Skessuhorn


Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 10
mIðVIkudAguR 11. ÁgúST 202110 útilokað er nú að sátt náist í deilu um Legsteinahús á Húsafelli og hefur nú verið ákveðið að rífa bygginguna og að því verki verði lokið fyrir mánaðamót. Þrátt fyrir samningaumleitanir undanfarið ár, meðal annars með atbeina Borgar- byggðar, milli Sæmundar Ásgeirs- sonar eiganda gamla bæjar og Páls guðmundssonar listamanns, hefur hvorki gengið né rekið. mál þetta á sér langan aðdrag- anda sem ítarlega hefur verið fjallað um á síðum Skessuhorns undan- farin ár. Langt mál væri að gera því ítarleg skil. Í stuttu máli snýst það um að deiliskipulag sem fram- kvæmdin byggði tilurð sína á hafði aldrei öðlast gildi þar sem sveitarfé- laginu Borgarbyggð láðist að aug- lýsa það í B deild Stjórnartíðinda. Byggingarleyfið var af þeim sökum dæmt marklaust. Eigandi gamla bæjar, á næstliggjandi lóð, höfðaði mál vegna byggingarinnar og Hér- aðsdómur Vesturlands kvað í fyrra- sumar upp þann dóm að byggingar- leyfið væri ógilt. Var Páli gefinn 30 daga frestur til að rífa bygginguna en ella að greiða Sæmundi í gamla bæ 40 þúsund krónur í dagsektir umfram það sem niðurrifið drægist á langinn. Samkomulag náðist milli málsaðilanna 31. ágúst í fyrra að fresta áhrifum dagsektanna til 15. október 2020 en sú sátt var fram- lengd í þrígang með viðaukum og sá síðasti gilti til 15. desember sama ár. Þá var einnig rammað í samning að málsaðilar slíðruðu sverðin með- an vinna við breytingu á aðalskipu- lagi færi fram sem og undirbúning- ur að deiliskipulagi fyrir Húsafells- svæðið þar sem m.a. yrði skilgreind landnotkun landeigenda, en svæð- ið í heild er skilgreint sem land- búnaðarland þrátt fyrir að enginn landbúnaður hafi verið stundaður þar í meira en hálfa öld. Vinna við gerð skipulags fór í gang en máls- aðilar hafa hins vegar ekki náð sam- an í einstökum efnisatriðum. Hafa meðal annars deilt um atriði eins og aðgengi að bílastæði, kostnaðar- skiptingu við vegagerð og fleira. Valdheimildir þrotnar „Sú niðurstaða að hafið sé niðurrif á legsteinaskálanum, er vegna þess að ekki náðist sátt á milli aðila, en Borgarbyggð hefur ekki valdheim- ildir til þess að beita sér frekar í málinu en gert hefur verið. Sveit- arfélagið hefur gert allt sem því er mögulegt til að leysa málið í sam- ráði við aðila þess,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri Borgar- byggðar í yfirlýsingu sem hún birti á heimasíðu sveitarfélagsins síðast- liðinn mánudag. Yfirlýsing Páls Páll guðmundsson á Húsafelli gaf á sunnudaginn út yfirlýsingu vegna væntanlegs niðurrifs Legsteina- hússins sem byggt var í nágrenni listasafns hans fyrir nokkrum árum. Yfirlýsinguna nefnir hann „Leiðar- lok“: „Líf mitt og starf er að skapa list í sátt við náttúruna á Húsafelli. Það er skylda mín og okkar Húsfell- inga að varðveita náttúru, menn- ingu og sögu forfeðra okkar og skila til komandi kynslóða. Þetta vissi langafi minn kristleifur Þor- steinsson á Stóra- kroppi, en hann ásamt Jakobi vinnumanni á Húsa- felli sóttu um styrk til Alþingis árið 1929 til að varðveita legsteinana sem unnir voru úr námu í Bæjar- gilinu sem forfeður mínir unnu af miklu listfengi. Ég tók á sínum tíma fagnandi þeirri hugmynd að byggt yrði safn til varðveislu þeirrar þjóðarger- semar sem legsteinarnir eru. Í sam- vinnu við Biskupsstofu voru feng- ir einir færustu arkitektar þjóðar- innar til hönnunar safnsins, þeir Stefán Örn Stefánsson og grétar markússon. Húsið fellur afar vel í landinu og er að mínu mati lista- verk í sjálfu sér. Því miður er húsið mikill þyrnir í augum nágranna míns, Sæmund- ar Ásgeirssonar, en