Skessuhorn


Skessuhorn - 28.07.2021, Page 8

Skessuhorn - 28.07.2021, Page 8
miðvikudagur 28. júlí 20218 Fyrstu réttir BORGARBYGGÐ: Sveit- arfélagið Borgarbyggð birtir á vefsíðu sinni lista um fjár- réttir í haust. Þeim hefur nú víða verið flýtt um viku mið- að við fyrri hefðir. Fyrstu réttir verða: Nesmelsrétt 4. september, kaldárbakkarétt 5. september, Fljótstungu- rétt 11. og 12. september, Brekkurétt 12. september, Hítardalsrétt 13. september, Svignaskarðsrétt 13. sept- ember, Þverárrétt 13. sept- ember, grímsstaðarétt 14. september, Oddsstaðarétt 15. september, rauðsgilsrétt 19. september og mýrdals- rétt 21. september. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 17. til 23. júlí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu. Akranes: 16 bátar. Heildarlöndun: 20.488 kg. Mestur afli: arnar Ár-55: 4.096 kg. í fjórum löndun- um. Arnarstapi: 12 bátar. Heildarlöndun: 23.296 Mestur afli: Hrólfur ak-29: 3.507 kg. í þremur löndun- um. Grundarfjörður: 14 bátar. Heildarlöndun: 183.962 kg. Mestur afli: Skinney SF-20: 82.351 kg. í einni löndun. Ólafsvík: 28 bátar. Heildarlöndun: 53.782 kg. Mestur afli: júlli Páls SH-712: 14.567 kg. í tveim- ur löndunum. Rif: 16 bátar. Heildarlöndun: 28.505 kg. Mestur afli: valdimar SH-250: 2.915 kg. í þremur löndunum. Stykkishólmur: 13 bátar. Heildarlöndun: 24.359 kg. Mestur afli: Bára SH-27: 4.014 kg. í þremur löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Skinney SF-20 GRU: 82.351 kg. 18. júlí. 2. Þórir SF-77 GRU: 70.294 kg. 18. júlí. 3. Júlli Páls SH-712 ÓLA: 9.193 kg. 20. júlí. 4. Júlli Páls SH-712 ÓLA: 5.374 kg. 18. júlí. 5. Kap II VE-7 GRU: 5.002 kg. 17. júlí. -frg Fréttavefurinn mbl.is í reykjavík birti í síðustu viku skoðanakönnun sem mmr vann fyrir miðilinn dag- ana 8.-14. júlí, um fylgi stjórnmála- flokka í kjördæmunum sex. Þar má meðal annars sjá að allflestir flokk- ar sem bjóða fram sækja afar mis- munandi mikið fylgi eftir því hvort horft er á suðvesturhorn landsins eða landsbyggðina. Ef skoðað er fylgi flokkanna í Norðvesturkjördæmi sérstaklega er Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur samkvæmt könnuninni, fengi um 27% atkvæða. Framsóknarflok- kurinn mælist næststærstur, fengi um 19%. Þriðji stærsti flokkurinn í kjördæminu er Samfylkingin sem mælist með 15%. miðflokkurinn kæmi næstur með um 8% og Só- síalistar um 7%. með svipað fylgi, eða um og yfir 5%, koma viðreisn, Flokkur fólksins, Píratar og vinstri hreyfingin grænt framboð. mm Byggðarráð Borgarbyggðar hefur, í umboði sveitarstjórnar, staðfest kaupsamning á digranesgötu 2 í Borgarnesi af arion banka. auk þess liggur fyrir samkomulag um leigu bankans á hluta húsnæðisins. Hafin er vinna við að skipuleggja húsnæð- ið til að þjóna því hlutverki að verða ráðhús Borgarbyggðar. vinna við breytingarnar verður síðan boðin út og því ekki ljóst nú hvenær fram- kvæmdum verður lokið og ráðhúsið opnað á nýjum stað. Húsið var eins og kunnugt er byggt yfir starfsemi Sparisjóðs mýrasýslu en eftir að sjóðurinn fór í þrot tók Nýi kaup- þing banki, síðar arion banki, við húsnæðinu og flutti starfsemi sína þangað. Samkvæmt bókun í byggð- arráði er kaupverð hússins 241 millj- ón króna og áætlaður kostnaður við breytingar sex milljónir. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti í vor að fela sveitar- stjóra að skrifa undir kauptilboð á húsinu, en það var háð ástands- skoðun þess. jafnframt var ákveð- ið að fasteignin að Borgarbraut 14 yrði sett í söluferli. meirihluti starfsemi ráðhússins við Borgar- braut 14 fluttist í byrjun árs að Bjarnarbraut 8 þegar ástandsskoð- un á fasteigninni hafði leitt í ljós að mikill rakavandi væri í húsnæð- inu. í kjölfarið var farið í að kostn- aðarmeta lagfæringar á Borgar- braut 14 og leiddi sú vinna í ljós að það yrði dýrara fyrir sveitarfé- lagið að ráðast í endurbætur held- ur en að fjárfesta í nýju húsnæði. Því var ákveðið að kaupa húsið við digranesgötu 2 eins og nú hefur verið staðfest. mm Fljótt á litið minnir þetta mannvirki á kirkjutröppurnar á akureyri í úrhell- isrigningu. En því fer víðs fjarri. Hér er annar af tveimur laxastigum sem steyptir hafa verið til að auðvelda laxi uppgöngu í Brynjudalsá fyrir botni Hvalfjarðar. Fyrst eftir að þessi stöll- ótti laxastigi var steyptur var ekk- ert grindverk ofan á veggjunum. Það gerðist því ítrekað að lax sem reyndi uppgöngu í stigann lenti út fyr- ir vegginn og drapst. Eitt sinn þeg- ar veiðimaður mætti á svæðið sá hann 27 dauða laxa beggja vegna við laxa- stigann. var fljótlega eftir það brugð- ist við og grindverk smíðað. mm Digranesgata 2 í Borgarnesi þar sem bæði ráðhús og bankaútibú verða til húsa í framtíðinni. Gengið frá kaupum Borgarbyggðar á nýju ráðhúsi Minnir á kirkjutröppurnar á Akureyri Fylgiskönnun MMR brotin niður eftir kjördæmum

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.