Skessuhorn


Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 25
mIðVIkudAguR 11. ÁgúST 2021 25 rúnar var Tryggvi magnússon (1896-1943). Hann starfaði alla tíð hjá versluninni Edinborg, síðustu árin sem verslunarstjóri. Tryggvi var með eindæmum fjölhæfur íþróttamaður. Þegar knattspyrnu- félagið Fram var stofnað 1908 var Tryggvi einn af stofnendum og sá allra yngsti. Hann vann auk þess til verðlauna m.a. í frjálsum íþróttum og í sundi og varð Íslandsmeistari í fimleikum á fertugsaldri. Þá var hann góður á skautum og skíð- um. Eins og bræður hans karl og Pétur var hann fastamaður í bolt- anum hjá Fram. Tryggvi var stofn- andi félags sem var forveri Ferða- félagsins, sem stóð fyrir ferðum um landið og einnig jöklaferðum sem voru óþekktar á þessum tíma. Þá eru ótalin störf hans í leikhúsi og revíum Reykvíkinga, en hann þótti góður gamanleikari og lék mörg fræg hlutverk, m.a. grasa-guddu í vinsælli uppsetningu Leikfélags Reykjavíkur á Skugga-Sveini árið 1935. Tryggvi lést fyrir aldur fram árið 1943. Sæmundur í Georgshúsi Eftir að magnús Ólafsson flytur með fjölskyldu sinni til Reykjavík- ur varð helsti ljósmyndari á Akra- nesi Sæmundur S. guðmunds- son (1873-1955), en hann hafði lært ljósmyndun á Ísafirði. Sæ- mundur var kennari að mennt og hafði kennt við barnaskólann í Hnífsdal frá 1901-1905. Sæmund- ur rak ljósmyndastofu í georgs- húsi (Vesturgötu 36/38); það er í skúrnum við efri endann á húsinu frá 1905-1912, auk þess sem hann kenndi við Barnaskólann á Akra- nesi. Þá kenndi hann einnig leik- fimi, sem var ný námsgrein á þeim árum. Leikfimina kenndi hann m.a. „á sal“ gamla barnaskólans. Sæ- mundur var einnig organisti í Akra- neskirkju á árunum 1906 til 1912. Hann flytur síðan ásamt fjölskyldu sinni frá Akranesi og stundaði eftir það bæði kennslu og ljósmyndun í Hafnarfirði til 1938. Árni ljósmyndari og Ólafur sonur hans Eftir að Sæmundur flytur frá Akra- nesi er aðeins einn ljósmyndari sem stendur upp úr, bæði vegna færni sinnar við ljósmyndun og hve lengi hann stundaði þá list- grein á Akranesi, en hér er átt við Árna Böðvarsson frá Vogatungu (1888-1977). Ekki er unnt að gera ljósmyndaferil hans skil í þessari stuttu grein, en aðeins getið helstu atriða. Árni byrjaði að fást við ljós- myndun árið 1913 og mun það hafa gerst þannig að Englendingur einn hafði Laxá í Leirársveit á leigu og var áhugamaður um ljósmyndun. Samkvæmt frásögn Árna tók þessi maður myndir í sveitinni, m.a. af sundlauginni við Leirárlaug. For- vitni Árna hefur dregið hann að þessu apparati sem útlendingur- inn dröslaði með sér og óskamm- feilni, sem stundum er kölluð, hef- ur gert hann handgenginn mann- inum. Þar fékk hann sína fyrstu tilsögn í meðhöndlun ljósmynda- véla og þar með var ævibrautin mörkuð. Hann var að mestu sjálf- menntaður ljósmyndari, en dvaldi um þriggja vikna skeið í Reykjavík hjá snillingnum magnúsi Ólafs- syni og naut tilsagnar hans. Árni fékk meistararéttindi í þeirri