Skessuhorn


Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 16
mIðVIkudAguR 11. ÁgúST 202116 Skagamaðurinn Sturlaugur Har- aldsson starfar í dag hjá einu stærsta sjávarútvegsfyrirtæki heims, rúss- neska fyrirtækinu Norebo. Hann er framkvæmdastjóri Norebo Europe, sem er söluarmur Norebo sam- stæðunnar í Evrópu og Bandaríkj- unum. Starfsstöð Sturlaugs er í út- hverfi London en hann var í stuttu fríi á Akranesi þegar tíðindamaður Skessuhorns sótti hann heim á dög- unum og ræddi við hann um fyrir- tækið og aðkomu hans að sjávarút- vegi. „Það má segja að ég hafi verið alinn upp í kringum sjávarútveginn hjá Haraldi Böðvarssyni & Co hér heima á Akranesi. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég var á bryggjunni að fylgjast með bátunum og fékk að sitja í vörubílunum hjá gulla og Sigga þegar verið var að landa afl- anum.“ Sjávarútvegsfræði numin á Akureyri „Sjávarútvegurinn höfðaði allt- af sterkt til mín,“ segir Sturlaug- ur. „Þegar ég var yngri kom til greina að ég færi til Bandaríkj- anna á skólastyrk og léki knatt- spyrnu með skólaliði, en um það leyti sem ég útskrifaðist sem stúd- ent frá Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi bauð Háskólinn á Akureyri upp á nám í sjávarút- vegsfræði. Áhugi var mikill fyr- ir þessari nýju grein í skólanum á þessum tíma og mikið að gerast. Ég sótti um og komst inn. Þetta var skemmtilegur tími þarna fyrir norðan og þarna voru með mér í náminu margir sem síðar áttu eftir að láta að sér kveða í sjávarútvegi,“ segir Sturlaugur. Að námi loknu og útskrifaður sem sjávarútvegsfræðingur árið 1998 hóf Sturlaugur störf hjá Har- aldi Böðvarssyni sem sölustjóri fyrir flakafrystitogarana. má segja að þarna hafi byrjað fyrstu afskipti hans af sölu á sjófrystum afurðum sem hann hefur sérhæft sig í á sín- um starfsferli. En framundan voru breytingar. Árið 2001 sameinað- ist Haraldur Böðvarsson sjávarút- vegsarmi Eimskipafélagsins, sem þá hét Brim. Burðarás fjárfestinga- félag Eimskips hafði þá yfirtek- ið útgerðarfélag Akureyringa og Skagstrending. Þessi félög mynd- uðu sjávarútvegsfyrirtækið Brim. Framkvæmdastjóri hjá Boyd Line Síðan gerist það að Brim keypti út- gerðarfélagið Boyd Line sem stað- sett var í Hull á Bretlandi. úr varð að Sturlaugur var ráðinn sem fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins í lok árs 2002. „Þetta fyrirtæki, Boyd Line, átti sér langa sögu í breskri út- gerð,“ segir Sturlaugur. „Þetta var risastórt fjölskyldufyrirtæki á sínum tíma með um 25 togara sem veiddu við Íslandsstrendur og við Nor- eg. En fyrirtækið varð fyrir miklu höggi við útfærslu íslensku lögsög- unnar í 200 mílur á sínum tíma og fór þá að halla undan fæti hjá því. Þegar ég kom út þurfti að gera ýmsar ráðstafanir. Að mörgu leyti litu þeir enn á sig sem stórt útgerð- arfyrirtæki þó að aðeins tveir tog- arar væru eftir í þeirra eigu. með því fyrsta sem þurfti að gera var að selja annan togarann því kvót- inn hjá fyrirtækinu var aðeins 5.000 tonn sem var of lítið fyrir tvö skip. Ég var ungur maður þegar ég kom þarna inn og samstarfsmenn mín- ir í eldri kantinum sem höfðu ver- ið lengi í bransanum. Það tók þá ef- laust smá tíma að átta sig á þessum krakka sem var að koma frá Íslandi til þess að ráðskast með þá, en þetta var gott fólk sem tók mér vel. Þetta var ólíkt umhverfi og önnur menn- ing en ég hafði þekkt en þetta var allt mjög skemmtilegt og lærdóms- ríkt.“ Sturlaugur var hjá Boyd Line í um tvö ár en þá urðu enn breyt- ingar í íslenskum sjávarútvegi, þeg- ar nýir eigendur eignuðust Eim- skipafélagið og í kjölfarið voru sjáv- arútvegsfyrirtækin boðin til sölu og samþjöppun jókst í útgerðinni. Þá keypti grandi HB og Samherji keypti Boyd Line. guðmundur kristjánsson keypti úA og FISk á Sauðárkróki keypti Skagstrending. Fór í fjármálageirann Sturlaugur hætti hjá Boyd Line og réðist sem sölustjóri hjá HB granda. Hann bjó áfram í Bret- landi og var þar af leiðandi nær markaðinum sem var HB granda afar mikilvægur. Hann nýtti einnig tímann til að auka við menntun sína og fór í mBA nám við Háskólann í manchester. Eftir fjögur ár hjá HB granda ákvað Sturlaugur að stefna í allt aðra átt. „mér bauðst starf hjá kaupþingi. mig langaði að kynn- ast fjármálageiranum og fannst þetta gott tækifæri til þess. Ég réði mig þarna í gjaldeyris- og afleiðu- miðlun þegar allt var í uppsveiflu skömmu fyrir bankahrunið og fór í gegnum þau ósköp. Þetta var erf- iður tími og ekki alltaf skemmti- legt en maður lærði mikið af þessu, þetta var svakalegur skóli.