Skessuhorn


Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 14
mIðVIkudAguR 11. ÁgúST 202114 Það var óneitanlega skemmti- leg stemning í gömlu sveitabúð- inni í Brautarholti í dölum, en hún var opin fyrir gesti um verslunar- mannahelgina. Það var ekki laust við að tilhlökkunar gætti hjá dala- mönnum og talsvert rætt um við- burðinn á samfélagsmiðlum. Atli Ingólfsson tók á móti fólki og bauð brenndan brjóstsykur úr krús og baka til var einnig í boði smá glaðningur. Verslunin er al- gerlega upprunaleg frá fyrstu árum 20. aldar og mátti ef vel var að gáð greina merkingar á skúffum, sem voru fyrir þurrvöru, auk þess sem innrétting verslunarinnar skart- ar fallegum handgerðum höldum úr postulíni með gyllingu. glæsi- leiki fyrri tíma máist ekki svo glatt af postulíni. Fréttaritari saknaði þó verslunarilmsins, sem var einkenn- andi í smáverslunum fortíðarinn- ar, þar sem hægt var að kaupa allt frá rúsínum til saumnála. Hver veit nema hann komi aftur. Verslunin er merkileg í menn- ingarsögunni, en Brautarholt er staðsett rétt við þjóðveg 60, Vest- fjarðaveginn. Hún var hluti af ör- yggiskeðju sveitaverslana, sem gott var að vita af á vetrarferðalögum vestur á firði, líkt og Skriðuland og króksfjarðarnes á sínum tíma. Ekki síður þjónaði hún Suðurdalamönn- um með nauðsynjar, eldsneyti og félagsskap. bj Síðdegis á miðvikudaginn í liðinni viku lauk þriggja móta púttkeppni FEBAN og FEBBN. Sem fyrr var mótið haldið á þremur stöðum; í Borgarnesi, Nesi í Reykholtsdal og endað á garðavelli á Akranesi. Fyrirkomulag mótsins er þannig að árangur sjö bestu kylfinga hvors félags gildir til úrslita. Það voru Borgfirðingarnir í FEBBN sem báru sigur út býtum á mótinu, en þó með litlum mun. Þeir spiluðu á 1.437 höggum en Skagamenn á 1.458. Svo jöfn var baráttan síðasta keppnisdaginn að einungis eitt stig skildi liðin að; 497:496, Borgfirð- ingum í vil. Skagamenn sigruðu á öðru mótinu en Borgfirðingar í því fyrsta. Bestum árangri kylfinga á öllum mótunum náði Skagamaður- inn Ásgeir Samúelsson. Íþróttastjórar félaganna og þjálf- arar eru þeir Þorvaldur Valgarðs- son á Akranesi og Ingimundur Ingimundarson í Borgarnesi. Þeir stýrðu mótunum af röggsemi og hvöttu sitt fólk til dáða. Þótt keppn- isandi væri til staðar var góða skap- ið allsráðandi og fólk einhuga um að þessi samskipti félaganna efla tengsl og vinskap íþróttafólksins. mm Brenndur brjóstsykur vekur minningar í sveitaversluninni í Brautarholti Gestir voru margir þessa daga og stoppuðu til að rifja upp gamla tíma. Atli Ingólfsson býður gestum brjóstsykur. Gamlar ljósmyndir og tæki draga fram minningar. Luku púttmótaröð sumarsins Eftir að úrslit höfðu verið kunngerð og kaffinu gerð góð skil var skellt í myndatöku. Aldursforseti mótsins; Þórhallur Björnsson, fagnaði níræðisafmælinu í vor. Hér slær hann inn á 12. braut. Þorvaldur Valgarðsson formaður íþróttaklúbbs FEBAN afhenti Borgfirðingum bikarinn. Við honum tóku þau Guðrún Helga Andrésdóttir og Sigurður Þórarinsson sem náðu bestum samanlögðum árangri Borgfirðinga síðasta keppnisdaginn.Ingimundur Ingimundarson ber sig fagmannlega að á 13. brautinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.