iðn, þótti m.a. listfengur við gerð lit- mynda. Árni Böðvarsson rak ljós- myndastofu í georgshúsi frá 1916 til 1944 og tók þar andlits- og fjöl- skyldumyndir í stórum stíl, en það var í því húsi sem þau Rannveig magnúsdóttir hófu búskap sinn og þar fæddust börnin. Ljósmynda- stofan var á annarri hæð í viðbygg- ingu austanvert við húsið, en Sæ- mundur S. guðmundsson hafði rekið þar ljósmyndastofu, eins og áður hefur komið fram. Ljós- myndastofan var einn salur á allri hæð viðbyggingarinnar og nálægt austurhorni hans var mikill og víð- ur „franskur“ gluggi sem náði hér um bil niður undir gólf og teygð- ist upp í kverkina efst og hélt áfram á þakinu, enda veitti víst ekki af dagsbirtunni við ljósmyndaiðjuna fyrir tíð rafmagnsins. Fyrst í stað framkallaði Árni myndirnar líka í georgshúsi, en seinna fluttist sú vinna í kjallar- ann í Ási (Vesturgötu 78). Á árun- um 1944-50 rak hann ljósmynda- stofu í sérbyggðum „skúr“ á Vest- urgötu 80 ásamt Ólafi syni sínum, en þá hafði Ólafur lokið námi sínu við Iðnskólann og hlotið meistara- réttindi frá lærimeistaranum föður sínum. Þetta húsnæði brann, eða öllu heldur fuðraði upp á fáeinum mínútum að morgni 4. desember 1950, og þar með stór hluti af ævi- starfi Árna. Eftir þetta áfall hætti Árni að taka myndir á stofu og eft- irlét Ólafi allan myndastofurekstur á Akranesi. Stofa Ólafs var um hríð á annarri hæð verslunarhúsnæðis Þórðar Ásmundssonar að Vestur- götu 48, því næst í kjallaranum í Ási og loks í nýju húsi sem Ólafur Árnason (1919-1997) og Ingveldur Ásmundsdóttir kona hans reistu á lóðinni að Vesturgötu 80. Auk áðurgreindra heimilda: Rit- gerð Brynhildar Jónsdóttur um ljósmyndun (2010), myndasmið- urinn Árni Böðvarsson eftir Árna Ibsen, Ljósmyndasafn Reykjavík- ur og Ljósmyndasafn Akraness. Borgfirskar æviskrár og Æviskrár Akurnesinga. Ásmundur Ólafsson Þessa mynd tók Ólafur Árnason á Litlu jólunum í Barnaskóla Akraness 1957 eða 1958. Börn sem sýndu dans. Frá vinstri: Dagný Þorgilsdóttir (1950-), Sigurður Eðvarð Arnórsson (1949-2007), Sigríður Elísabet Hauksdóttir (1950-), Birgir Þór Guðmundsson (1949-), Lovísa Jónsdóttir (1949-), Atli Freyr Guðmundsson (1948-2019), Anna Mýrdal Helgadóttir Ibsen (1950-), Guðlaugur Þór Þórðarson (1948-2005), Margrét Arnbjörg Guðmundsdóttir ) 1949-), Smári Hannesson (1948-), Guðný Ársælsdóttir (1949-), Árni Ibsen Þorgeirsson (1948-2007), Óþekkt, Björgvin Trausti Guðmundsson (1948-2013), Petrea Ingibjörg Jónsdóttir (1949-) og Engilbert Guðmundsson (1948-). Þessa mynd tók Magnús Ólafsson af vinnustað sínum Thomsensverslun árið 1895. Húsið er á miðri mynd með tveimur reykháfum og flaggstöng, byggt 1873. Þarna var fyrst verslunar- og íbúðarhús Þorsteins Guðmundssonar, fyrsta kaupmanns á Akranesi. Verslunin var 10 árum síðar, árið 1883, yfirtekin af Thomsensverslun. Verslun var rekin í húsinu til 1907, en þá var húsið leigt til ábúðar til 1910, að það var selt til niðurrifs og timbrið notað í byggingu