Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 202126
Bjarki Fannar Hjaltason er 14 ára
drengur á Akranesi, sonur Hjalta
Arnar Jónssonar og Myrru Gísla-
dóttur. Bjarki er næst elstur fimm
systkina. Fjölskyldan er síðar í þess-
um mánuði á leið til Boston þar sem
Bjarki fer í opna hjartaaðgerð 6. des-
ember nk. Fer fjölskyldan saman út
29. nóvember og þarf að dvelja þar
til 3. janúar og verður því í Boston
yfir jólin. Þau þurfa sjálf að borga
flug fyrir fjóra auk þess sem það er
mikill kostnaður við að fara í svona
ferð og dvelja svo lengi fjarri heim-
ilinu. Fjölskyldan hefur því gripið
til þess að leita aðstoðar til almenn-
ings og komið af stað söfnun á: go-
getfunding.com/bjarkifannar arg
Mjög harður árekstur varð um há-
degisbil á miðvikudag á Vestfjarða-
vegi, í Hvolsdal, á milli Hvols og
Ársels í Dölum. Tildrög árekstrar-
ins voru að fólksbifreið var ekið yfir
á rangan vegarhelming með þeim
afleiðingum að hún rakst fram-
an á stóra sendibifreið sem kom
úr gagnstæðri átt. Sjúkrabílar frá
Búðardal og Hólmavík voru kall-
aðir út.
Að sögn lögreglunnar á Vestur-
landi var aðkoman mjög ljót á slys-
stað og báðar bifreiðarnar mik-
ið skemmdar. Fólksbifreiðin sýnu
meira og gengin alveg inn að far-
þegarými. Ökumaður fólksbif-
reiðarinnar var fastur í bifreiðinni
og þurfti að beita klippum tækjabíls
til þess að ná honum út. Ökumað-
urinn var mjög kvalinn og var þyrla
Landhelgisgæslunnar kölluð út til
þess að flytja hann á bráðamóttök-
una í Fossvogi. Meiðsl ökumanns-
ins reyndust hins vegar minni hátt-
ar og var hann fljótlega útskrifað-
ur af sjúkrahúsi. Að sögn lögreglu
slapp hann ótrúlega vel miðað við
aðstæður. Ökumaður sendibif-
reiðarinnar var fluttur á heilsugæsl-
una í Búðardal. Hann reyndist lítið
slasaður. Báðir ökumennirnir voru
í bílbeltum.
Ökumaður fólksbifreiðarinn-
ar var eðli málsins nokkuð vank-
aður en man ekki hvað gerðist
sem olli árekstrinum en eins og
áður sagði fór hann yfir á rangan
vegarhelming. Aðstæður til aksturs
voru þokkalegar, blautur vegur en
skyggni gott.
frg
Í tilefni Vökudaga fól Akra-
neskaupstaður nokkrum lista-
mönnum á Akranesi að mála rusla-
tunnur að eigin vali og má nú sjá
þær á nokkrum stöðum í bæjar-
félaginu. Fimm listamenn tóku
áskoruninni og fengu frjálst val
með sína list og óhætt að segja að
vel hafi tekist til. Listamennirnir
sem um ræðir eru þau Björn Lúð-
víksson, Aldís Petra Sigurðardótt-
ir, Silja Sif Engilbertsdóttir, Arn-
björg Kjartansdóttir og Heim-
ir Snær Sveinsson. Hugmyndin
er sótt til Vestmannaeyja þar sem
svipað verkefni hefur verið í gangi
og ljóst að þessar fallegu tunnur
munu lífga upp á bæinn. Vonandi
verður framhald á þessu skemmti-
lega verkefni og að aðrar rusla-
tunnur bæjarins verði ekki öfund-
sjúkar yfir því að fá ekki nýtt lúkk
hið snarasta.
vaks
Á 66. fjórðungsþingi Vestfirðinga,
sem haldið var á Ísafirði dagana
22. og 23. október, var ályktun um
samgöngumál áberandi en eins og
segir í inngangi hennar hafa Vest-
firðir staðið aftar öðrum landshlut-
um á öllum sviðum samgöngukerf-
isins á liðnum árum. Fjórðungs-
þing Vestfirðinga krefst þess að
samgöngumál á Vestfjörðum verði
sett í forgang. Breiðafjarðarferjan
Baldur fær sína umfjöllun í álykt-
uninni en ferjan er eins og kunn-
ugt er grunnstoð í samgöngum á
Vestfjörðum, nú þegar sjá má fram
á heilsárs samgöngur milli sunnan-
og norðanverðra Vestfjarða með
framkvæmdum á Dynjandisheiði.
Fjórðungsþingið lagði áherslu á
að núverandi ferja annar ekki eft-
irspurn miðað við núverandi sigl-
ingaáætlun. Því sé enn mikilvægara
að tryggja öryggi farþega um borð
og nauðsynlegt að endurnýja nú-
verandi ferju. Það er skýr krafa
fjórðungsþingsins að ekki verð-
ur unað við þá niðurstöðu Vega-
gerðarinnar að hagstæðast sé að
uppfylla núverandi samning við
Sæferðir sem gildir til 31. maí 2022
með möguleika á framlengingu til
31. maí 2023.
Það er skýr krafa sveitarfélaga á
Vestfjörðum að hafinn verði strax
undirbúningur að því að gera gamla
Herjólfi kleift að leggja að bryggju
á Brjánslæk og Flatey og að hann
hefji siglingar við fyrsta tækifæri og
sigli þar til ný ferja verður fengin.
Einnig að við endurbyggingu á
ekjubrúm verði miðað við að þær
henti bæði Herjólfi og nýrri ferju.
Fjórðungsþingið lagði auk þess ríka
áherslu á að lokið verði við gerð
viðbragðsáætlunar vegna ferjuslysa
á Breiðafirði, sem lagt var til árið
2011 að yrði unnin, en tíðar bilan-
ir og vegna aldur skipsins er mik-
ið áhyggjuefni að öryggi farþega er
ekki tryggt. frg
Harður árekstur
varð í Hvolsdal
Herjólfur III. Ljósm. af vef Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs.
Vilja að Herjólfur hefji sigl-
ingar um Breiðafjörð hið fyrsta
Bjarki Fannar er á leið í opna
hjartaaðgerð í Boston
Ruslatunnur á Akranesi
fá nýtt útlit