Skessuhorn


Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 8
mIðVIkudAguR 11. ÁgúST 20218 Ölvaðir ökumenn VESTURLAND: Að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi var síðasta vika venju fremur róleg í umdæminu en nokkuð var þó um að fólk væri stöðvað fyrir að aka undir áhrifum áfengis. 31. júlí var bifreið stöðvuð á Vest- urlandsvegi við Hafnarfjall þar sem ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum áfeng- is. Voru bæði ökumaður og far- þegi handteknir og grunaðir um að hafa skipt um sæti eftir að bifreiðin var stöðvuð. Sunnu- daginn 1. ágúst var ökumaður stöðvaður á Borgarfjarðarbraut við Lundarreykjadal grunað- ur um ölvun við akstur. Föstu- daginn 6. ágúst var ökumaður í Borgarnesi stöðvaður og reynd- ist viðkomandi hafa drukkið að- eins of mikið til að vera hæf- ur undir stýri. Annar ökumað- ur var stöðvaður undir áhrifum daginn eftir, 7. ágúst, einnig í Borgarnesi. Þá var einnig öku- maður stöðvaður fyrir ölvun við akstur rétt norðan við Hval- fjarðargöng á mánudaginn, 9. ágúst. -arg Jaðarsbakkalaug lokuð út vikuna AKRANES: Vegna árlegs við- halds er Jaðarsbakkalaug lokuð þessa viku til og með föstudags. Þreksalurinn verður opinn frá kl. 06.00 – 19.00 mánudag til fimmtudags en lokað verður á föstudag. -vaks Aflatölur fyrir Vesturland 31. júlí til 6. ágúst Tölur (í kílóum) frá Fiski- stofu Akranes: 17 bátar. Heildarlöndun: 18.253 kg. Mestur afli: Ársæll Sigurðsson HF: 1.467 kg í þremur róðrum. Arnarstapi: 11 bátar. Heildarlöndun: 33.768 kg. Mestur afli: Bárður SH: 12.501 kg í þremur löndunum. Grundarfjörður: 14 bátar. Heildarlöndun: 143.663 kg. Mestur afli: Þinganes SF: 86.209 kg í einum róðri. Ólafsvík: 29 bátar. Heildarlöndun: 65.220 kg. Mestur afli: Júlli Páls SH: 7.984 kg í tveimur löndunum. Rif: 19 bátar. Heildarlöndun: 65.318 kg. Mestur afli: Bárður SH: 23.942 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 18 bátar. Heildarlöndun: 163.220 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 119.484 kg í einum róðri. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Þórsnes SH – STY: 119.484 kg. 6. ágúst. 2. Þinganes SF – GRU: 86.209 kg. 31. júlí. 3. Pálína Þórunn GK – GRU: 28.454 kg. 4. ágúst. 4. Bárður SH – RIF: 15.894 kg. 6. ágúst. 5. Bárður SH – RIF: 8.048 kg. 4. ágúst. -arg Ísbúð Huppu var opnuð í hús- næði Food Station við Brúartorg í Borgarnesi miðvikudaginn 28. júlí. Óhætt er að segja að viðtökurnar hafi verið góðar því biðröð hefur verið út úr dyrum nánast síðan. Ís- búðin er með sama sniði og útliti og aðrar ísbúðir Huppu á landinu en fyrsta ísbúðin var opnuð á Sel- fossi 2013, fimm eru á höfuðborg- arsvæðinu og nú sú sjöunda í Borg- arnesi. mm Laugardaginn 28. ágúst fer fram í fyrsta skipti á Akranesi kassabíl- arallý og hefst það klukkan 13 og stendur til kl. 17. Hugmyndin er að allir geti tekið þátt án mikils til- kostnaðar og að bílarnir verði sem mest smíðaðir úr notuðu efni. Á vef Akraneskaupstaðar kemur fram að Terra safnar dekkjum af barna- vögnum og reiðhjólum sem safn- að verður saman í gám og komið niður í áhaldahús. Akraneskaup- staður styrkir keppnina með því að veita aðstöðu í áhaldahúsinu til að smíða bíla ef einhverjir þurfa á því að halda. Fjórir bílar verða smíð- aðir og gefnir öllum leikskólunum á Akranesi og hver merktur sínum leikskóla. Hugmyndin er að í sum- ar verði þeir staðsettir á Akratorgi, bæði til þess að auglýsa keppnina og leyfa börnum að leika sér á þeim á daginn. Húsasmiðjan leggur til efni í 25 kassabíla sem búið verður að efna niður í svokallað „kassabílakitt“ og verða þau afhent í Áhaldahús- inu á Laugarbraut fyrir keppend- ur á öllum aldri. Þar verður hægt að fá aðstoð við að setja saman og útfæra bílana og einnig hægt að fá aðstoð við að smíða alveg nýja bíla frá grunni. Alparket, HbHjalt og Á grænni grein sjá um að efna allt efni niður, úthluta því til fólks og aðstoða fólk með samsetning- ar. kassabílarnir verða með flögg- um frá Frystihúsinu og einnig býð- ur Frystihúsið keppendum upp á kassabílaís á keppnisdaginn. Skráning í keppnina fer fram á kassabilarally@gmail.com. Fram þarf að koma nafn á keppendum, aldur ásamt símanúmeri ábyrgðar- manns. Það eru lágmark tveir í liði, einn til að ýta og annar til að stýra. Þá eru fyrirtæki hvött til að taka þátt og eru verðlaun fyrir flottasta fyrirtækjabílinn. Það stefnir því allt í skemmtilega fjölskylduskemmtun í lok ágúst á Akranesi og því um að gera að taka upp hamarinn, finna afgangs timbur og splæsa í einn glæsilegan kassabíl með aðstoð allra í fjölskyldunni. vaks Í september verður tekin upp á Ís- landi kvikmynd um Thule vörur og vörumerkið í nánu samstarfi við alþjóðlega talsmenn og áhrifa- valda vörumerkisins. Þetta er liður í heimskynningarstefnu fyrirtækis- ins og verður áhersla lögð á að sýna íþróttafólkið og áhrifavaldana í sínu rétta umhverfi. Hátt í tuttugu tals- menn Thule vörumerkisins um all- an heim verða með í kvikmyndinni og mun hver og einn þeirra koma að tökunum hér á landi. Þeir gegna stóru hlutverki hjá Thule við að veita fólki innblástur og hvetja til útilífs og segja frá kostum vöru- merkisins. undirbúningur að þessu verk- efni hefur staðið yfir í heilt ár í samvinnu við Stillingu sem er um- boðs- og söluaðili Thule á Íslandi. Fimmtán manna sendinefnd frá Thule var stödd á landinu í vett- vangsskoðun en áætlað er að allt að 80 manns muni koma til landsins á meðan verkefninu stendur. mikill viðbúnaður verður við framleiðsl- una en til stendur að senda tíu tonn af búnaði til landsins ásamt sérbún- um kvikmyndabílum og bílateg- undum sem ekki hafa sést á Íslandi áður og verða notaðar við upptök- ur. Tökur munu fara fram um allt land og byrja 30. ágúst. Tina Lise- lius, samskiptastjóri Thule group vörumerkisins, mun leikstýra og framleiðandi er Erik Pütsep frá Ad- venture Production. mm Huppa fær afar góðar viðtökur Það verður kassabílarallý á Akranesi í lok ágúst. Kassabílarallý á Akranesi 28. ágúst Fimmtán manna sendinefnd frá Thule var nýverið stödd á landinu í vettvangsskoðun og undirbúningi fyrir tökurnar. Thule ferðavörufyrirtækið tekur upp markaðsefni á Íslandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.