Skessuhorn


Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 7
mIðVIkudAguR 11. ÁgúST 2021 7 S K E S S U H O R N 2 02 1 Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranessofn.is ÚTBOÐ LEIKSKÓLI ASPARSKÓGUM 25 Innanhúsfrágangur Batteríið arkitektar ehf., fyrir hönd Fasteignafélags Akraness, óska eftir tilboðum í framkvæmdir við innanhússfrágang í nýjum leikskóla við Asparskóga 25, Akranesi. Verkið nær til innanhússfrágangs, smíði og uppsetningar innrétt- inga, ásamt lögnum og raflögnum sem tengjast innanhússfrágangi. Verktaki skal setja upp innveggi, smíða og koma fyrir innihurðum og innigluggum, sjá um frágang gólfa, lofta, handriða, lyftu og málningarvinnu. Hann skal annast smíði og uppsetningu fastra innréttinga og búnaðar. Ennfremur skal verktaki leggja hita- og fráveitu- og neysluvatnslagnir í bygginguna, annast uppsetningu og frágang rafkerfa og lýsingar. Helstu stærðir: 1. hæð 966,6 m2 – 2. hæð 552,4 m2 – 3. hæð 46,3 m2 Heildarstærð byggingar 1565,3 m2 og 5607 m3 Verktaki tekur við byggingarsvæði frá verktaka sem annast upp- steypu og utanhússfrágang. Byggingarsvæðið er afgirt og með hliði inn á vinnusvæðið. Verklok á útboðsáfanga er 31. júlí 2022. Útboðsgögn verða afhent á stafrænu formi frá og með 16. ágúst 2021 með því að senda tölvupóst á netfangið batteriid@arkitekt.is þar sem fram kemur heiti verks, nafn bjóðanda, netfang og símanúmer tengiliðs bjóðanda. Tilboðum skal skila á skrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 Akranesi í síðasta lagi 20. september 2021 kl. 14:00 Á þriðja tímanum síðastliðinn fimmtudag kom upp eldur í fólks- bíl skammt frá norðurenda Hval- fjarðarganganna og varð hann fljótt alelda. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar mætti á svæðið og tók slökkvistarf skamman tíma. umferð suður í gegnum göngin var stöðvuð og mynduðust talsverðir raðir bíla langleiðina á Akranes, en einmitt þennan sama dag hafði um- ferð suður verið beint norður fyr- ir Akrafjall vegna malbikunarfram- kvæmda austan við fjallið. Lán í óláni var að eldsins í bíln- um varð vart skömmu áður en hon- um var ekið í göngin. Engan sak- aði. mm Það var létt yfir þeim félögum Bjarna má Stefánssyni og Ár- manni Smára Björnssyni frá Tré- smiðjunni Akri á níunda tím- anum í gærmorgun. Þeir vinna við að lagfæra klæðningu á gulu blokkinni við Jaðarsbraut 25 á Akranesi. Voru þá staddir utan við fjórðu hæð, berir að ofan og vannst verkið hratt og örugg- lega. Þeir kváðust vera að skipta út skrúfum í klæðningu blokkar- innar, en skrúfurnar eru nokk- uð margar. Því er nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri sem þeir vissulega gerðu enda einmuna blíða á Akranesi í gærmorgun. mm Hér er slökkvistarfi að ljúka og einungis eftir að fjarlægja bílhræið til að hægt væri að hleypa umferð í gegn. Ljósm. mm. Brann við enda Hvalfjarðarganga Eldurinn var fljótur að breiðast út. Ljósm. Þorleifur Geirsson. Á bumbunni í morgunsárið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.