Skessuhorn - 18.08.2021, Síða 28
MiðVikudaGur 18. ÁGúSt 202128
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Pennagrein
Á undangengnum árum hafa orðið
mikla breytingar í fjarskiptamálum
Íslendinga. tækninni hefur fleygt
fram og sífellt fleiri þættir mann-
lífsins eru nú háðir net- og síma-
tengingum.
Eftir að ákveðið var fyrir allmör-
gum árum að selja Símann frá íslen-
ska ríkinu með manni og mús, ef svo
má að orði komast, hefur samkepp-
nisstaða landsbyggðarinnar versnað
gagnvart þéttbýlinu. Þar sem ríkið
á enga innviði lengur í fjarskip-
taþjónustu ræðst hún af hagnaðar-
von einkafyrirtækja sem líkt og flest
slík nú til dags eru rekin með há-
marks arðsemi að leiðarljósi. Þan-
nig má segja að krafan um sífellt
hraðari nettengingar vegna aukin-
nar tölvutækni hafi skilið dreifbýlið
eftir í rykmekki þar sem lítil hag-
naðarvon einkafyrirtækjanna hefur
orðið til þess að lítið er gert þar.
Því var íslenska ríkið tilneytt að
leggja fram mikla fjármuni í upp-
færslu fjarskipta á landsbyggðinni,
s.s. í farsímakerfi og ljósleiðaraker-
fi. Þrátt fyrir það hafa bæði sveit-
arfélög og íbúar dreifbýlis þurft að
greiða stórar fjárhæðir líka til að fá
ljósleiðaratengingu inn á sín heimi-
li og fyrirtæki.
Þessu hafa fylgt talsverðir vax-
taverkir. til að mynda má nefna að
mjög víða er lítið eða ekkert farsí-
masamband, hvort tveggja er varðar
talsamband eða netsamband. Það
er ekki einu sinni svo gott að sam-
band sé öruggt á þjóðvegi 1, hvað
þá á öðrum vegum eða heima á
sveitabæjum um allt land. Þá hefur
komið í ljós að þegar rafmagn fer
af í vondum vetrarveðrum er ekki
tryggt að þessi símakerfi hafi varaa-
fl nema skamma stund. Þannig hafa
komið upp varasamar aðstæður í
slæmum veðrum að vetri þegar raf-
magn fer af stórum landssvæðum.
Á sama tíma hættir heimasíminn að
virka, en mjög víða er búið að slök-
kva á gamla koparvírnum fyrir hei-
masíma sem ekki þurftu sértengin-
gu við rafmagn heimila til að vir-
ka. Þegar rafmagnsleysi hefur svo
dregist á langinn dettur farsí-
masamband einnig út, ef það var
fyrir hendi áður. Þá hefur skapast
hættulegt ástand þar sem fólk hvor-
ki kemst í burtu né getur haft sam-
band við umheiminn ef bráð vei-
kindi eða slys ber að höndum.
Þörf er á átaki í uppbyggingu far-
símakerfisins á Íslandi. Sjá þarf til
þess að fyrirtæki í farsímaþjónustu
fari saman í þá vegferð og að sam-
keppnisyfirvöld verði sett á hliðar-
línuna í því máli þar sem sjónarmið
um samkeppni í slíkri uppbyggingu
eiga ekki við. Þá þarf ríki og sveit-
arfélög að koma að og hafa skoðun
á því hvernig kerfið verður uppbyg-
gt því þar liggur ábyrgðin á heilsu
og velferð lands-
manna. tilko-
ma farsímaker-
fis með almenni-
legri útbreiðslu án
„dauðra“ punkta á
krítískum stöðum er mál sem snýst
um heilsu og velferð íbúa þessa
lands og sívaxandi fjölda þeirra sem
það heimsækja.
Sækjum fram og gerum betur
fyrir Ísland allt.
Högni Elfar Gylfason.
Höf. skipar 5. sæti á lista Mið-
flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir
komandi alþingiskosningar.
ríkisstjórn katrínar Jakobsdótt-
ur hefur fengið í fangið erfið verk-
efni til úrlausnar í heimsfaraldri. Í
erfiðleikum reynir á úthald, þol og
þrautseigju. Þá verður mikilvæg-
ara en nokkru sinni að taka ákvarð-
anir af yfirvegun og skynsemi. Við
Vinstri græn höfum sýnt það í verki
við þessar fordæmalausu aðstæð-
ur að við stöndumst álagsprófið og
verið lausnamiðuð í ríkisstjórnar-
samstarfi ólíkra flokka. Það hefur
skilað árangri hvert sem litið er.
Hér eftir sem hingað til er lýð-
heilsa þjóðarinnar í fyrirrúmi. Far-
aldurinn heldur okkur enn við efn-
ið og mikilvægt að halda ró, taka
yfirvegaðar ákvarðanir í samráði
við okkar færustu vísindamenn. Nú
er þorri þjóðarinnar bólusettur en
óútreiknanlegri veiru og nýjum af-
brigðum fylgja nýjar áskoranir.
