Skessuhorn


Skessuhorn - 28.07.2021, Qupperneq 27

Skessuhorn - 28.07.2021, Qupperneq 27
miðvikudagur 28. júlí 2021 27 Sumarlesari vikunnar Áfram heldur lesturinn á Bóka- safni akraness. Sumarlesari vik- unnar er hún katla. Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Ég heiti katla og er 9 ára. Hvaða skóla ert þú í? grunda- skóla. Hvaða bók varstu að lesa sein- ast og hvernig fannst þér hún? Fjarsjóðskistan: Fimm mínútna ævintýri. Hún var skemmtileg. Áttu þér uppáhalds bók eða rithöfund? uppáhalds bókin mín er verstu kennarar í heimi, af því hún er fyndin. Hvar finnst þér best að lesa? uppi í rúmi hjá mömmu og pabba. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Spennandi bækur! Er þetta í fyrsta skipti sem þú tekur þátt í sumarlestrinum? Nei, held ég hafi byrjað þegar ég var 6 ára, hef bara verið þrisvar sinnum. Ef þú mættir ráða hversu stór þú værir, hversu stór mynd- ir þú vera? Bara eins há og ég er núna. Af hverju? af því mér finnst ég bara vera nógu há. Katla er sumarlesari vikunnar Vísnahorn Hjörtur gíslason fór á sínum tíma í ferðalag með karlakórnum geysi og var gist á hóteli. Hjörtur og félagi hans fengu herbergi með hjóna- rúmi og má velta fyrir sér hvort gæti nokkurs kvíða í eftirfarandi vísu. allavega hefur margur lesið bænir sínar af minna tilefni: Svefninn fer að síga á brá, sálarkraftur dvínar. Ljótum manni leggst ég hjá og les svo bænir mínar. um tíma voru horfur á að ferða- málin væru að taka við sér en ætli það sé ekki rétt að trúa því var- lega eins og öðru. mývetningurinn Hjálmar Freysteinsson orti á ferð um sínar heimaslóðir: Fer mér hægt og forðast slys. Fallegt er í góðri tíð og útsýnið fæst ókeypis alla leið að Reykjahlíð. Við fjallavötnin fagurblá er ferðamönnum vistin blíð þótt fæstir hafi efni á útsýninu í Reykjahlíð. Og um sjálfan sig orti Hjálmar: Ég þvæ og bóna bílinn bæði snemma og seint, flest ég færi í stílinn en fáu lýg eg beint. ingólfur Ómar skrapp fyrir stuttu á æskustöðvar sínar í Skagafirð- inum og hitti (að sjálfsögðu) á 20 stiga hita og renniblíðu. (Hvað ann- að?) meðan hann var að aka ofan af vatnsskarðinu rifjaðist upp vísa sem hann hafði gert á þeim slóðum fyrir margt löngu: Hlýnar tíðin, brosa ból, blómin skrýða völlinn. Geislum blíðum baðar sól Blönduhlíðarfjöllin. Ég veit tæplega hvort eftirfarandi vísa skilst án útskýringa en meðan öll ílát voru úr tré og samansett sem stafir og svosem ekki annað í boði heldur en trébátar þá vildu þessir gripir gisna ef þeir þornuðu um of. Páll kolka læknir kvað þegar rign- ingatíð var á Suðurlandi: Ekkert Drottni er um megn en sú himna risna. Sunnlendingum sendi´ann regn svo þeir skyldu´ei gisna. Ekki veit ég hvort karl Friðriks- son verkstjóri á akureyri var í stórri hættu á andlegri gisnun. reikna með að hann hafi stöku sinnum vökvað lífsblómið og jafnvel bleytt örlítið í sínum sálarkeröldum öðru hvoru. En hvað á manni að detta í hug? Þótt ég sé að yrkja óð er það gert með hiki, enda líkjast öll mín ljóð einu þankastriki. Það hefur lengi loðað við mann- fólkið að ýmist sjái menn kostina við einhvern hlut en þá sjá þeir enga galla og á sama hátt sjái menn galla sjá þeir sjaldan nokkra kosti og hafa þá eftir þessu sjaldan orð um nema á annan veginn. guðrún guðmunds- dóttir frá melgerði orti: Þótt ég meti last og lof ljóst mér dæmin sanna að hvorutveggja er oft um of eftir viti manna. Ekki hvað síst gildir þetta um stjórnmálaflokkana og þeirra fylgj- endur enda kvað Bjarni frá gröf: Í millipilsi mannsandans mjög er Framsókn loðin. Hún er alltaf beggja blands, bæði hrá og soðin. Það er nú eins með blessaðan matinn að hann er væntanlega ann- aðhvort hrár eða soðinn (ja nema hann sé grillaður) og neysla hans er okkur bæði nauðsyn og oftast gleði- leg (sem er annað en hægt er að segja um pólitíkina) enda orti Há- kon aðalsteinsson: Mér til gleði matast ég því megrunin er hættuleg. Leiðist hverskyns líkamsrækt og líkar best að vinna hægt. Ég er hinsvegar ekkert viss um að það hafi verið siður á tímum Tryggva Emilssonar að vinna mjög hægt. Ekki viss um að sá kostur hafi verið í boði. Hinsvegar má