Skessuhorn - 18.08.2021, Síða 29
MiðVikudaGur 18. ÁGúSt 2021 29
Nýfæddir Vestlendingar
Akranes – miðvikudagur 17. ágúst
Lokahátíð Sumarlesturs barna 2021
er á bókasafninu og hefst kl. 14. Far-
ið verður í ratleiki og þrautir. Við för-
um varlega og allir nota handspritt
reglulega. Hvetjum alla þátttakendur
að mæta á lokahátíðina. Happadrætt-
isvinningar hafa verið dregnir út og
verða afhentir í vikunni.
Akranes – föstudagur 20. ágúst
ÍA og Grindavík mætast í 1. deild
kvenna í knattspyrnu á Akranesvelli
kl. 18:00.
Ólafsvík – föstudagur 20. ágúst
Víkingur Ó tekur á móti Fjölni í 1. deild
karla í knattspyrnu á Ólafsvíkurvelli kl.
19:15.
Borgarbyggð –
laugardagur 21. ágúst
Einkunnadagurinn verður útivistarp-
aradísinni Einkunnum í Borgarnesi frá
kl. 10:00. Helstu verkefni dagsins verða
að endurstika gönguleiðina frá Ein-
kunnum að Borg og gera hana greið-
færari með því að klippa greinar ofl.
Þá er ætlunin að bera kurl í stíga í Ein-
kunnum, snyrta skógarrjóður, rétta
við og skipta út stikum á gönguleið-
um innan Einkunna og fleira eftir því
sem tími vinnst til. Allir velkomnir og
þeir sem vilja mæta síðar eru jafn vel-
komnir þá. Boðið verður upp á létta
hádegishressingu fyrir þátttakendur í
Einkunnadeginum. Munum að margar
hendur vinna létt verk, já og vonandi
mörg verk!
Akranes – laugardagur 21. ágúst
Grínistarnir Þórhallur Þórhallsson og
Helgi Steinar verða á Útgerðinni kl.
21:00. 2 fyrir 1 er fyrsti uppistandstúr
þeirra félaga síðan þeir skemmtu sein-
ast fyrir áhorfendum um allt Kína, þar
á meðal í borginni Wuhan í nóvember
2019 – örfáum dögum áður en fyrsta
staðfesta smit kom upp þar á bæ.
Akranes – sunnudagur 22. ágúst
Kári mætir Völsungum í 2. deild karla
í knattspyrnu í Akraneshöllinni kl.
13:00.
snæfellsbær –
sunnudagur 22. ágúst
Reynir H mætir Álftanesi í C riðli 4.
deildar karla í knattspyrnu. Leikið verð-
ur á Ólafsvíkurvelli kl. 15:00.
Akranes – sunnudagur 22. ágúst
ÍA fær KR í heimsókn í Pepsi max
deild karla í knattspyrnu. Leikið verð-
ur á Akranesvelli og hefst leikurinn kl.
17:00.
Óska eftir húsi eða sveitabæ
Óska eftir húsi eða sveitabæ í lang-
tímaleigu, helst í póstnúmeri 301 eða
311. Er reglusöm með fastar tekjur.
Hafið samband í tölvupósti á netfeng-
ið tungl@mail.com.
Heyrúllur óskast
Óska eftir að kaupa stórrúllur af úrvals-
heyi, mega einnig vera fyrningar. Helst
frá kúabúi. Ég er staddur á Kjalanesi
svo það er ekki verra ef staðsetningin
er þar nálægt. Upplýsingar í tölvupósti
á netfangið hmargeir@gmail.com.
Honda Jazz
Til sölu Honda Jazz. Bensínbíll, ár-
gerð 2008, ekinn aðeins 115 þúsund
km. Bíllinn er skoðaður með nýlegum
dekkjargangi. Verð 350 þúsund. Upp-
lýsingar í síma 862-2031. Bíllinn er til
sýnis hjá Árna við Skúlagötu 5 í Borg-
arnesi, sími: 662-4542.
Á döfinni
TIL SÖLU
LEIGUMARKAÐUR
Smáauglýsingar
21. júlí. Drengur. Þyngd: 5.100.
Lengd: 55 cm. Foreldrar: Unnur
Svavarsdóttir og Sölvi Már Hjalta-
son, Akranesi. Ljósmóðir: Hrafn-
hildur Ólafsdóttir.
ÓSKAST KEypT
Heildsala
Dagur í lífi...
Nafn: Jón Georg ragnarsson.
Búseta: Höfuðstaður Vesturlands;
í Borgarnesi.
