Skessuhorn - 18.08.2021, Qupperneq 2
MiðVikudaGur 18. ÁGúSt 20212
Skólarnir hefjast innan skamms
og þá er ekki seinna vænna en
að venja börnin við að vakna á
„ókristilegum tíma“ á ný. Við
mælum með að foreldrar noti
næstu daga og helgina til að
vekja börnin aðeins fyrr og venja
þau við raunveruleikann sem
mætir þeim eftir helgi. Gangi
ykkur vel!
Á morgun, fimmtudag, á að vera
fremur hæg breytileg átt. Skýj-
að að mestu og lítilsháttar væta
eða þokusúld um allt land. Hiti
10-15 stig yfir daginn. Á föstu-
dag á að vera suðlæg eða breyti-
leg átt og 3-8 m/s með dálít-
illi úrkomu. Styttir upp og léttir
heldur til á Norðausturlandi síð-
degis. Hiti breytist lítið. Á laug-
ardag og sunnudag er spáð
suðaustan 5-10 m/s og dálítilli
vætu með köflum fyrir sunnan
og vestan, en hægari vindur og
bjart að mestu norðaustantil á
landinu. Hiti 11-19 stig. Á mánu-
dag á að vera suðlæg átt og
bjartviðri, en skýjað með köflum
sunnan- og vestanlands. Hlýnar
heldur í veðri.
Í síðustu viku var spurt á vef
Skessuhorns: „Ferðu oft út að
borða?“ 69% svarenda fara af
og til út að borða, 19% segjast
aldrei fara út að borða, 9% fara
nokkrum sinnum í mánuði og
3% svarenda fara út að borða
vikulega eða oftar.
Í næstu viku er spurt:
Átt þú einhvers konar hýsi á
hjólum?
Sigursteinn Ásgeirsson er ung-
ur og efnilegur kúluvarpari úr
Borgarfirði sem stefnir langt í
íþróttinni og æfir af kappi sam-
hliða vinnu. Sigursteinn er Vest-
lendingur vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Framhaldsskól-
arnir að byrja
VESTURLAND: Fram-
haldsskólarnir á Vesturlandi
hefja allir vetrarstarf sitt í
þessari viku. Nýnemadagur
var í Fjölbrautaskóla Vestur-
lands í gær og hefst kennsla
samkvæmt stundaskrá í dag,
miðvikudag. Í Menntaskóla
Borgarfjarðar er móttaka
nýnema í dag og skólastarf
hefst svo samkvæmt stunda-
töflu á morgun, fimmtudag.
Nýnemar í Fjölbrautaskóla
Snæfellinga mæta á kynning-
ardag á föstudaginn. Loks
hefst kennsla í Landbúnað-
arháskóla Íslands á Hvann-
eyri í dag. -mm
Fjöldi smitaðra
fer lækkandi
VESTURLAND: Sam-
kvæmt upplýsingum sem
Lögreglan á Vesturlandi tók
saman síðastliðinn mánudag
var tala smitaðra af Covid-19
í landshlutanum komin nið-
ur í 20. Hún var mest í fjórðu
bylgjunni 38 þriðjudaginn
3. ágúst. af þessum tuttugu
voru níu í einangrun á akra-
nesi, átta í Borgarnesi og þrír
í Ólafsvík. Fjöldi í sóttkví var
á sama tíma 26 á Vesturland;
13 á akranesi, níu í Borgar-
nesi, tveir í Ólafsvík og tveir
í Búðardal. -mm
Píratar frestuðu
aðalfundi um
viku
LANDIÐ: aðalfundi Pírata
fyrir alþingiskosning arnar
í haust, sem fara átti fram
um síðustu helgi, var frestað
um eina viku. aðalfundurinn
verður því haldinn helgina
21. til 22. ágúst. „Ástæðan
er kórónuveirusmit starfs-
manns Vogs á Fellsströnd,
þar sem aðalfundurinn fer
fram. Hluti starfsfólks var
settur í sóttkví eins og regl-
ur kveða á um og er því ekki
hægt að halda stærri viðburði
á hótelinu vegna manneklu.
