Skessuhorn - 18.08.2021, Page 23
MiðVikudaGur 18. ÁGúSt 2021 23
UMHVERFISVIÐURKENNINGAR 2021
Borgarbyggð veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur
íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.
Veittar verða umhverfisviðurkenningar í eftirfarandi fjórum flokkum:
1. Snyrtilegt bændabýli
2. Falleg lóð við íbúðarhús
3. Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði
4. Samfélagsviðurkenning umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna
umhverfismála
Óskað er eftir tilnefningum í áðurnefndum flokkum. Tilnefningar á að senda
í gegnum heimasíðu Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is eða á netfangið
borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en 31. ágúst 2021.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
1
Menntun skapar
tækifæri
Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins
á landsbyggðinni
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum
stéttarfélaganna.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar.
Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is
Ríkismennt
Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • rikismennt@rikismennt.is
Sigrún Hjartardóttir á Hátúni
í Borgarfirði gaf nýverið út lít-
ið myndskreytt kver, eða bók, sem
nefnist Lífshlaup. Bókin er ætluð
börnum á leikskólaaldri og fyrstu
árum grunnskóla og fjallar eins
og nafnið bendir til um lífshlaup-
ið; þegar líf kviknar og því lýkur.
„Hugmyndin að þessu riti kviknaði
þegar þegar ég sat hjá móður minni
á líknardeild LSH, þar sem hún
dvaldi síðustu vikur sínar á tíræðis-
aldri. Á líknardeildina komu einn-
ig ung börn að heimsækja mömmu
sína sem var við dauðans dyr, að-
eins rúmlega þrítug. Þessi reynsla
fékk mig til að hugsa um hvað við
ættum erfitt með að tala um dauð-
ann og ekki síður hvað börn vissu í
raun lítið um það sem fyrir öllum á
eftir að liggja,“ segir Sigrún.
Í kjölfar þessarar lífsreynslu fór
Sigrún á netið og las sig til um ýmis
rit og bækur sem gefnar hafa verið
út um þetta málefni. Sótti sér inn-
blástur og ákvað að skrifa sjálf litla
en auðskilda bók sem ætluð er til
lestrar fyrir börn þar sem fjallað
er um lífshlaupið og dauðann. til
að myndskreyta bókina fékk hún
til liðs við sig börn frá fjögurra ára
aldri, öll með tengingu við Borgar-
fjörð, en Marín Ásta Hjartardótt-
ir, þrítug frænka Sigrúnar, teikn-
aði forsíðumyndina. Bókin er gef-
in út á íslensku og pólsku þar sem
Pólverjar eru stærsti hópur erlends
fólks sem hér á landi býr. „Ég leit-
aði síðan stuðnings nokkurra fyrir-
tækja og heimila í heimabyggð til
að koma bókinni út og fékk frábær-
ar viðtökur við því. Bókina prentaði
síðan Olgeir Helgi í Prentþjónustu
Vesturlands í Borgarnesi í 400 ein-
tökum. Nú er ég búin að senda bók-
ina á leikskóla í öllum landshlutum,
barnadeildir sjúkrastofnana, líknar-
deild LHS, í Ljósið og víðar. Þá tek
ég við pöntunum í gegnum tölvu-
póst ef fólk vill nálgast eintak. Bók-
ina sel ég á kostnaðarverði; 1.250
krónur en bæti auk þess við 250
krónum ef þarf að póstleggja hana.
Bókin er skrifuð fyrir börn á leik-
skólaaldri og á yngsta stigi grunn-
skóla. „Lífshlaup fjallar um hring-
rás lífsins; allt á sér byrjun, miðju
og enda þess og á það við bæði um
lífshlaup í dýra- og jurtaríkinu.
Börn skilja ekki endilega dauðann
og í ýmsum löndum er það jafn-
vel forboðið að ræða hann. Það á
til dæmis við í Póllandi þar sem ég
þekki nokkuð til. Ég fékk því pólska
vinkonu mína til að þýða efni bók-
arinnar á móðurmál sitt. Ég vona
svo að þessi litla bók geti hjálpað
einhverjum en almennt er hugsun
mín sú að auka umræðu og þekk-
ingu barna á því að allt líf sem á
upphaf á sömuleiðis endi. Það er
hlutverk okkar fullorðna fólksins
að útskýra fyrir þeim,“ segir Sigrún
Hjartardóttir.
Þeir sem vilja kaupa eintak af
bókinni Lífshlaupi er bent á að
senda Sigrúnu tölvupóst á netfang-
ið sigrun@heilsuhof.is
mm
Fjórar vinkonur og bekkjarsyst-
ur úr Borgarnesi; þær Emma El-
ísa Magnúsdóttir, dagmar Lind
Estrajher, Lovísa Ósk Hlynsdóttir
og Snæfríður Júlía kjartansdóttir,
ákváðu að setja upp límonaðisölu í
neðri bænum í Borgarnesi í liðinni
viku. Salan var við aðalgötuna beint
á móti Bara Ölstofu Lýðveldisins, í
mikilli veðurblíðu á fimmtudaginn.
Límonaðið, sem alla jafnan er gott
að skola niður til að svala þorstan-
um í hlýju veðri, kostaði 50 krónur
og rennur allur ágóði sölunnar til
Landspítalans. upphaflega langaði
stelpunum að stofna til eigin rekst-
urs en vantaði tiltekin leyfi í tæka
tíð svo ákveðið var að allur ágóði
skyldi í staðinn renna í gott málefni.
Límonaðið þótti mjög gott og gekk
salan vel hjá vinkonunum. Þær eru
allar að fara í 3. bekk í Grunnskól-
anum í Borgarnesi í haust.
glh
Gefur út bók fyrir börn sem
hún nefnir Lífshlaup
Sigrún Hjartardóttir með bókina Lífshlaup sem hún hefur nú gefið út á íslensku og
pólsku.
Emma Elísa, Dagmar Lind, Lovísa Ósk og Snæfríður Júlía selja límonaði.
Ljósm. Rakel Dögg.
Límonaði
til sölu!
www.skessuhorn.is
Skógræktarfélag Borgarfjarðar leitar eftir
umsjónarmanni skóga/skógarvörð í hlutastarf (30%).
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og tengist
verkefnum í viðhaldi og stígagerð sem og grisjun og
plöntun nýrra skóga.
Reynsla á samskonar störfum er æskileg.
Starfsstöð er í Borgarbyggð og verktakalaun er
um að ræða.
Áhugasamir hafa samband við formann SB
í síma 847-8282.
Umsjónarmaður
Skógræktarfélag
Borgarfjarðar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
1