Skessuhorn


Skessuhorn - 29.09.2021, Side 6

Skessuhorn - 29.09.2021, Side 6
MiðVikudaGur 29. sEpTEMBEr 20216 Píeta samtökin fá styrk LANDIÐ: píeta samtök­ in fengu nýverið úthlutað 25 milljónum króna í styrk úr ríkissjóði til að efla þjónustu sína við einstaklinga í sjálfs­ vígshættu sem þurfa á stuðn­ ingi og meðferð að halda. Markmið samtakanna er að fækka sjálfsvígum og sjálfs­ vígstilraunum og efla fræðslu og forvarnir í því skyni. Þjón­ usta samtakanna er gjaldfrjáls og stendur til boða öllum sem eru 18 ára eða eldri. Við píeta samtökin starfar breiður hóp­ ur fagfólks, svo sem félags­ ráðgjafar, sálfræðingar, iðju­ þjálfar, læknir, geðhjúkrunar­ fræðingur og fjölskylduráð­ gjafi. samkvæmt upplýsingum embættis landlæknis er talið að árlega taki um 40 einstak­ lingar líf sitt hér á landi og þá er ótalinn sá fjöldi sem gerir tilraun til sjálfsvígs eða skað­ ar sig með einhverjum hætti. allir sem glíma við sjálfsvígs­ hugsanir eða sjálfsskaðavanda eiga greiðan aðgang að ókeyp­ is ráðgjöf hjá píeta samtökun­ um og sími samtakanna (s. 552 2218) er opinn allan sólar­ hringinn en einnig má benda á Hjálparsíma rauða kross­ ins (1717) en í neyðartilvikum skal ávallt hringja í 112. -mm Þyrla sótti slasaða HOLTAV.H: Eftir hádegi á sunnudaginn var þyrla Land­ helgisgæslunnar kölluð til vegna bílslyss á Holtavörðu­ heiði. Bíll með þremur valt á heiðinni og hafnaði hann utan vegar og á hvolfi. allir í bíln­ um voru fluttir með þyrlunni. Ekki liggur fyrir líðan hinna slösuðu. Loka þurfti heiðinni í hálfan annan tíma vegna slyss­ ins. -mm Erlendur ók á 159 km hraða VESTURLAND: Erlendur ökumaður mældist á 159 kíló­ metra hraða á Vesturlandsvegi við svignaskarð seint á föstu­ dagskvöld í síðustu viku. Við­ urlög höfðu ekki verið ákveð­ in þegar blaðið fór í prent­ un en samkvæmt sektarreikni lögreglunnar má viðkomandi reikna með sekt að fjárhæð 230 þúsund krónur. -frg Fékk á sig grjót frá vörubíl VESTURLAND: Ökumað­ ur fólksbíls á leið um Vestur­ landsveg á föstudag í síðustu viku fékk á sig grjót sem féll af malarflutningabíl þegar þeir mættust. Ökumaður fólksbíls­ ins náði ekki númeri malar­ flutningabílssins en fólksbíll­ inn skemmdist talsvert. Málið er óupplýst. -frg Leikfimi fyrir eldri borgara AKRANES: Fimleika­ félag akraness býður upp á leikfimi fyrir eldri borg­ ara á þriðjudagsmorgnum kl. 10­11 í fimleikasalnum í íþróttahúsinu við Vestur­ götu. Námskeiðið er fjög­ ur skipti og hefst 5. október. Áherslur námskeiðsins eru líkamsnudd með frauðrúll­ um, léttar æfingar og teygj­ ur undir leiðsögn þjálfara. Hægt er að skrá sig á staðn­ um eða í gegnum tölvupóst á thordis@ia.is. Gjald fyrir námskeiðið er 4000 krónur. -vaks Lífskjarasamn- ingurinn heldur út samnings- tímann LANDIÐ: Lífskjarasamn­ ingur samtaka atvinnulífs­ ins og aðildarfélaga alþýðu­ sambands Íslands hvílir á forsendum sem ekki stóðust fullkomlega þar sem stjórn­ völd efndu ekki öll fyrirheit í yfirlýsingu sinni dags. 4. apríl 2019. samninganefnd alþýðusambands Íslands og framkvæmdastjórn samtaka atvinnulífsins hittust á fundi á mánudaginn um fram­ hald Lífskjarasamningsins, en bregðist forsendur getur hvor aðili sagt honum upp fyrir kl. 16. þann 30. septem­ ber. „Á fundi aðila kom fram vilji af beggja hálfu til þess að samningar standi og halda þeir því gildi sínu þar til þeir renna út þann 1. nóvember 2022,“ segir í tilkynningu frá asÍ. -mm Bæjarstjórn Grundarfjarðar skoðar nú í samstarfi við Veitur ohf. hvort hægt sé að hitaveituvæða Grund­ arfjarðarbæ með svokallaðri fjar­ varmaveitu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Grundarfjarðarbæ og Veitum. samstarfið hófst í árs­ byrjun og felst í forhönnun og fýsi­ leikakönnun á hitaveituvæðingu Grundarfjarðarbæjar með varma­ dælum. Varminn yrði þá sóttur úr bæði umhverfinu og glatvarma frá fyrirtækjum í bænum. Þessi aðferð er þekkt í hringrásarhagkerfum er­ lendis en er nýjung hér á landi. „Grundarfjörður er staðsettur á skilgreindu köldu svæði, þ.e. þar sem íbúar og atvinnulíf hafa ekki aðgang að jarðhita og kynda því hús sín með raforku og olíu. slík rafhit­ un á íbúðarhúsnæði er að hluta nið­ urgreidd af ríkinu þar sem hún er mun dýrari en húshitun með jarð­ hita. ríkið styrkir einnig fjárfest­ ingar við hitaveituvæðingu á köld­ um svæðum með eingreiðslu sem að jafnaði miðast við 12 ára áætl­ aðar niðurgreiðslur á rafmagni eða olíu til húshitunar á veitusvæðinu. atvinnuvega­ og nýsköpunarráðu­ neytið hefur hins vegar staðfest að fjarvarmaveita fyrir Grundarfjörð uppfylli skilyrði laga um styrk sem miðast við áætlaðar 16 ára niður­ greiðslur. Ákvörðunin styður vel við framgang þessa verkefnis og undir­ strikar mikilvægi þess sem lið í að skapa öflugt hringrásarhagkerfi á Íslandi. Áformin eru í samræmi við áherslur orkustefnu um fullnýtingu orkuauðlinda, orkuöryggi, orku­ skipti og þjóðhagslega hagkvæmni hitaveituvæðingar á köldum svæð­ um,“ segir í tilkynningu frá Grund­ arfjarðarbæ og Veitum. Fýsileikakönnunin felst í því að áætla stofnkostnað hitaveitunnar, rekstrarkostnað og að kortleggja hugsanlegar varmauppsprettur í Grundarfirði og nágrenni. „Tölvu­ vædd varma­og straumfræðilí­ kön hafa verið smíðuð með aðstoð norskra sérfræðinga. Markmiðið með þeim er að meta varmaburð frá jarðlögum í kringum Grund­ arfjörð. Með niðurstöðum þess­ ara athugana verður hægt að meta hvernig verðskrá fyrir slíkar fjar­ varmaveitur á köldum svæðum gæti litið út og hvort bygging og rekst­ ur þeirra geti verið fýsilegur kostur hér á landi.“ arg Frá fundi í júní þar sem Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar og Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna, kynntu málið fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ljósm. Grundarfjarðarbær. Skoða fjarvarmaveitu fyrir Grundarfjarðarbæ Grundarfjörður. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.