Starfsheiti/fyrirtæki: JGr heild-
verslun.
Áhugamál: Golf, útivera og ferða-
lög.
Klukkan hvað vaknaðirðu og
hvað var það fyrsta sem þú
gerðir? Vakna alltaf um kl. 6 hef
þann sið að fara fram úr og bursta
tennurnar.
Hvað borðaðirðu í morgunmat?
Fer nánast alltaf til Geira vinar
míns og fæ mér rúnstykki kl. 7:20.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Fór eftir morgunkaffið
með Geira á bíl.
Fyrstu verk í vinnunni? Byrja að
fara yfir tölvupóstinn með græn-
metis- og þurrvörupöntunum af
landsbyggðinni og geng frá þeim
o.fl. Síðan kíki ég á fréttir og tek
smá spjall við Nuno Santo. Síð-
an koma starfsmennirnir kl. 8 og
þá fer allt á fullt alla daga, allir á
fullu.
Hvað varstu að gera klukk-
an 10? um það leyti skutlaði ég
ragnheiði systur minni ásamt vin-
konum hennar út í knarrarnes á
bátnum mínum í góða veðrinu.
Hvað gerðirðu í hádeginu? Í
vinnunni að afgreiða pantanir.
Hvað varstu að gera klukkan
14? Skaust í Stykkishólm.
Hvenær hætt og það síðasta sem
þú gerðir í vinnunni? Spjalla við
samstarfsfólk mitt og fara yfir
morgundaginn. kominn heim um
kl. 17:30.
Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór í
golf í blíðunni.
Hvað var í kvöldmat og hver
eldaði? Borgari á Hótel Hamri.
Hvernig var kvöldið? Straujaði
þvott og horfði á sjónvarpið.
Hvenær fórstu að sofa? um kl.
23:00.
Hvað var það síðasta sem þú
gerðir áður en þú fórst að hátta?
Fara í sturta og bursta tennurnar
og steinsofnaði eins og alltaf.
Hvað stendur upp úr eftir dag-
inn? að umgangast skemmtilegt
fólk í vinnunni og vinna Bergsvein
í golfinu.
Eitthvað að lokum? Ég vildi
bara þakka öllum þeim sem ég á
í samskiptum við. Og við hjá JGr
hlökkum til vetrarins. Þetta hefur
verið ótrúlegt ár, mikið að gera og
ekkert annað en bjartir tímar fram-
undan. Lífið er núna. C.O.Y.S.
Fólkvangurinn Einkunnir er úti-
vistarparadís skammt ofan við
Borgarnes sem íbúar Borgarbyggð-
ar, sem og gestir í héraði, nýta sér
í vaxandi mæli. Einkunnir fá víðast
hvar góða einkunn en lengi má gott
bæta. „Fólkvangurinn í Einkunn-
um hefur ekki úr miklum fjármun-
um að spila til framkvæmda og við-
halds en hins vegar hafa margir lýst
yfir vilja til að leggja fram hjálpar-
hönd til að fegra enn frekar þennan
fagra reit og bæta aðstöðuna. upp
úr því spratt sú hugmynd að efna til
Einkunnadags þa r sem vinnufúsar
hendur kæmu saman og gerðu það
sem gera þarf, eða allavega brot af
því,“ segir Gísli Einarsson forseti
Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs.
Gísli segir að nú hafi umsjónar-
nefnd Fólkvangsins í Einkunnum,
Skógræktarfélag Borgarfjarðar og
ferðafélagið tekið höndum saman
og munu blása til Einkunnadags-
ins 2021. Hann verður laugardag-
inn 21. ágúst frá klukkan 10.00.
„allir sem áhuga hafa á að leggja
verkefninu lið eru boðnir hjartan-
lega velkomnir! Helstu verkefni
dagsins verða að endurstika göngu-
leiðina frá Einkunnum að Borg og
gera hana greiðfærari með því að
klippa greinar og fleira. Þá er ætl-
unin að bera kurl í stíga í Einkunn-
um, snyrta skógarrjóður, rétta við
og skipta út stikum á gönguleiðum
innan Einkunna og fleira eftir því
sem tími vinnst til.“
Verkefnið hefst klukkan 10 en
þeir sem vilja mæta síðar eru jafn-
framt velkomnir þá. Boðið verður
upp á létta hádegishressingu fyrir
þátttakendur í Einkunnadeginum.
„Munum að margar hendur vinna
létt verk, já og vonandi mörg verk,“
segir Gísli.
mm
Stóri Einkunnadagurinn verður
næstkomandi laugardag