Skessuhorn


Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 30
miðvikudagur 28. júlí 202130 Hvað á að gera um verslunarmannahelgina? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Davíð Hallgrímsson vera í faðmi fjölskyldunnar. Guðleif Nóadóttir Planið var að fara í bústað en kannski maður verði bara heima í sólinni. Daníel Magnússon Bíða eftir barni númer tvö. Erla Skagfjörð Fara á netmót Hvítasunnukirkj- unnar Fíladelfíu. Héðinn Jónsson Ekki neitt. Penninn var á lofti í herbúðum körfuknattleiksdeildar Skallagríms í Borgarnesi í liðinni viku. Ákveð- ið var að endurnýja samninga við fjóra leikmenn sem munu leika með meistaraflokki karla á kom- andi leiktíð. Þetta eru þeir marinó Þór Pálmason, Ólafur Þorri Sigur- jónsson, almar Örn Björnsson og alexander jón Finnsson. atli að- alsteinsson og Hafþór ingi gunn- arsson skipa þjálfarateymi liðsins en gerður var þriggja ára samning- ur við þá félaga í fyrra og verða þeir því áfram í brúnni. vænta má fleiri frétta af leikmannamálum Skalla- gríms á komandi dögum. glh körfuknattleiksdeild Skallagríms í Borgarnesi og goran miljevic hafa gert með sér samkomulag um að hann taki að sér þjálfun meistara- flokks kvenna næstur tvö árin. Eins og nýverið var sagt frá ákvað guð- rún Ósk Ámundadóttir að leggja þjálfarastarfið til hliðar. goran er með mikla reynslu sem þjálf- ari og hefur þjálfarð meðal annars í Þýskaladi, Serbíu og nú síðast var hann á mála hjá Hapol Eliat í ísra- el. „Hann kemur inn með mikla reynslu og þekkingu á leiknum en hann kemur einnig að þjálfun í yngri flokkunum og þá mun hann sjá um einstaklings- og tækniæf- ingar ásamt því að vera yngri þjálf- urum deildarinnar innan handar,“ segir í tilkynningu frá félaginu. goran þekkir ágætlega til hér á landi en hann hefur komið hingað og þjálfað í körfuboltabúðum, nú síðast í vestrabúðunum 2019. gor- an mætir til starfa fljótlega í byrjun ágúst og er nú unnið hörðum hönd- um að því að gera liðið klárt fyrir veturinn og er von á fleiri fréttum fljótlega, segir í tilkynningu frá fé- laginu. mm ía lék gegn liði augnabliks í ell- eftu umferð lengjudeildar kvenna í knattspyrnu síðastliðinn miðviku- dag og fór leikurinn fram á kópa- vogsvelli. augnablik var án sigurs frá því í fyrstu umferð í byrjun maí þegar þær lögðu núverandi topplið deildarinnar kr að velli 2-1 og er það eina tap kr í sumar í deildinni. augnabliksstúlkur mættu grimm- ar til leiks og skoruðu strax á 13. mínútu með marki frá vigdísi lilju kristjánsdóttur en Skagastúlkur jöfnuðu eftir hálftíma leik og var þar að verki dagný Halldórsdótt- ir með sitt fyrsta mark í deildinni í sumar. augnabliksstúlkur létu þetta ekki slá sig út af laginu og fimm mínútum síðar skoraði Brynja Sæv- arsdóttir og staðan 2-1 í hálfleik fyrir augnablik. Eftir um 20 mínútna leik í seinni hálfleik bætti vigdís lilja við sínu öðru marki fyrir augnablik og skömmu síðar skoraði margrét lea gísladóttir fjórða mark heima- stúlkna og sigurinn í höfn. dana joy Scheriff minnkaði muninn fyrir ía með sárabótarmarki sex mínút- um fyrir leikslok og lokastaðan því 4-2 fyrir augnablik. Skagastúlkur hafa aðeins fengið eitt stig úr síð- ustu fimm leikjum, síðasti sigur- leikur liðsins var um miðjan júní gegn grindavík og eru þær að nálg- ast ískyggilega botnbaráttuna. ía er nú í sjöunda sæti deild- arinnar með tíu stig eftir ellefu leiki, Hk er einu sæti fyrir neð- an þær með níu stig eftir tíu leiki og á botninum sitja augnablik og grindavík með átta stig en augna- blik á leik til góða. Næsti leikur ía í lengjudeildinni var gegn toppliði kr á akranesvelli í gærkvöldi, en var ekki hafinn þegar Skessuhorn fór í prentun. vaks Skallagrímur lék gegn liði Stokks- eyrar í B-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu síðastliðinn miðviku- dag og fór leikurinn fram á Skalla- grímsvelli í Borgarnesi. Skallarn- ir komust yfir á 13. mínútu leiks- ins með marki frá ísak jakobi Haf- þórssyni og tíu mínútum síðar kom viktor már jónasson þeim í tveggja marka forystu og staðan því 2-0 í hálfleik fyrir heimamenn. Stokkseyri minnkaði muninn á 73. mínútu leiksins með marki frá Örvari Hugasyni en Skallarnir héldu þetta út og fjórði sigurleik- ur þeirra í sumar staðreynd. mikil harka var í leiknum því alls fóru á loft tíu gul spjöld, heimamenn áttu sex þeirra en gestirnir fjögur og auk þess fékk ísak Breki jónsson, leik- maður Stokkseyrar, rautt spjald tíu mínútum fyrir leikslok. Skallagrímur er nú í fjórða sæti í riðlinum, með 14 stig eftir tíu leiki og á eftir að spila fjóra leiki í deild- inni í sumar. Næsti leikur Skalla- gríms er gegn Smára í kvöld, mið- vikudag, á Skallagrímsvelli og hefst klukkan 20. vaks Ákveðið var á föstudaginn að fresta leik víkings og Fram sem átti að fara fram á Ólafsvíkurvelli þá um kvöldið. Ástæðan er sú að leikmað- ur víkings hafði greinst með kór- ónuveiruna og voru allir leikmenn liðsins sendir í sóttkví. í framhald- inu kom svo í ljós að fjórir liðsmenn víkings voru smitaðir. illa hefur gengið hjá Ólsurum í sumar en þeir eru með tvö stig á botni lengjudeildarinnar, sjö stig- um frá öruggu sæti. vaks Erla Karitas Jóhannesdóttir kom inn á í seinni hálfleik hjá ÍA á miðvikudaginn en náði ekki að skora. Ljósm. úr safni/ sas Skagastúlkur töpuðu gegn Augnabliki Goran Miljevic verður þjálfari mfl. kvenna hjá Skallagrími. Goran Miljevic tekur við þjálfun kvennaliðs Skallagríms Skallagrímur sigraði Stokkseyri Skallagrímur vann Stokkseyri, en eru hér í leik gegn liði SR á dögunum. Ljósm. glh. Marinó Þór Pálmason leikstjórnandi heldur áfram með þeim gulu og grænu. Fjórir leikmenn Skallagríms verða áfram með liðinu Úr leik Víkings og Grindavíkur fyrr í sumar. Smit hjá Víkingi Ólafsvík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.