hann höfðaði einkamál gegn mér og krafðist nið- urrifs hússins og reyndar líka stein- hörpuskálans, þar sem ég geymi mörg af mínum dýrmætustu lista- verkum. dómur féll Sæmundi í vil og mér var gert að fjarlægja húsið nánast fullbyggt. Ég ætla ekki að tíunda niðurstöðu dómarans en ef menn vilja þá er hægt að fletta upp dómnum, mál nr. E-6/2019. Í öllu skipulags- og byggingar- ferlinu var ég í góðri trú og treysti að þau leyfi sem Borgarbyggð veitti mér fyrir byggingunni væru í fullu gildi. Því olli þessi niður- staða, sem ég vil kalla refsidóm, mér mikilli sorg og vanlíðan. Frá uppkvaðningu dómsins voru mér gefnir 30 dagar til að rífa og fjar- lægja öll ummerki um legsteina- húsið, sem í mínum huga er ekki einungis hús heldur stórkostlegt listaverk sem sómi er að og mikil staðarprýði. Sæmundur gaf mér þá von um að hægt væri að leysa mál- ið með samkomulagi. Því miður er nú ljóst að kröfur Sæmundar, til að felldar verði niður dagsektir að upphæð kr. 40.000 á dag, eru með öllu óaðgengilegar fyrir mig og er mér því nauðugur einn kostur að rífa húsið. Niðurrif hófst þann 6. ágúst og verður að fullu lokið 31. ágúst 2021. Ég vil þakka öllum vinum mín- um sem hafa dyggilega stutt mig í þeirri trú um að legsteinunum verði bjargað undan veðrum og náttúru- legri eyðingu. Páll á Húsafelli.“ Málinu ekki lokið Í framhaldi þessa máls verður væntanlega látið reyna á greiðslu- skyldu Páls á Húsafelli á dagsekt- um til Sæmundar, eins og Hér- aðsdómur Vesturlands kvað upp um síðasta sumar. uppsafnaðar eru þessar sektir yfir tíu milljónir króna frá 15. desember að telja og þar til niðurrifi verður lokið síðar í þessum mánuði. Óljóst er hverj- ir eftirmálar þessa áralanga deilu- máls verða. meðal annars hefur verið rætt um hvort Borgarbyggð gæti reynst skaðabótaskyld vegna þess að formgalli var við auglýs- ingu deiliskipulags og byggingar- leyfi sem gefið var út því marklaust af þeim sökum. Loks er skipulags- vinnu á svæðinu ekki lokið og lík- legt verður að teljast að sátt um þau sé ekki í sjónmáli. málinu er því hvergi lokið þótt legsteinahús- ið hverfi af yfirborði jarðar. mm Á opnum aukafundi hjá bæjar- ráði Akraneskaupstaðar á fimmtu- dag í síðustu viku var mikil spenna í loftinu því þar fór fram útdrátt- ur varðandi umsóknir ellefu ein- býlishúsalóða og sex raðhúsalóða í Skógarhverfi. Hægt var að fylgj- ast með fundinum í beinni á vef- streymi. Formaður bæjarráðs, Elsa Lára Arnardóttir, áréttaði á fund- inum að sá aðili sem fengi lóð út- hlutað, hefði í samræmi við reglur Akraneskaupstaðar, átta mánuði til að hefja uppbyggingu en að þeim tíma liðnum færi viðkomandi lóð á lista yfir lausar lóðir hjá Akranes- kaupstað. mikil eftirspurn var eftir nokkr- um lóðum, en heildarfjöldi gildra umsókna var 262. Til að mynda bárust alls 20 umsóknir um ein- býlishúsalóðina Skógarlund nr. 6, alls 40 umsóknir um Skógarlund nr. 8 og alls 50 umsóknir um Skóg- arlund nr. 10. Það vekur einnig at- hygli að það barst aðeins ein um- sókn um Skógarlund nr. 1 og 4, engar um Skógarlund nr. 2 og 3 og tvær um Skógarlund nr. 5 og 7. Þá barst alls 21 umsókn um raðhúsa- lóðirnar Akralund nr. 33-41, alls 45 umsóknir um Álfalund nr. 28-32 og alls 38 umsóknir um Álfalund nr. 34-42. Fulltrúi sýslumanns á Vest- urlandi, Ásta Valdimarsdóttir, var viðstödd dráttinn. vaks Mikil eftirspurn eftir lóðum á Akranesi Loftmynd af Skógarhverfi. Ljósm. af vef Akraneskaupstaðar. Komið var með stórvirkar vinnuvélar á svæðið í síðustu viku. Ljósm. ge. Kaflaskil í málaferlum þegar Legsteinahús verður rifið Legsteinahúsið verður nú rifið. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.