Í þessu ástandi hefur ríkisstjórn
katrínar Jakobsdóttur ekki setið
auðum höndum, þvert á móti hefur
hún komið í gegn fjölda framfara-
mála sem munu gera samfélagið
betra og aðlaga það nútímakröfum
um sanngjarnt og réttlátara þjóð-
félag.
komið hefur verið á þriggja •
þrepa skattkerfi sem gagnast
þeim tekjulægri.
Fæðingarorlof hefur verið •
lengt í 12 mánuði sem nýt-
ist barnafólki og býr til fjöl-
skylduvænna samfélag.
Þá hefur verið komið á •
hlutdeildarlánum og hafist
handa uppbyggingu leigu-
íbúða sem nýtist ungu fólki
og tekjulágum.
Nýr menntasjóður náms-•
manna býður upp á nútíma-
legt námslán þar sem hluti
lánsins breytist í styrk.
Felld voru niður komugjöld •
fyrir aldraða og öryrkja á
heilsugæslur og tannlækna-
kostnaður þessara hópa
sömuleiðis
lækkaður.
allt eru þetta
þjóðþrifamál sem
hrint hefur verið
í framkvæmd á kjörtímabilinu og
langt í frá að allt sé upptalið. Við
Vinstri græn höfum sýnt og sannað
í verki að við erum leiðandi afl sem
ætlum okkur að halda áfram að gera
samfélagið betra. Við munum halda
áfram að byggja upp réttlátara og
sterkara samfélag. Það er varanlegt
verkefni og alltaf munu birtast nýj-
ar áskoranir sem stjórnvöld þurfa
að takast á við. Þess vegna skiptir
máli hver stjórnar.
Vinstri græn eru traustsins verð
og við leitum eftir stuðningi ykkar í
komandi kosningum.
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Höfundur er formaður atvinnu-
veganefndar Alþingis og skipar annað
sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi.
Það var ánægjulegt að sjá að góð
og skynsamleg lausn fékkst varð-
andi hús Páls Guðmundssonar,
myndhöggvara á Húsafelli. Þjóðin
fylgdist með þessari deilu og virtist
stefna í óefni þegar skynsemin náði
yfirhöndinni. Samningaviðræður
voru vissulega erfiðar, enda miklar
tilfinningar í málinu. Niðurstaðan
er ánægjuleg og að endingu öllum
til sóma sem að málinu komu. allir
landsmenn fagna úrslitum málsins
og gleðjast með Páli yfir húsinu.
Þessi niðurstaða ætti að vera okk-
ur lexía um það að setjast niður og
reyna að finna skynsamar lausnir,
það er nú einu sinni það sem við
Miðflokksmenn reynum að tala
fyrir. röklegar og skynsamar lausn-
ir til hagsbóta fyrir alla. Hér í Borg-
arfirði er annað mál sem þyrfti að
leiða til lykta með líkum hætti. Það
lýtur að húsunum í Stóru-Brákarey
en notkun þeirra hefur verið í sjálf-
heldu um nokkurt skeið og tafið
uppbyggingu og hindrað nýtingu á
eyjunni sem gefur svo mikla mögu-
leika fyrir samfélagið í Borgarnesi.
Ýmis starfsemi þar var lögð af í vet-
ur og var ófullnægjandi brunavörn-
um m.a. kennt um.
Eyjan hefur um nokkurt skeið
verið nánast mannlaus og engir
á ferli í húsum, enda slík umferð
bönnuð. Hér er um að ræða íþyngj-
andi ástand sem snertir marga.
Húsakostur þarna hefur í gegnum
tíðina verið nýtt-
ur fyrir fjölmarga
starfsemi sem ým-
ist hefur greitt lága leigu fyrir afnot
af húsunum eða enga. Þannig eru
t.d. um fjögur hundruð félagsmenn
í fornbílafélagi, bifhjólaklúbbi,
skotáhugafólk og eldri borgarar
sem stunda pútt með aðstöðu í hús-
unum. auk þess vinnustaður Öld-
unnar, bátasmiðja og trésmíðaverk-
stæði svo nokkrir rekstraraðilar séu
nefndir. Fleira mætti tína til, allt
mikilsverð og áhugaverð starfsemi.
Margir hafa tjáð sig um mál-
ið sem brennur eðlilega á íbúum
Borgarnes. Þar hafa verið í gangi
margar áhugaverðar hugmyndir
um það hvernig megi nýta Stóru-
Brákarey til að efla samfélagið og
augljóslega hugur í Borgnesingum
um framtíðaruppbyggingu þarna.
Eins og gengur eru skoðanir skiptar
um hvers kyns starfsemi á þar helst
heima en flestir eru sammála um að
nýta skuli eyjuna. Það er ekki ætl-
un mín með þessu stutta innslagi að
taka afstöðu í deilunni. Ég vil fyrst
og fremst fá menn til að horfa skyn-
samlega á málið og leita lausna sem
fyrst til hagsbóta fyrir alla íbúa. Við
sáum það í Húsafelli að það er hægt
að leysa málin ef menn setjast niður
og leita s
Sigurður Páll Jónsson
Höf. er alþingismaður Miðflokksins
í Norðvesturkjördæmi
Pennagrein
Pennagrein
Fjarskipti og öryggi landsmanna
Traust forysta VG! Skynsemin sigraði í
Borgarfirði en hvað
með Stóru-Brákarey?