Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 20212 Nú er kominn nóvember og stytt- ist heldur betur í jólahátíðina. Þá fer fólk að huga að jólagjöfunum og öllu því sem fylgir. Á sama tíma fara börnin að verða spennt og oft tek- ur á að reyna að minnka spennuna í aðdraganda jólanna. Það er alltaf jafn gaman að setjast niður með börnunum, spila skemmtileg spil og ekki vera að hafa heitt súkkulaði og meðlæti. Kósíkvöldunum fer fjölg- andi hjá þessari kynslóð og því um að gera að hafa það náðugt í faðmi fjölskyldunnar fram að jólum með smá knúsi, kærleika og kyrrð. Á fimmtudag er útlit fyrir suðvestlæga átt, 3-10 m/s og smá skúrir eða él, en bjart með köflum austanlands. Hiti yf- irleitt 0 til 5 stig. Á föstudag má gera ráð fyrir hægri suðlægri eða breytilegri átt og skúrir eða él, en gengur í norð- austan 10-15 m/s með rigningu eða slyddu suðaustanlands undir kvöld. Hiti 0 til 6 stig, mildast syðst. Á laugar- dag verður norðlæg átt og dálítil slydda eða snjókoma A-lands, annars víða él, en úrkomulítið SV-lands. Hiti nærri frostmarki. Á sunnudag má bú- ast við hægt vaxandi austanátt og hlýnandi veðri með strekkingi og úr- komu syðst um kvöldið. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum?“ Þar var Liverpool afgerandi sigurvegari, með 34% at- kvæða. 23% sögðu „Manchester United,“ 13% sögðu „Annað“ 12% sögðu „Arsenal,“ 10% sögðu “Totten- ham,“ 5% sögðu „Leeds“ 2% sögðu „Chelsea“ og 1% prósent sagði „Manchester City.“ Í næstu viku er spurt: Hvenær finnst þér að eigi að byrja að spila jólalögin? Þegar Creditinfo birti í október síð- astliðnum lista yfir fyrirmyndarfyrir- tæki hér á landi vakti athygli að efst á lista yfir vestlensku fyrirtækin var Borgarverk í Borgarnesi, annað árið í röð. Eigendurnir eru tveir; Krist- inn Sigvaldason og Óskar Sigvalda- son og fara með jafnan hlut hvor. Í Skessuhorni í dag er rætt við þá Kristinn og Óskar og eru þeir Vest- lendingar vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Leiðrétt SKESSUHORN: Í síðasta tölublaði Skessuhorns var frétt um nemendur sem tóku upp stuttmynd í yfirgefnu húsi á Akranesi. Umrætt hús er við Vesturgötu 74 og var sagt að ekki hefði verið búið í húsinu í 25 ár. Hið rétta er að núver- andi eigandi hússins keypti það af þáverandi eigendum hússins árið 2001. Þá skal það tekið skýrt fram, ef það hefur valdið einhverjum misskilningi, að fyrri eigendur hússins bera enga ábyrgð á því ástandi sem er á húsinu í dag. Skessuhorn biðst þá velvirðingar á þeim mistök- um að hafa nafngreint síðustu ábúendur í húsinu. -vaks Covid tölur fara lækkandi VESTURLAND: Í gær- morgun birti lögreglan á Vesturlandi nýjar tölur yfir Covid-19 í umdæminu. Óhætt er að segja að tölurnar yfir einstaklinga í sóttkví hafi lækk- að verulega frá því á föstudag. Fjöldi einstaklinga í einangrun fer einnig lækkandi þó lækkun- in sé minni. Í sóttkví í gær voru 51 samanborið við 96 í síðustu viku og í einangrun eru 46 mið- að við 49 fyrir þremur vikum. Enn er staðan verst í Búðardal þar sem 19 eru í sóttkví, sam- anborið við 32 á föstudag og 24 í stað 25 í einangrun. Í Borg- arnesi eru nú ellefu í sóttkví en voru 30 en fólki í einangrun hefur þó fjölgað úr sex í átt. Á Akranesi fækkar verulega í báð- um hópum. Í sóttkví fækkar úr 18 í 9 og í einangrun fækkar úr 15 í 11. Í Ólafsvík er breytingin minni. Þar fækkar í sóttkví úr tólf í ellefu en fjöldi í einangrun er þrír og er óbreyttur. Staðan er best í Grundarfirði þar sem enginn er í sóttkví né einangrun en í Stykkishólmi er einn í sótt- kví en enginn í einangrun. -frg Glænýtt verk frá Hundi í óskilum Tryggðu þér miða á borgarleikhus.is N J Á L A Á H U N D A V A Ð I Frumsýning 5. nóvember Um þessar mundir eru að hefjast framkvæmdir við nýtt íþróttahús á Jaðarsbökkum á Akranesi en það verður stærsta framkvæmd Akra- neskaupstaðar um árabil. Um er Nýtt íþróttahús rís brátt á Jaðarsbökkum Stærsta framkvæmd Akraneskaupstaðar um árabil að ræða fjölnota íþróttahús