fyrsta íshúss á Akranesi. Verslun var því rekin í húsinu í 34 ár og Magnús Ólafsson starfaði þar um helming tímans. Þar hefur oft verið margt um manninn, og mikið brallað; oft voru síðustu forvöð fyrir viðskiptamenn að komast fjörurnar í sveitina, en Forvaðasteinn var í Krókalóni; kom sér vel og leiðbeindi hestamönnum um flóð og fjöru. Ekki er ólíklegt að þarna í búðinni hafi Magnús fyrst kynnst alvöru ljós- myndavélum, þegar þeir félagarnir Sigfús Eymundsson og Pike Ward heimsóttu hann í búðina vegna væntanlegra fiskkaupa árið 1893. Þessa mynd tók sonur Magnúsar, Ólafur Magnússon (f. á Akranesi 1889). Þetta er gamli bærinn í Höfn í Melasveit með Hafnarfjall í baksýn. Torfi Pjetursson Sívert- sen var bóndi í Höfn frá 1899 til dd. 1908. Kona hans var Þórunn Richardsdóttir Sívertsen. Eftir lát Torfa bjó Þórunn í Höfn til 1932, var síðan bústýra þar hjá syni sínum Pétri Torfasyni. Pétur byggði þá nýtt íbúðarhús og öll útihús jarðarinnar; einnig lét hann reisa rafstöð í Hafnará sem framleiddi rafmagn til heimilisnota. Höfn var landnámsjörð (Hafnar-Ormur 9. og 10. Öld). Þessa mynd tók Sæmundur Guðmundsson um 1910 af fjölskyldunni á Geitabergi. Aftari röð frá vinstri: Steinunn Bjarnadóttir (1895-1972), Sigríður Bjarnadóttir (1905-2002), Bjarni Bjarnason (1901-1975) og Jórunn Bjarnadóttir (1900-1990). Fremri röð frá v.: Sigríður Einarsdóttir (1867-1955) húsfreyja á Geitabergi, Björg Bjarnadóttir (1909-1999) og Bjarni Bjarnason (1866-1928) bóndi oddviti og hreppstjóri Geitabergi. Bjarni var bóndi í Katanesi 1894-1899 og Geitabergi 1899-1928. Hann gerði stórfelldar bætur á jörðum og húsum og efnaðist vel, en þó mjög gestrisinn. Verðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns níunda 1922. Bjarni var sýslunefndarmaður í fjölda ára. Formaður pöntunarfélags og svo Kaupfélags Hvalfjarðar á Hrafneyri, framkvæmdastjóri þess um mörg ár. Hann var orgel- leikari í Saurbæjarkirkju fleiri áratugi og kennari nokkur ár. Hjúkrunarkonur frá Norðurlöndum heimsækja Akranes árið 1939. Lovísa Lúðvíksdóttir (1904-1970) heldur ræðu. Elín Ragnarsdóttir (1931-2014), dóttir hennar heldur á blómum. Meðlimir úr karlakórnum Svönum standa hjá. Ofan við bryggjuna sést Síldar-og fiskimjölsverksmiðja Akraness, reist tveimur árum áður; almenningshlutafélag með nær 200 hluthafa. Lovísa var húsmóðir á Akranesi 1932-1946, lengst á Mánabraut 20, síðan í Rvík. Lærði hjúkrun í Bergen í Noregi, lauk námi 1928. Var bæjarhjúkrunarkona á Akranesi 1933-46. Einn af stofnendum Kvennadeildar slysavarnafélags Íslands á Akranesi og fyrsti formaður hennar. Einn af stofnendum og í stjórn rauðakrossdeildar á Akranesi. Maður hennar var Ragnar Kristjánsson, matsveinn og verslunarmaður. Börn þeirra voru Kristján síðar verkstjóri á Höfn í Hornafirði, Karl matsveinn á Akranesi og Elín, sem er á myndinni, síðar húsmóðir í Keflavík og síðar Rvk. Myndhöfundur: Árni Böðvarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.