Þrátt fyrir þetta mun aðal-
fundurinn fara fram á Fells-
strönd, þó hann verði viku
síðar. „Fyrirtæki og stofnan-
ir um allt land hafa þurft að
skella tímabundið í lás þeg-
ar upp hafa komið smit en
halda að því loknu ótrauð
áfram. að lifa með faraldr-
inum þýðir ekki að öll starf-
semi skuli stöðvuð endan-
lega heldur vera nógu sveigj-
anleg til að bregðast við upp-
ákomum sem þessum,“ sagði
í tilkynningu. -mm
Umferðaróhapp
BORGARFJ: umferð-
aróhapp varð á vegamót-
um Vesturlandsvegar og
Borgarfjarðarbrautar sunn-
an við Borgarnes á þriðju-
daginn í síðustu viku, 10.
ágúst. um var að ræða aftan-
ákeyrslu og sluppu allir aðil-
ar með minniháttar eða eng-
in meiðsl. -arg
Þessa dagana er unnið að umfangs-
miklum malbikunarframkvæmdum í
Stykkishólmi. Stefnt var á að fram-
kvæmdir stæðu yfir frá föstudegi til
þriðjudags í þessari viku en u.þ.b.
10-15 þúsund fermetrar verða mal-
bikaðir í bæjarfélaginu. Meðal ann-
ars var aðalgata malbikuð frá Bónus
niður að Baldursbryggju, bílaplön
við Súgandisey og við listaverkið „Á
heimleið“ á höfninni var malbikuð
og Sæmundarreitur. mm/ Ljósm. sá.
Mikill kraftur er í malbikunarfram-
kvæmdum í Snæfellsbæ um þess-
ar mundir en þriðji áfangi mal-
bikunarframkvæmda í Snæfellsbæ
hófst síðustu vikuna í júlí og mun
toyota Yaris fólksbíll, sem lagt var
við Borgarfjarðarbraut skammt frá
afleggjaranum að Hvanneyri, var
eyðilagður aðfararnótt laugardags.
Óhætt er að segja að gengið hafi
verið í skrokk á bílnum; brotin ljós
og rúður, allir boddyhlutir beyglað-
ir, númeraplötur rifnar af og áfram
mætti telja. Engu var þó stolið og
er því um hreint og klárt skemmd-
arverk að ræða. Þar sem um gaml-
an bíl er að ræða svarar ekki kostn-
aði að gera við hann og er því tjón-
ið einkum fjárhagslegt fyrir eigend-
urna, ung hjón á Hvanneyri. Logi
Sigurðsson eigandi bílsins biðl-
ar til þeirra sem e.t.v. hafa séð til
skemmdarvarganna að láta sig eða
Láru Lárusdóttur eiginkonu hans
vita.
mm
Vinnuflokkur fór yfir og skildi eftir sig rennisléttar götur.
Malbikað í Stykkishólmi
Gert klárt fyrir malbikun.
Malbikunarframkvæmdir í Snæfellsbæ
standa fram í miðjan ágúst en fyrstu
áfangar voru teknir sumrin 2017 og
2019. að auki verða gerðar smá-
vegis lagfæringar og malbik lagt á
minni svæði til að gera umhverfið
snyrtilegra.
Hellissandur var fyrstur í röðinni
í sumar og búið er að malbika á
keflavíkurgötu, Skólabraut, Bárða-
rás, Snæfellsás ásamt bílastæð-
inu við röst. Í rifi er nýlokið við
að malbika Háarif í báða enda og
í Ólafsvík er búið að malbika Há-
brekku, túnbrekku, Hjallabrekku,
efsta hluta klifbrekku, Sandholt,
Brautarholt, Vallholt, Engihlíð, á
hafnarsvæðinu, við íþróttahúsið og
sundlaugina og neðri hluta Háa-
rifs.
Mikil bæjarprýði er af öllum
þessum framkvæmdum og búið er
að malbika að mestu þær götur og
svæði í þessum þriðja áfanga. Stefnt
er að því að malbika þær götur
sem ekki voru teknar núna í næstu
áföngum.
vaks/ Ljósm. Snæfellsbær
Biksvartir á bumb-
unni í Ólafsvík.
Fríður flokkur að malbika á Hellissandi.
Skemmdarvargar
gjöreyðilögðu fólksbíl