og er það einn áfangi af mörgum í áfram- haldandi uppbyggingu íþrótta- mannvirkja á svæðinu. Húsið sam- anstendur af fjölnota íþróttasal og hliðarbyggingu á tveimur hæðum fyrir ýmis fylgirými. Íþróttasalur- inn er 50 metrar að lengd og 38,5 metrar á breidd að innanmáli, alls 1.925 fermetrar. Í kjallara eru bún- ingsherbergi fyrir íþróttasalinn, Akraneshöllina, Akranesvöll, æf- ingasvæðið og önnur útisvæði. Húsið er ætlað fyrir iðkendur margskonar greina íþrótta, svo sem knattspyrnu, körfubolta, handbolta og blak, sem og fyrir nemendur Grundaskóla í skólaleikfimi. Bún- ingsherbergin eru fyrir alla iðkend- ur á svæðinu, jafnt innandyra sem utan. Einnig er gert ráð fyrir fjöl- breyttum uppákomum sem geta farið fram í sal íþróttahússins, svo sem samkomur, tónleikar og svo framvegis. Samtals er mannvirkið ríflega 5.300 fm og leggst annars vegar að norðurgafli Akraneshallarinnar og tengist sundlaugarbyggingu til vesturs hins vegar. Húsið á eins og áður segir að geta þjónustað alla al- menna íþróttaiðkun svo sem hand- bolta, körfubolta, blak og fleira með uppsettum áhorfendabekkj- um ásamt því að vera leikfimihús fyrir Grundaskóla. Salurinn getur skipts í fjóra hluta í kennslu og get- ur einnig tekið við uppsetningu fyr- ir veisluhald með uppröðun borða í öllum salnum. Hljóðvist og loft- gæði taka mið af því besta sem þekkist í dag. Bruna- og öryggismál taka einnig mið af nýjustu kröfum. 700 áhorfendur í sal Áætlað er að starfsmenn verði á vakt í húsinu og munu þeir hafa að- stöðu í kjallara við austurinngang hússins. Gert er ráð fyrir 15 bún- ingsklefum í mismunandi stærð- um með fullkominni sturtuaðstöðu auk þess sem þrír klefanna verða með kalda potta með sírennsli. Þeir pottar verða ekki opnir öðrum en afmörkuðum hópi í afreksíþrótt- um. Tveir búningsklefar verða sér- staklega ætlaðir hreyfihömluðum. Í kjallara verður einnig styrktarsalur. Aðalinngangur hússins verður á fyrstu hæð. Þar verða salerni sem þjóna áhorfendum, bæði þeim sem eru í aðalsal hússins og einnig fyr- ir útisvæði. Í íþróttahúsinu verða íþróttavellir útbúnir þannig að þeir uppfylli allar kröfur til leikjahalds í efstu deildum, svo sem í körfu- bolta, handbolta og blaki. Íþrótta- gólf er parketgólf sem stenst kröf- ur viðeigandi sérsambanda. Gert er ráð fyrir að 700 áhorfendur rúmist í áhorfendastúkum. Eins og áður sagði er gert ráð fyrir að íþrótta- salurinn geti einnig verið útbúinn fyrir annars konar starfsemi eins og veisluhöld, sýningar og tónleika. Við þess háttar uppröðun er gert ráð fyrir allt að 900 manns í saln- um og hafa bruna- og burðarþols- hönnuðir samþykkt þann fjölda. Bygging íþróttahússins enn í útboðsfasa Í þessum fyrsta áfanga verksins mun Vélaleiga Halldórs Sigurðs- sonar sjá um gröft fyrir mann- virkinu og breytingar á lögnum í jörðu ásamt því að girða af vinnu- svæðið. Við þá framkvæmd mun allt bílastæðið framan við inngang að sundlaug verða lokað almenn- ingi. Einnig munu gönguleið- ir að Íþróttamiðstöð og Akranes- höll verða afmarkaðar. Bílastæðin austan núverandi íþróttahúss, „braggans,“ munu áfram verða opin ásamt því að svæðið norðan við braggann, í átt að Jaðarsbraut verða einnig nýtt. Að sögn Sigurðar Páls Harðar- sonar, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstað- ur er bygging íþróttahússins enn í útboðsfasa og er verið að vinna frekari útboðsgögn fyrir verk- ið. „Stefnt er að því að vera með aðskilin útboð, annars vegar í ytri frágang og slíkt og síðan í innri frágang. Síðan munum við væntanlega fara í útboð varðandi lausan búnað. Þá verður væntan- lega farið í útboð vegna lóðafrá- gangs.“ Aðspurður um byggingar- máta hússins segir Sigurður Páll að hann verði að einhverju leyti valkvæður fyrir þann sem fær verkið en húsið verður steypt með burðarrömmum. frg Íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum eftir að fyrsta áfanga verksins verður lokið. Teikning: ASK arkitektar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.