Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 6
mIðVIkudAguR 11. ÁgúST 20216
Fasteignamat
lækkað
BORGARNES: Yfirfast-
eignamatsnefnd hefur úr-
skurðað í kæru sem fyrir-
tækið BS eignir ehf., eigend-
ur hótels B-59 í Borgarnesi,
lagði fram vegna fasteigna-
mats á hótelbyggingunni og
samliggjandi skrifstofurými.
Töldu þeir fasteignamat-
ið óeðlilega hátt miðað við
sambærilegar eignir á svæð-
inu og á Suðurlandi. Þjóðskrá
hafði áður hafnað beiðni um
leiðréttingu fasteignamats-
ins og því var málinu skot-
ið til æðra stjórnsýslustigs.
Það er morgunblaðið sem
greindi frá málinu sl. föstu-
dag. úrskurður Yfirfast-
eignamatsnefndar leiðir til
þess að Borgarbyggð þarf að
endurgreiða milljónir króna
vegna ofgreiddra fasteigna-
gjalda í ljósi þess að matið á
hótelinu lækkar úr 776 millj-
ónum í 513 milljónir, eða um
263 milljónir. -mm
Unnu í
EuroJackpot
VESTURLAND: „Þau voru
glöð og ánægð hjónin nýgiftu
sem komu við hjá Íslenskri
getspá til að sækja rúmlega
80 milljóna króna vinning í
EuroJackpot. Hjónin voru
ein fjögurra sem hlutu 2.
vinning í EuroJacpot í síð-
ustu viku,“ sagði í tilkynn-
ingu frá Íslenskri getspá í
lok júlí. „Ég kaupi stundum
lottómiða í vinnunni í gegn-
um símann,“ sagði eiginkon-
an; „en gleymdi því í þetta
sinn. mundi svo allt í einu
eftir því að kaupa miða þeg-
ar ég var að koma heim og
ákvað að kaupa miðann þar
sem ég stóð fyrir framan úti-
dyrnar, áður en ég færi inn
til mín svo ég myndi örugg-
lega ekki gleyma því að vera
með.“ Fyrrnefnd hjón búa
á Vesturlandi og eiga tvö
börn. „Við erum ekki búin
að ákveða hvað við ger-
um við vinninginn, við ætl-
um að þiggja fjármálaráð-
gjöf sem Íslensk getspá býð-
ur upp á og hlusta á ráðlegg-
ingar,“ sögðu hjónin að lok-
um. -mm
Átján útaf
SNÆFELLSNES: Sunnu-
daginn 1. ágúst var rútu
ekið út af Snæfellsnesvegi
með 17 farþega innanborðs.
Ökumaðurinn hélt rútunni
á hjólunum og ekkert tjón
varð af þessu óhappi. Fékk
fólkið aðstoð við að koma
rútunni aftur upp á veg og
svo hélt það för sinni áfram.
-arg
Berglind ráðin
aðstoðarþjálfari
Vals
STYKKISH: körfuknattleiks-
konan Berglind Lára gunnars-
dóttir úr Stykkishólmi, sem lék
með Snæfelli og íslenska lands-
liðinu í körfubolta til margra
ára, hefur verið ráðin aðstoð-
arþjálfari deildar- og Íslands-
meistara Vals í körfuknattleik
kvenna. Berglind, sem er 26 ára,
varð að leggja skóna á hilluna
eftir að hafa lent í alvarlegu bíl-
slysi í byrjun árs 2020 en þegar
hún slasaðist var hún einn besti
íslenski leikmaður deildarinnar
og fastamaður í íslenska lands-
liðinu. Berglind sló í gegn sem
sérfræðingur í körfuboltakvöldi
á Stöð 2 Sport síðasta vetur en
stígur nú sín fyrstu skref sem
þjálfari meistaraflokks. Ólafur
Jónas Sigurðsson, verður áfram
aðalþjálfari Valsliðsins en hann
náði frábærum árangri með lið-
ið á sínu fyrsta tímabili og var
valinn þjálfari ársins á lokahófi
kkÍ í ár. Á myndinni eru Ólafur
Jónas og Berglind Lára, þjálfar-
ar Vals í körfuknattleik. Ljósm.
af fésbókarsíðu Vals. -vaks
Dýr símtöl
LANdIð: Lögreglan á Vestur-
landi tekur á móti öllum mynd-
um sem teknar eru af hraða-
myndavélum um land allt. Í lið-
inni viku voru alls sjö á landinu
sem „duttu í lukkupottinn“ og
fengu auk hraðasektar 40 þús-
und króna sekt fyrir að vera í
símanum við akstur. -arg
Opnað hefur verið fyrir rafræna
söfnun meðmæla með framboðs-
listum og umsóknum um listabók-
stafi stjórnmálasamtaka á Ísland.
is. Rafræn söfnun meðmæla er nýr
valkostur fyrir stjórnmálasamtök
en jafnframt verður áfram unnt að
safna meðmælum á pappír eins og
venjan hefur verið hingað til. með
rafrænni söfnun meðmæla er að-
gangur að meðmælasöfnun einfald-
aður og söfnunin gerð aðgengilegri
bæði fyrir meðmælendur og stjórn-
málasamtök.
Þau sem vilja mæla með fram-
boðslista fyrir komandi alþingis-
kosningar eða umsókn um listabók-
staf stjórnmálasamtaka fara inn á
hlekkinn „mæla með framboðslista“
á forsíðu vefsins island.is, fylgja þar
leiðbeiningum og auðkenna sig raf-
rænt inn á mínum síðum á Ísland.is
með rafrænum skilríkjum. Rafræn
söfnun meðmæla byggir á sérstakri
heimild í lögum um kosninga til Al-
þingis samkvæmt frumvarpi dóms-
málaráðherra sem samþykkt var á
Alþingi í vor. mm
Nú eru skemmtiferðaskip sem
koma til grundarfjarðar farin að
nýta sér nýja viðlegukantinn á höfn-
inni í auknum mæli. Sunnudag-
inn 1. ágúst lagðist skemmtiferða-
skipið Silver Shadow að bryggju og
gátu farþegar gengið frá borði og
upp í hópferðabíla sem biðu eft-
ir þeim á bryggjunni. Silver Sha-
dow er stærsta skip sem hefur lagst
að bryggju í grundarfirði til þessa.
Fimmtudaginn 5. ágúst komu svo
tvö skemmtiferðaskip til grundar-
fjarðar og gátu þau bæði lagst að
bryggju en það voru skipin Na-
tional geographic Explorer og Le
dumont d‘urville sem lágu við
bryggju þann dag. Það er fáheyrt
að tvö skemmtiferðaskip liggi við
festar í einu. tfk
Meðmælendum framboða nú
safnað rafrænt
Le Dumont
D‘Urville
og National
Geographic
Explorer við
landfestar
fimmtudag-
inn 5. ágúst.
Umferð um nýja
hafnarkantinn í Grundarfirði
Silver Shadow við festar í Grundarfirði þann 1. ágúst.