“ Símtal frá Ocean Trawlers Í byrjun árs 2009 hafði Svíinn magnus Roth samband við Stur- laug, en hann var annar eiganda rússneska útgerðafélagsins Ocean Trawlers, sem síðar varð Norebo eftir að hinn eigandi fyrirtækisins, Rússinn Vitaly Orlov, keypti Sví- ann út úr fyrirtækinu. „Þeir hjá Ocean Trawlers fóru frekar illa út úr fjármálakreppunni og voru í hálfgerðum rekstrarvanda á þessum tíma. Þeir höfðu aðallega verið í heilfrystingu á þorski. Þeir voru á þessum tíma mest í þorski og ýsu og voru ekki mikið í áfram- vinnslu á aflanum. Eftir fjármála- hrunið reyndist fiskkaupendum erfitt að fjármagna sig og því voru þeir að kaupa mjög lítið í einu. Þar af leiðandi fór pressan meira yfir á seljendur að koma vörunni út. Á nokkrum mánuðum hrundi verð- ið á þessum heilfrysta fiski. Þeir ákveða því að venda kvæði sínu í kross, taka algjöra stefnubreytingu og fara af fullum krafti að framleiða sjófryst flök. Þeir ákváðu strax að leita til Íslands eftir þekkingu. Þeir kynntu markmiðin vel fyrir mér og mér leist strax vel á verkefnið og var alveg tilbúinn að fara að starfa erlendis á ný. Þetta var risavaxið verkefni þar sem fyrirtækið var og er stærsti framleiðandi á sjófryst- um afurðum í heiminum og lang- stærsta útgerðin í þorski. Áform eigendanna voru djörf og metnað- arfull. Þetta var bæði spennandi og ógnvekjandi í senn að taka að sér að koma í sölu þessu gríðarlega magni af flökum sem fyrirtækið ætlaði sér að framleiða og það á tíma þeg- ar allt virtist í skrúfunni. En það var spennandi að fá nokkurn veg- inn frítt spil til þess að móta þetta stóra verkefni. Á svipuðum tíma og ég kom til starfa bættust einn- ig í hópinn magnús gústafsson og kristján Hjaltason sem eru mikl- ir reynsluboltar í bransanum. Þeir hafa reynst mjög öflugir banda- menn í þessari baráttu. Fyrstu árin voru mjög krefjandi en með tíð og tíma fór þetta að ganga mjög vel. Á sjö árum höfðum við náð að tí- falda sölu fyrirtækisins á sjófrystum þorskflökum.“ Ákváðum barnanna vegna að halda tvö heimili Sturlaugur hófst strax handa í byrj- un 2009 og fluttist til London þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins í Evrópu eru staðsettar. „Ég var fyrst einn úti í um hálft ár áður en fjöl- skyldan flutti út til mín. Eftir nokk- ur ár úti ákváðum við að reka tvö heimili bæði hér á Akranesi og í maidenhead sem er staðsett rétt fyrir utan London. Þar sem börn- in vildu frekar vera á Akranesi varð það úr að við tókum þessa ákvörð- un og eiginkonan flutti með börnin aftur á Akranes. Það eru mikil lífs- gæði að geta alið börn upp í frels- inu á Íslandi og ég tala nú ekki um á Akranesi sem er besti bær í heimi!“ Eiginkona Sturlaugs er Þórunn Anna Baldursdóttir skurðhjúkr- unarfræðingur á sjúkrahúsinu á Akranesi og eiga þau fimm börn. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel en auðvitað mæðir mikið á eigin- konunni hérna heima og hún hefur staðið sig frábærlega vel í að halda utan um hlutina. Það fylgir þessu að ég missi af mörgu sem mað- ur hefði viljað vera þátttakandi í hérna heima með fjölskyldunni. Starfar hjá einu stærsta sjávarútvegsfyrirtæki heims Rætt við Sturlaug Haraldsson framkvæmdastjóra hjá rússneska fyrirtækinu Norebo Sturlaugur Haraldsson á Langasandi í heimabæ sínum Akranesi. Ljósm. mm. Sturlaugur ásamt eiginkonunni Þórunni Önnu Baldursdóttur. Eitt af skipum Norebo, Kapitan Sokolov, í smíðum í Rússlandi. „Nú er verið að smíða tíu svona flakafrystitogara fyrir fyrirtækið. Til viðbótar verða smíðuð fjögur stór línuveiðiskip.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.