Skessuhorn


Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 4
mIðVIkudAguR 11. ÁgúST 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Á ferð um landið Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi síðustu vikurnar að ná að ferðast aðeins um landið okkar fagra. meðal annars ókum við hjónakornin hringveginn rangsælis. Tókum stutta útúrdúra og gengum meðal annars að lóninu innst í Skaftafelli, að hinu fagra Stuðlagili sem kom í ljós eftir að kárahnjúkavirkjun reis, fórum vítt um mývatnssveit, út á grenivík og í gegnum byggðakjarnana á Tröllaskaga. Á svona ferðalagi út við ysta sæ hef ég það fyrir vana að fara á hafnarsvæðin, taka bryggjurúnt. Þannig finnst mér ég ná að taka mælingu á hversu farsællega heimafólki hefur tekist að halda í kvóta byggðarlagsins, verja grunnþættina. Eftir því sem betur hefur verið hlúð að kvótanum, því blómlegri eru byggðirnar alla jafnan. Held ég móðgi engan með að segja að grenivík sé þar í sérflokki. Stór og reisuleg íbúðarhús sem vel er haldið við, garðar snyrtilegir, bera þess merki að tekjur séu í þokkalega meðallagi í það minnsta. Finnst ég hafa heyrt að hreppurinn þar hafi tryggt að kvótinn færi ekki burtu. Höfðu vit á því. Á Höfn í Hornafirði er umhverfið; hús, lóðir og garðar sömuleiðis til fyrirmyndar. Þar er jú bæði útgerð en einnig blómleg ferðaþjónusta. Á ýmsum stöðum hefur ekki tekist að halda eins vel í fiskveiði- heimildir og þar fölnar því sitthvað og fellur á annað. Rétt eins og þessir bryggjurúntar þá bera sveitir þessa lands með sér hvern- ig búskapurinn þar gengur. Vel hýstar og umgengnar jarðir sýna að þar hafi nýliðun átt sér stað, yngra fólk tekið við. Slíkt er þó engan veginn sjálfgefið. Vissulega þarf afkoman alltaf að vera nægjanlega góð til að fýsilegt sé fyrir ungt fólk að búsetja sig í sveit. Í einhverjum tilfellum gengur þetta út á að hafa möguleika á annarri tekjuöflun samhliða búrekstri svo ég tali nú ekki um hlunnindi á borð við laxveiði. Þegar tekjuöflunin kemur úr fleiri en einni átt er líklegra en hitt að ungu fólki hugnist að nýta þá kosti sem felast í búsetu í sveit. Víðast hvar eru strengir með ljósleiðara komnir í jörðu og þriggja fasa rafvæðing er hafin. Slík nútíma gæði auk viðunandi eða góðra vega gerir gæfumuninn. Áhrifa tækniframfara sem þessara gætir fljótt og mun vonandi snúa við þróun sem fram til þessa hefur verið á einn veg. Sum héruð þessa lands búa að þeim lífsins gæðum að hafa tekjur af fjöl- breyttum atvinnuvegum. Það sakar ekki að nefna Skagafjörð sérstaklega í því samhengi. Þar hefur samvinnufélagi heimamanna borið gæfa til að byggja upp öflugan sjávarútveg og vinnslu. Þær tekjur leiða svo út í samfélagið allt. Bændum er lánað til að kaupa mjólkurkvóta og byggja upp á búum sínum. Þar er auk þess rekin ferðaþjónusta, iðnaður, skólar og jafnvel ríkisstofnanir á lofti verslunarhússins. Þar hafa menn lært að hlúa að heimabyggð rétt eins og Þingeyingar sem vörðu og verja enn öflugan sparisjóð. Þetta eru dæmi um samfélög sem lagt hafa metnað í að hlúa að grunnþörfum mannlífsins; styðja gömlu atvinnugreinarnar en nýta einnig sóknarfærin. Það kerfi sem hér á landi hefur verið byggt upp í kringum frumvinnslu- greinar okkar er þannig gert af mannanna völdum að vissulega getur kom- ið upp samkeppni milli héraða og landshluta. Það hefur gerst vegna þess að auðlindir eru takmarkaðar og markaðir fyrir matvæli brokkgengir. Fisk- veiðikvótinn er til dæmis takmörkuð auðlind og lambakjöt er því miður á diskum sífellt færri