svosem alveg velta fyrir sér hvaðan honum koma eftirfarandi upplýsingar um eilífðarmálin: Þegar menn höfðu þrælað og tórt þá fannst mörgum skrítið hve Helvíti er heljarstórt en Himnaríki lítið. „Enginn gerir svo öllum líki og ekki guð í Himnaríki,“ var stund- um sagt og vissulega þurfum við stöku sinnum að fetta fingur út í að- gerðir almættisins í loftslagsmálum. Það hefur væntanlega verið óþurr- kasumar þegar Þorsteinn magnús- son frá gilhaga, faðir indriða og afi arnaldar, orti: Sumarið er sjaldan bjart sinnir fárra hylli. Flesta daga fer í hart fólks og Guðs á milli. Á akureyri voru um tíma nokkr- ir þekktir hagyrðingar nú eða skáld eftir því hvaða orð menn vilja nota og góður félagsskapur með þeim. margt brallað og ort og ekki endi- lega brugðið því betra ef menn vissu hið verra. Eftir að kristján frá djúpalæk flutti til Hveragerðis kom hann eitt sinn sem oftar norður en láðist viljandi eða óviljandi að láta félaga sína vita af þarveru sinni. Þeir rósberg Snædal og Einar kristjáns- son komust þó að leyndarmálinu og ortu í sameiningu: Hjá Ingibjörgu er í vist með öllu sínu kyni. Ég er hissa á Jesú Krist- jáni Einarssyni. Bjarni E. guðleifsson var all- þekktur maður í landbúnaðargeir- anum og útivistarmaður mikill. Svo sem títt er um slíka dugðu honum tæplega hin íslensku fjöll heldur skrapp til Skotlands þeirra erinda að klífa þarlenda hóla. um þær fjall- göngur og aðrar mannraunir sem á honum dundu í ferðalaginu orti hann limrur á tveim tungumálum: Your Visacard will never stop if your wife is in Glasgow to shop. But you sure will survive should you once in your life see the beauty from Ben Nevis top. Með Visa ég ráfa´um í verslana- höllum og veit ekki fyrr en ég skulda þar öllum. Ég feginn varð þá er fékk ég að sjá fegurð alls Skotlands af Ben Nevis fjöllum. jæja ætli það sé ekki viðeigandi að ljúka hér þættinum með þessari ágætu vísu Baldurs á dvergsstöð- um: Hér er eitthvert andlegt slen. Enginn gróðurmáttur. Það er árans ekkisen eymd og slóðaháttur. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Your Visacard will never stop - if your wife is in Glasgow to shop ungmenni í skátunum í grundar- firði héldu 14. júlí síðastliðinn á eft- irminnilegt skátamót á úlfljótsvatni. Séra aðalsteinn Þorvaldsson birti meðfylgjandi ferðasögu: Eftir talsverðan aðdraganda og undirbúning fararstjórnar og for- eldra kom loksins dagurinn, 14. júlí síðastliðinn, að haldið var af stað á skátamót á úlfljótsvatni. Síðustu skilaboð til skátanna fyrir ferðina frá fararstjórum var að vera „tilbúnir í bátana“ við komuna á mótið og ekki vanþörf á. rigning og rok fyrstu tvo dagana tók sannarlega toll af öllum en skátarnir sigldu í gegnum hverja áskorunina af annarri eins og að drekka vatn. Það virtist ekkert deyfa eftirvænt- ingu skátanna og þeir tóku þátt í allri dagskrá mótsins með brosi á vör, skelltu sér í vatnasafarí í 7°C hita og rigningu og bara hlógu að veðr- inu. grundfirðingar eru nú vanir ansi válegum veðrum en að skátarn- ir stæðu á brókinni einni fata í slag- viðri var nú ekki það sem fararstjór- ar bjuggust við. Örugglega 70 metr- ar af þurrksnúrum voru settar upp og rétt náðu að halda í við krakkana. Hitablásarar gengu nánast allan sól- arhringinn og var orkunotkun á pari við fjölbýlishús í Breiðholti. Fyrstu tveir dagarnir voru yndis- legt kaos af spenningi og lærdómi um tjaldbúðalíf. Foreldrar héldu vel utan um hópinn og aðstoðuðu og hjálpuðu skátunum að gera sjálf og standa á eigin fótum. allt gekk þetta eins og í sögu og sérstaklega þegar við hættum að hafa áhyggjur af því að eldhústjaldið myndi fjúka í burtu en það gerist þegar fimm tonna strappi er kominn yfir þakið. veðrið batnaði og góð lund varð enn betri. allir urðu sjóaðri í öllum verkum og allt varð auðveldara. Far- arstjórar eru þeirrar skoðunar að all- ir skátarnir hafi stækkað um nokk- ur númer í þessari ferð og hlökkum til þeirrar næstu með frábærum hóp sem getur allt sem að hugur hans og hjarta stefnir að. aþ/ Ljósm. Marta Magnúsdóttir. Grundfirskir skátar á Úlfljótsvatni

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.