Skessuhorn


Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 17
mIðVIkudAguR 11. ÁgúST 2021 17 Ég er oftast 2-3 vikur erlendis og kem svo í tíu daga heim inn á milli og sinni þá starfinu frá Íslandi. Co- vid faraldurinn hefur þó gert okk- ur erfitt fyrir. Oft og tíðum hefur verið erfitt að ferðast á milli landa vegna takmarkana og því hafa ferð- irnar ekki verið jafn tíðar. Allt hef- ur þetta þó á endanum tekist nokk- uð vel og reksturinn er í góðum gír þrátt fyrir allt saman. Þær eru ófáar nefstungurnar sem ég hef farið í við sýnatöku fyrir brottfarir til og frá landinu og ég er öllu vanur í því,” segir Sturlaugur og hlær. Gerir út 45 skip Eins og áður sagði er Norebo risa sjávarútvegsfyrirtæki sem gerir út 45 skip frá Rússlandi. Heildarafli á síðasta ári var um 715 þúsund tonn og veltan rúmlega milljarð- ur bandaríkjadala sem samsvarar um 130 milljörðum króna. Starfs- menn fyrirtækisins eru á fjórða þús- und talsins. Flotinn samanstend- ur af átta línuveiðiskipum, þrem- ur ísfisktogurum og 34 frystitog- urum. Skipin landa ýmist í murm- ansk í norður Rússlandi eða Petro- pavlovsk á austurströnd Rússlands. Stundum er landað í flutningaskip úti á rúmsjó og sigla þá skipin með aflann beint til Hollands þar sem vörunni er síðan dreift áfram. „Á söluskrifstofunni okkar í London starfa um 20 manns, en vegna Covid starfa flestir heim- an að frá sér sem stendur. meðal starfsmanna fyrirtækisins í Lond- on eru tveir aðrir Skagamenn; þeir Andri geir Alexandersson, sem er sölustjóri í Bretlandi, og magn- ús kristjánsson sem er gæðastjóri staðsettur í Hollandi. með magn- úsi í Hollandi starfar einnig Stein- dór Sverrisson en þeir tveir störf- uðu með mér í gæðamálum frysti- togaranna sem gerðir voru út frá Akranesi í gamla daga og hafa því verið mér samferða lengi og reynst mér frábærir samstarfsmenn.“ Fish & chips í vexti „Okkar stærsti markaður er í Bret- landi og þar fer stærsti hlutinn af þorskinum inn á Fish & chips markaðinn og erum við stærst- ir á þeim markaði. Nærri lætur að fisk frá okkur sé að finna í fimmta hverjum Fish & chips veitingastað í Bretlandi. Stór hluti fer einnig til stærstu verslanakeðjanna í Bretlandi og Evrópu. En við seljum mest til dreifingaraðilanna sem koma síð- an vörunni til verslana og veitinga- húsa. Varðandi Fish & chips mark- aðinn þá hefur því verið spáð í ára- tugi að hinar víðfrægu Fish & chips verslanir væru að líða undir lok, en svo merkilegt sem það er þá hefur sá markaður verið að vaxa ef eitt- hvað er. Það sem hefur gerst nú hin síðari ár er að fiskverð er að hækka vegna aukinnar eftirspurnar. Það hefur gert það að verkum í Bret- landi að það hefur ýtt út þessum litlu Fish & chips sjoppum á horn- inu eins og sagt er. En þess í stað eru komnir fínni staðir þar sem lagt er í útlit og vandað til verka þann- ig að úr verður hágæða réttur og skemmtileg upplifun. Þessir stað- ir eru í vexti. Þessi réttur er sterkur í bresku þjóðarsálinni og sem dæmi eru um 10.500 Fish & chips staðir í Bretlandi á móti um 1.300 mcdo- nalds stöðum og 900 kFC stöðum. Fish & chips er klárlega ekki á út- leið og þykir í raun „trendí“ ef eitt- hvað er.“ Pútín styður við upp- byggingu í sjávarútvegi Sturlaugur segir að í framtíðinni muni verða breyting á fiskvinnsl- unni. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið að láta vinna mikið fyrir sig í kína, en nú stefna t.d. Rússar á það að vinna aflann í auknum mæli heima í Rússlandi. „Eftir að við- skiptabann var sett á Rússland hef- ur Pútín Rússlandsforseti lagt alla áherslu á að að þjóðin sé sjálfri sér næg með alla hluti. Hann hefur hvatt til gríðarlegrar uppbyggingar hjá sjávarútvegsfyrirtækjum í land- inu. Pútín hefur tekið til hliðar allt að 20% af fiskveiðikvótanum sem er nú ætlaður þeim sem eru tilbúnir að fjárfesta í nýjum verksmiðjum og skipum. Þetta þýðir að nú er verið að smíða 105 ný skip og 24 nýjar verksmiðjur í Rússlandi. Norebo er að fjárfesta fyrir um 100 milljarða í þessu verkefni. Það verða byggð- ir tíu nýir togarar, fjögur ný línu- veiðiskip fyrir Norebo og auk þess ný frystihús. Skaginn 3X kom að uppbyggingu á hátæknifrystihúsi okkar í murmansk sem tekið var í notkun árið 2016.“ ÍA og QPR Ekki er hægt að skilja við Sturlaug Haraldsson án þess að minnast á knattspyrnuferil hans með ÍA. Hann var hluti af sigursælu liði Skaga- manna á tíunda áratugnum. Var sex sinnum Íslandsmeistari með liðinu, bikarmeistari í þrígang og lék alls 40 leiki með unglingalandsliðum Ís- lands. „Ég kom fyrst við sögu með meistaraflokki ÍA árið 1991 þegar ég var að koma inn á sem varamaður þá í 1. deildinni,“ sagði Sturlaugur. „Ég ákvað að leika minn síðasta leik með liðinu árið 2001 þegar við tryggð- um okkur Íslandsmeistaratilinn með jafntefli gegn ÍBV úti í Eyjum í eft- irminnilegum leik. mér fannst rétt tímasetning að enda ferilinn á Ís- landsmeistaratitli. Ég var þó dreg inn aðeins inn í liðið árið eftir og lék einhverja 5-6 leiki með liðinu þegar meiðslavandræði herjuðu á. Ég var búinn að vera að glíma við meiðsli um nokkurn tíma þegar ég ákvað að hætta, var í rauninni nokkuð ung- ur eða 28 ára gamall. Ég hefði helst viljað spila lengur en það er ekki á allt kosið í þessu.“ Sturlaugur hefur alltaf verið mik- ill áhugamaður um knattspyrnu og er enska knattspyrnan þar ekki und- anskilin. „Að vera búsettur á Eng- landi þá gefur augaleið fyrir áhuga- mann um boltann að þú hlýtur að laðast að knattspyrnunni þar. Á yngri árum og fram eftir aldri var manchester united mitt lið. Ég er alltaf með veikan blett fyrir manc- hester enda stundaði ég þar nám í nokkur ár. En á árum fjölskyldunnar í London fórum við að fara á leiki með QPR enda frekar stutt að fara frá heimilinu okkar, þetta varð okk- ar lið. Við féllum alveg fyrir liðinu og stemningunni þar. Loftus Road, heimavöllur félagsins, er frekar lítill völlur en svona ekta breskur. Þú ert alveg ofan í vellinum og færð stemn- inguna beint í æð. Við erum nú öll grjótharðir stuðningsmenn liðsins, ekki síst strákarnir mínir, Harald- ur og Ísleifur,” segir Sturlaugur að endingu. se/ Ljósm. úr einkasafni. Hér er fjölskyldan að gæða sér á Fish & Chips í Bretlandi. Hekla, Rannveig Katrín, Þórunn Anna, Haraldur og Ísleifur. Á myndina vantar elstu dótturina Ernu Guð- rúnu. Synirnir Ísleifur og Haraldur að fagna sigri QPR að leik loknum á Loftus Road. Þeir eru harðir stuðningsmenn QPR. Sturlaugur að útskrifast frá Manchester University þar sem hann stundaði mastersnám. „Hérna hef ég í sakleysi mínu knésett einhvern Eyjamann. Þetta var í undanúr- slitaleik bikarsins 1999, leikur sem við unnum 3:0.“ Úr leik ÍA gegn Feyenoord á Laugardalsvelli 1993. „Þarna mætti ég vini mínum Arnari Gunnlaugssyni sem einnig er á myndinni. Við erum jafnaldrar og ólumst upp saman í gegnum yngri flokka ÍA. Skemmtilegt að mæta honum í Evrópukeppni. Það féll í minn hlut að kljást við hann á kantinum meira og minna allan leikinn.“ Ísleifur, Hekla, Haraldur, Rannveig Katrín og Þórunn í ísferð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.