Skessuhorn


Skessuhorn - 28.07.2021, Síða 19

Skessuhorn - 28.07.2021, Síða 19
miðvikudagur 28. júlí 2021 19 íslandsmót golfklúbba í 2. deild kvenna fór fram á Bárarvelli í grundarfirði dagana 23.-25. júlí. alls tóku sex golfklúbbar þátt og var leikið í einum riðli þar sem öll liðin mættust innbyrðis. Nesklúbburinn og golfklúbbur Fjallabyggðar léku hreinan úrslitaleik í lokaumferð- inni um hvort liðið færi upp í efstu deild. Fyrir leikinn höfðu báðir klúbbar unnið alla sína leiki. Nes- klúbburinn hafði betur og tryggði sér sæti í efstu deild 2022. vaks Það var stuð og stemning um helgina þegar hinir árlegu reyk- hóladagar voru haldnir hátíðleg- ir um síðustu helgi. jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi reykhólahrepps, var að sjálfsögðu á staðnum og sendi okkur pistil með frásögn af því helsta sem gerðist á hátíðinni: „Hátíðin byrjaði á föstu- deginum á barnaviðburðum, þar var teymt undir börnum á hestum og svo var Elfar logi hjá kóme- díuleikhúsinu með leiksýninguna dimmalimm. vel var mætt á þessa viðburði og börn brosandi út að eyrum. Hlaupin voru nokkuð vel sótt en alls voru hlaupnir yfir 150 kílómetrar. Bjórmílan var haldin í fyrsta skiptið og þar voru mun fleiri áhorfendur en þátttakendur. Nýtt brautarmet var sett; 11.57 mínút- ur af jóhannesi geir guðmunds- syni. Ekki allur bjór bjórmílunnar skilaði sér í mark ef svo má að orði komast. jón víðis var með fjölsótta töfra- sýningu í reykhólabúðinni sem fylltist af kátu fólki sem brosti út að eyrum alla sýninguna. Fólk hélt að einn sýningargestur væri hætt kominn þegar töframaðurinn dróg upp sög og ætlaði að saga af hon- um hausinn, en blessunarlega vissi töframaðurinn hvað hann væri að gera og engar blóðsúthellingar voru þetta kvöldið. Þessari sýningu var svo fylgt eftir á laugardagsmorgn- inum með töfraskóla fyrir börnin sem lærðu nokkur einföld brögð og geta vonandi haldið eigin töfrasýn- ingu fyrir foreldra sína. BarSvarið var vel sótt og var hart barist í kímni spurningum sem voru að sjálfsögðu misfyndnar enda er húmor manna misjafn. Sögur úr grínþáttum voru heimfærðar á samfélagið og þar sem þátttakendur BarSvarsins tóku þátt í gríninu trúðu jafnvel spurn- ingahöfundar að sögurnar hefðu í raun og veru gerst á reykhólum. laugardagurinn var vel sóttur af heimamönnum og gestum, fólk horfði á hina glæsilegu dráttarvéla- sýningu sem trekkir alltaf að mik- ið margmenni. veltibíllinn var svo á staðnum og kenndi okkur mikil- vægi þess að spenna bílbeltin. Þara- boltinn fór fram á fótboltavellin- um á reykhólum en þar fékk lið Strumpanna hinn glæsilega farand- bikar sem Þörungaverksmiðjan gaf hátíðinni fyrir 3 árum. Eftir harða úrslitaviðureign náði grundarliðið ekki að verja titilinn sinn frá því í fyrra og enduðu í öðru sæti. regl- ur þaraboltans hafa þó undanfarin ár reynt að liðka til fyrir þeim sem eru að lúta í lægra haldi þar sem ef annað liðið kemst 3 mörkum yfir fá andstæðingarnir víti og markið þeirra minnkað. En allt kom fyrir ekki enda Strumparnir hörku lið og áttu sigurinn svo sannarlega skil- inn! Á kvöldvöku var íbúi ársins heiðr- aður en það var að þessu sinni Sóley vilhjálmsdóttir. Sóley hefur í gegn- um tíðina tekið mikinn þátt í félags- málum í sveitinni. Hún hefur verið leiðandi ásamt öðrum konum að halda uppi mikilvægum félagsskap kvenna í sveitinni. Sóley vann lengi í bankanum í króksfjarðarnesi og þekkir því vel til allra í sveitinni. í bankanum tók hún ávallt vel á móti íbúum og aðstoðaði í hvívetna. Sól- ey skipar stóran sess í hugum og hjörtum íbúanna. dansleikurinn fór fram frá klukk- an 21 til miðnættis vegna sóttvarna- reglna sem tóku gildi á miðnætti. dansleiksgestir voru til fyrirmynd- ar og var frábær stemning enda hljómsveitin SuE alveg frábær. Á sunnudeginum tróð svo harm- onikku hljómsveitin Nikkólína upp í króksfjarðanesi í vöfflukaffi hand- verksfélagsins Össu sem hefur verið fastur lokaviðburður reykhóladag- anna undanfarin ár. Hátíðargestum er þakkað kærlega fyrir samveruna á reykhóladögum.“vaks/ Ljósm. jöe. gróa Finnsdóttir er núna um verslunarmannahelgina að gefa út sína fyrstu skáldsögu, en hún hef- ur áður verið meðhöfundur í smá- sagnasafni auk þess að skrifa ljóð og greinar. gróa hefur undanfarin 33 ár starfað sem bókasafns- og upp- lýsingafræðingur á Þjóðminjasafn- inu í reykjavík og í starfi sínu m.a. sinnt greinaskrifum. gróa er gam- all Borgnesingur, á sumarbústað í landi gufuár í Borgarhreppi, þar sem hún er fædd og uppalin. Bók gróu heitir Hylurinn og gerist nær öll í Borgarnesi. „Hylur- inn er dramatísk og spennandi saga af heillandi mannlífi, andlegum þroska, ástum og fallegri vináttu,“ segir á bókarkápu; „en í henni gef- ur einnig að líta myrkustu hliðar mannlífsins og er lesandinn dreginn inn í spennu þar sem við sögu koma bein manns og hests í litlu heiðar- vatni. Sögumaðurinn Snorri, hinn guðumlíki Stefán og sjálfmennt- aði nuddarinn kolfinna í Borgar- nesi eru þríeyki sem í bókinni vinna kraftaverk. lesendur kynnast einn- ig systkinunum kára og Sólrúnu sem rænd voru æsku sinni og hafa sloppið naumlega undan illum og ósanngjörnum örlögum.“ mm Gróa Finnsdóttir með nýju bókina; Hylinn. Sögusvið Hylsins er í Borgarnesi Nesklúbburinn komst upp um deild. Ljósm. sk Hart barist í golfi í Grundarfirði um helgina Strumparnir unnu Þaraboltann. Reykhóladagar fóru fram um helgina Dráttarvélasýningin trekkir alltaf að. Þessi tóku þátt í bjórmílunni.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.