landsmanna. Fiskveiðar sem eitt sinn sköffuðu hundr- uði starfa hvort heldur sem var á Akranesi, Breiðdalsvík eða gjögri, voru kvótasettar og í öllu regluverkinu láðist að binda kvótann við viðkomandi byggðarlög. Því fór sem fór. Þeir njóta á grenivík, grindavík, grundarfirði, dalvík, Sauðárkróki og Rifi, svo ég taki dæmi, og meira að segja í Reykjavík á stór hluti heimildanna lögheimili. kvótalausu staðirnir verða hins vegar að bregðast skjótt við og byggja upp nýja atvinnuvegi. Hvort heldur það er í ferðaþjónustu, listum, menningu, tækni, nýtingu hlunninda eða hverju sem er. Það er heimafólks að sýna frumkvæðið en stjórnvalda að sjá til þess að regluverkið sé í lagi og umfram allt sanngjarnt þannig að allir sitji við sama borð. Í mörgu hefur þetta tekist, en þó alls ekki öllu, ef marka má ásýnd landsins á stuttri hringferð umhverfis það. Magnús Magnússon Skipulags- og umhverfissvið Akra- neskaupstaðar auglýsti í síðasta Skessuhorni útboð á smíði þriggja nýrra kennslustofa við grunda- skóla. um er að ræða smíði utan verkstaðar á fjórum húsum; þrem- ur kennslustofum og einni anddyr- iseiningu, ásamt flutningi, uppsetn- ingu, sökkuleiningum, raflögnum og öllum frágangi. Húsin eiga að vera fullbúin til notkunar eigi síðar en um áramótin næstu. gólfflötur bygginganna verður 350 fermetrar. útboðsgögn eru afhent á rafrænu formi í gegnum útboðsvef verk- fræðistofunnar mannvits. Bjóða þarf í verkið fyrir klukkan 11, föstu- daginn 13. ágúst. mm Þessa dagana eru verktakar að fjar- lægja stóran hluta af gömlum gang- stéttum í grundarfirði. gangstétt- arnar voru orðnar ansi lúnar og oft var fólk í vandræðum með að keyra barnavagna og ferðast um á hlaupa- hjólum. Nú stendur það til bóta og á næstunni verða steyptar upp nýjar gangstéttar. tfk Það var rólegt um að litast á höfn- inni á Arnarstapa á sunnudaginn þegar blaðamaður var á ferðinni. Allir strandveiðibátarnir bundn- ir enda strandveiðar ekki stund- aðar á sunnudögum. Einungis tólf bátar eru eftir í höfninni á Stapa en þeir voru á fimmta tug þegar mest var í byrjun veiðitímans. Í glugga hafnar skúrsins mátti lesa um lönd- un föstudagsins. Þá var róið á tólf bátum og kom gamli Bárður með mestan afla, eða 5,2 tonn eft- ir netatúr. Ellefu strandveiðibát- ar höfðu róið þann dag og marg- ir náð skammtinum eða upp und- ir það. Athygli vekur að allir lönd- uðu þeir talsverðu af ufsa sem með- afla með þorskinum, eða þetta frá tvö hundruð kíló og upp í tæpt tonn. Fyrir kílóið af óslægð um ufsa fengust 98 krónur á föstudaginn en verðið hefur yfirleitt verið á annað hundrað krónur síðustu vikurnar. Því er góður ufsaafli talsverð búbót fyrir strandveiðisjómenn. mm Björgunarsveitir víða af landinu voru kallaðar út á sama hálftím- anum síðdegis á sunnudaginn til að sinna fjórum ólíkum útköllum. Björgunarsveitir á Suður,- Vestur- og Austurlandi voru kallaðar út til að sinna slysum á fólki. meðal annars var björgunarsveit- in Lífsbjörg í Snæfellsbæ kölluð út til að sækja slasaða konu við Rauð- feldargjá og koma henni í sjúkrabíl. Sex manns úr sveitinni fóru í verk- efnið og gekk það vel, enda að- stæður eins og best verður á kosið. mm Bjóða út smíði þriggja kennslustofa Endurnýjun á gangstéttum í Grundarfirði Horft út úr munna Rauðfeldargjár, en gönguleiðin þangað er um klungur. Sóttu slasaða konu að Rauðfeldargjá Félagar úr Lífsbjörgu flytja hér konuna áleiðis í sjúkrabíl. Ljósm. Lífsbjörg. Fækkað hefur í höfninni á Arnarstapa

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.