Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 202114 Agnes M. Sigurðardóttir biskup Ís- lands afhjúpaði síðastliðinn mið- vikudag söguskilti við Hallgríms- kirkju í Saurbæ, á Hallgrímsmessu. Athöfnin hófst með ávarpi Lindu Bjarkar Pálsdóttur sveitarstjóra þar sem hún bauð gesti velkomna til að afhjúpa söguskiltið sem segir frá sögu Hallgrímskirkju, Hallgrími Péturssyni og konu hans, Guðríði Símonardóttur. Linda Björk sagði að skiltið væri fyrsti liður í verk- efninu „Merking sögu og merkis- staða í Hvalfjarðarsveit,“ sem leitt er af Markaðsstofu Vesturlands og unnið í samstarfi við Akraneskaup- stað og Kjósarhrepp, en verkefnið felst í þróun ferðaleiða um Hval- fjörð og út á Akranes. Vinna við verkefnið hófst á síð- asta kjörtímabili en menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar var einhuga um nauðsyn þess að merkja helstu sögu- og merkisstaði sveitarfélagsins og miðla þannig þekkingu, bæði til heimamanna og gesta. Við mótun verkefnisins voru margar leiðir ræddar og álit fengin frá sérfróðum aðilum en á núver- andi kjörtímabili var ákveðið, að loknum fundi með Margréti Björk Björnsdóttur hjá Markaðsstofu Vesturlands, að nota skilti til þess að miðla þessum fróðleik. Linda Björg sagði einnig að menningar- og markaðs- nefndin hefði leitað til íbúa Hval- fjarðarsveitar eftir tillögum að stöð- um þar sem vert væri að setja upp skilti og hefðu viðbrögð íbúa verið mjög góð. Niðurstaðan varð sú að ákveðið hefði verið að skiltin yrðu tíu í núverandi áfanga. Eftir við- ræður við formann sóknarnefnd- ar Hallgrímskirkju var ákveðið að fyrsta skiltið yrði um Hallgríms- kirkju í Saurbæ, Hallgrím Péturs- son og Guðríði Símonardóttur. Linda Björk sagði að lokum að verkefnið nyti stuðnings frá Sókn- aráætlun Vesturlands, styrktarsjóði EBÍ, Faxaflóahöfnum og Mjólk- ursamsölunni og kunni hún þeim bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Þá færði hún einnig þeim sveitungum þakkir sem lagt hafa verkefninu lið við miðlun fróðleiks, yfirlesturs og ábendinga. Síðan mælti Agnes bisk- up nokkur orð, afhjúpaði skiltið og kór Saurbæjarprestakalls tók lagið. Að því loknu færðu gestir sig inn í kirkju og þar stjórnaði dagskránni séra Þráinn Haraldsson sóknar- prestur. Séra Kristján Valur Ing- ólfsson, fyrrum vígslubiskup sagði frá því í stuttu máli þegar Hall- grímur Pétursson kom að Saur- bæ. Kór Saurbæjarprestakalls und- ir stjórn Benedikts Kristjánssonar söng nokkra sálma séra Hallgríms við undirleik Bjarna Frímanns Bjarnasonar og fyrrnefndur Bene- dikt tenór flutti kirkjuljóð eftir Jón Leifs. Dagskránni lauk með því að biskup Íslands séra Agnes flutti bæn og blessun. Góð mæting sveitunga og gesta var á viðburðinn sem fram fór í góðu veðri og mæltist hann vel fyrir. vaks Við Háskólann á Bifröst er í dag eingöngu kennt í fjarnámi með stuttum staðarlotum á sex vikna fresti. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor við skólann segir það stefnu skólans að mæta menntaþörf lands- manna hverju sinni og að köllun sé eftir auknu fjarnámi. „Fyrst þegar Háskólinn á Bifröst var stofnaður vantaði menntamöguleika á lands- byggðinni og var stofnun skólans til að mæta þeirri vöntun. Skólinn hefur svo alla tíð reynt að svara kalli samfélagsins í menntamálum. Krafa nútímans er að hafa fjarnám. Meðalaldur okkar nemenda er 37,2 ár og þetta er fólk sem er gjarnan að sækja sér seinni mastersgráðu eða grunnnámsgráðu tvö. Þetta er fólk oft með börn og buru eða í vinnu með námi og fyrir bragðið er fjar- nám góður valkostur,“ segir Mar- grét og bætir við að fjarnám sé þó alls ekki nýjung á Bifröst. „Bifröst hefur verið með fjarnám í boði síð- an á tíunda áratugnum,“ segir hún. Faraldurinn raskaði ekki námi Að sögn Margrétar var kórónu- veirufaraldurinn kannski smá bless- un fyrir Háskólann á Bifröst en í faraldrinum sannaðist bæði hversu mikilvægt fjarnám getur verið og hversu auðvelt