkarnir komnir með fótasár eftir ódýra sandala úr kína- búð. Á fimmta degi bættust við blöðrur og marblettir eftir gókart. Og enginn borðar ávexti því ham- borgarakóngurinn hefur meira aðdráttarafl. Svo gerir brúnku- kremið mig hvítari eftir því sem líður á fríið – ég þykist hafa lært mína lexíu. Nóg hefur þjáningin verið og kostnaður við að laga syndir sólbaða æskuáranna. Á Spáni fer lífið í hægagang. Fæstir stressa sig á bruna eða blöðrum. Ég flýt með, treysti því að predikunin verði til þess að með tímanum læri söfnuðurinn að vara sig á sólinni. n Spánarsólin islenskt.is Borðaðu hann í heilu lagi; skorinn í tvennt, í báta eða þunnar sneiðar eða maukaðu hann í djúsí sósu með pastanu. Tómatur Í þínu besta formi. Vatnsmælirinn: Tómatur 94% íslenskt vatn Rafhjólatrygging TM er hugsuð fyrir þig Hugsum í framtíð Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.