Skessuhorn


Skessuhorn - 28.07.2021, Qupperneq 14

Skessuhorn - 28.07.2021, Qupperneq 14
miðvikudagur 28. júlí 202114 Ella, gamla vinalega trillan sem liggur við ból á Brákarsundi á sumr- in, losnaði um kaffileytið á miðviku- daginn upp á flóðinu. rak hana und- an vindi og upp í grjótgarðinn við gömlu steinbryggjuna á Suðurnesi og strandaði þar. Hún náðist á flot skömmu síðar fyrir eigin vélarafli en einnig með hjálp viðstaddra. Ekki urðu skemmdir á bátnum og var honum siglt að bryggjunni í Brák- arey þar sem hún liggur nú. Það er Stórútgerðarfélag mýra- manna sem gerir Ellu út. Eigendur eru Borgnesingarnir og frændurnir Sigurður Halldórsson og arinbjörn Hauksson ásamt Pétri geirssyni. mm Skessuhorn hefur í sumar birt fréttir um illa merktar gangbrautir á akra- nesi. Þar til nýlega voru á mörgum stöðum við helstu umferðargötur bæjarins gangbrautamerkingar lítt sýnilegar. undanfarið hefur ver- ið bætt úr því og flestar gangbraut- ir bæjarins verið málaðar af miklum myndarskap. Þó eru ein og ein sem hafa ekki fengið upplyftingu ennþá en þær eru aðallega, hvort sem það er tilviljun eður ei, að finna á svæð- inu í kringum skrifstofu Skessu- horns sem er til húsa á garðabraut 2a við hringtorgið Faxatorg. í samtali við jón Ólafsson, verk- efnastjóra akraneskaupstaðar, er ástæðan aðallega sú að hans sögn að framkvæmdir á Faxabraut og Þjóð- braut eru á fleygiferð þessa dag- ana og verið sé að reyna að ná fram breytingum á svæðinu. Þá segir hann einnig að bæjarbúar geri aukn- ar kröfur um aukið umferðaröryggi í bænum og að það séu uppi áætl- anir um að gera þetta svæði örugg- ara. Hins vegar séu verktakar yfir- hlaðnir verkefnum þessa dagana og allskonar viðhaldviðgerðir í gangi í bænum. Hann vonast þó til að það náist að ljúka gangbrautarmerking- um á akranesi sem fyrst og á von á því að takist á næstu vikum. vaks Síðastliðinn miðvikudag uppgötv- aðist talsverður vatnsleki sem átti upptök sín í eldhúsi í Samkomu- húsinu í grundarfirði. vatn flæddi frá eldhúsinu og fram í báða sam- komusali hússins. Efri salurinn er lagður með teppi en neðri salurinn með gegnheilu parketi. Strax og lekinn uppgötvaðist mættu slökkvi- liðsmenn í húsið og dældu upp vatninu. Þá brugðust fulltrúar víS, tryggingafélags bæjarins, vel við og sendu verktaka til að hefja þurrkun. Settu þeir upp blásara til að þurrka upp raka og gera aðrar ráðstafanir. að sögn Bjargar Ágústsdóttur bæj- arstjóra er ljóst að tjónið er umtals- vert; á gólfefnum, hurðarkörmum og fleiru. Ekki eru nema níu dagar síð- an umtalsvert tjón varð í húsnæði grunnskólans í grundarfirði, einn- ig af völdum vatnsleka. mm velferðar- og mannréttindasvið akraneskaupstaðar auglýsir á vef sínum eftir stuðningsfjölskyld- um fyrir börn á akranesi. Stuðn- ingsfjölskyldur taka á móti fötluð- um og ófötluðum börnum til dval- ar á heimili sínu að jafnaði eina helgi í mánuði með það að mark- miði að styðja við foreldra barns- ins, veita barninu tilbreytingu og stuðning. Önnur börn á heimilinu er ekki hindrun og ætlast er til þess að barnið verði hluti af daglegu lífi fjölskyldunnar á meðan á dvöl þess stendur. í auglýsingunni kem- ur fram að fjölskyldur sækja um leyfi til að starfa sem stuðningsfjöl- skylda til velferðar- og mannrétt- indasviðs. umsækjendur þurfa að skila inn heilbrigðisvottorði fyrir alla heim- ilismenn 15 ára og eldri þar sem staðfest er að hvorki andleg eða líkamleg veikindi komi í veg fyr- ir að umsækjandi geti starfað sem stuðningsforeldri. Starfsmenn vel- ferðar- og mannréttindasviðs þurfa undirritað leyfi umsækjanda til að sækja um fullt sakavottorð hjá rík- issaksóknara fyrir þessa sömu að- ila. að framangreindum skilyrðum uppfylltum gera starfsmenn Barna- verndarnefndar úttekt á heimilinu og aðstæðum heimilismanna áður en leyfi er veitt. laun eru greidd samkvæmt gjaldskrá akraneskaup- staðar. frg Óskað eftir stuðnings- fjölskyldum á Akranesi Ellan við ból á Brákarsundi. Ljósm. glh. Ellan losnaði upp og strandaði Ella komin að bryggju í Brákarey. Dansgólfið var umflotið. Ljósm. tfk. Vatnstjón í Samkomuhúsinu í Grundarfirði Samkomuhúsið í Grundarfirði. Ljósm. Grundarfjarðarbær. Slökkviliðsmenn að hreinsa vatn af teppinu. Ljósm. tfk. Allt annað að sjá nýmálaða gangbraut á Garðabraut. Málun gangbrauta á Akranesi komin vel á veg Ómáluð gangbraut við Þjóðbraut.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.