það er í raun að bjóða upp á fjarnám. „Á meðan aðrir skólar voru ekki undir þetta búnir og þurftu að kenna kennur- um sínum að kenna í fjarnámi, eða voru jafnvel með kennara sem vildu hreinlega ekki kenna í fjarnámi, þá truflaði þetta okkar starfsemi ekki hætishót. Við erum bara með kennara sem kunna og vilja kenna í fjarnámi og erum með alla innviði til þess að kenna í fjarnámi. Það var því mikilvægt fyrir sjálfsmynd Bif- rastar að geta sýnt fram á að þetta er vel hægt,“ segir Margrét. „Ég var ekki sannfærð fyrir nokkrum árum að það væri hægt að kenna næstum allt í fjarnámi. Í gamla daga sagði ég sjálf gjarnan að ég myndi nú ekki vilja fara til læknis sem hefði lært í fjarnámi. En núna bara veit ég bet- ur. Tilfellið er að það eru bara mjög góðir læknar sem hafa lært í fjar- námi og það er hægt að kenna flest í fjarnámi.“ Áfallastjórnun Aldrei hafa fleiri nemendur verið skráðir í nám við skólann, en í dag eru yfir 900 nemendur virkir í skól- anum. Umsóknarmet var sett bæði á síðasta ári og í ár. „Háskólar eru líka alltaf í öfugu hlutfalli við stöð- una í þjóðfélaginu. Þegar það krepp- ir að fer fólk í nám,“ segir Margrét. Sem partur af því að mæta þörfum þjóðfélagsins hverju sinni var bætt við nýrri námsbraut við Háskól- ann á Bifröst, námi í áfallastjórn- un. „Við sem búum úti á landi vit- um hvað innviðir skipta miklu máli. Þegar allt hrundi í byrjun árs 2020 og svo þegar óveðrið skall á fyrir norðan og það datt út allt rafmagn og hiti í marga daga. Þarna sáum við hvað innviðirnir skipta miklu máli. Þeir eru ótrúlega mikilvægir. En það var ekki boðið upp á neitt nám í áfallastjónun á landinu og við þurf- um að hafa fólk með þessa menntun til að takast á við svona áföll. Við fórum því strax af stað og byrjuðum með þetta nám núna í haust,“ segir Margrét og bætir við að síðan í árs- byrjun 2020 heftur skólinn einnig verið að fjölga fastráðnum kennur- um og eru núna 60% kennara við skólann fastráðnir. Þá hefur einnig orðið mikil fjölgun doktora við skól- ann en í janúar 2020 voru þeir fimm og eru 13 í dag. Íslenskunám Auk nýs náms í áfallastjórnun hef- ur verið bætt við frumgreinanámi á Bifröst og íslenskunámi fyr- ir útlendinga. „Við lásum að það væru 20% íbúa á Íslandi sem eiga ekki íslensku sem móðurmál. Þá sáum við að hér á landi vantaði háskólagátt þar sem kennt væri á ensku, svo þetta fólk hefði líka kost á að fara í nám. Við brugðumst við því. Svo er erfitt fyrir marga sem ekki eiga íslensku sem móðurmál að komast í íslenskukennslu. Við ákváðum því að bjóða upp á ís- lenskukennslu á netinu. Nú geta allir sem til dæmis vinna vakta- vinnu og líka óháð búsetu ver- ið hjá okkur í námi,“ segir Mar- grét og bætir við að hún hafi feng- ið til liðs við sig Sigríði Kristins- dóttur og Ólínu Þorvarðardóttur til að sjá um íslenskunámið. „Þær eru frábærar á þessu sviði.“ Spurð hvort fjarnámið sé meira fyrir landsbyggðina en íbúa á höfuð- borgarsvæðinu segir Margrét alla geta nýtt sér fjarnám en að það sé líka byggðamál. „Manneskja af landsbyggðinni sem flytur ekki til Reykjavíkur verður áfram mann- eskja á landsbyggðinni. Sú mann- eskja getur sótt sér menntun frá sínu heimili og nýtt þekkinguna beint inn í sitt byggðarlag. Það er engin spurning að fjarnám er byggðamál. Allar rannsóknir sýna að um leið og fólk flytur til höf- uðborgar fer það sjaldnast aftur til baka. Þess vegna er þessi umræða á landsbyggðina um að styrkja fjar- nám hárrétt,“ segir Margrét Jóns- dóttir Njarðvík. arg Bifröst í Norðurárdal. Fjarnám er byggðamál segir Margrét Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst Margrét Njarðvík Jónsdóttir rektor Háskólans á Bifröst. Ljósm. úr safni/kgk. Kór Saurbæjarprestakalls söng nokkur lög. Biskup afhjúpaði söguskilti í Saurbæ Linda Björk bauð gesti velkomna. Fjöldi gesta sótti viðburðinn. Agnes biskup við skiltið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.