Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 19
faxafloahafnir.is
Við hvetjum hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk til að sækja um starfið, óháð kyni, en fyrirtækið hefur skýra
jafnréttisstefnu og vill auka fjölbreytileika í starfsliði sínu.
Umsóknarfrestur er til og með föstudag 12. nóvember n.k.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs inga@faxafloahafnir.is
Umsókn og ferilskrá skal skulu sendar á netfangið olafur@faxafloahafnir.is
Faxaflóahafnir sf. leita að metnaðarfullum og framsýnum einstaklingum
til að bætast í hóp starfsmanna á Framkvæmdasviði.
Faxaflóahafnir er stærsta höfn landsins þar sem starfa um 70 manns
og er umráðasvæði hennar í Reykjavík, Akranesi, Grundartanga og Borgarnesi.
Fyrirtækið leggur áherslu á að vera leiðandi í umhverfis- og öryggismálum
auk þess að vera í vegferð að þróa snjallar og grænar hafnir.
Framundan eru spennandi og metnaðarfull verkefni í þróun hafnarinnar,
auk þess sem stórar áskoranir í umhverfismálum liggja fyrir á næstu misserum
og árum sem hefur m.a. í för með sér uppbyggingu innviða á svæðunum.
Þeir einstaklingar sem við leitum að þurfa að hafa góða hæfni
í mannlegum samskiptum, vera sjálfstæð í starfi og hafa góða tölvukunnáttu.
Ert þú þessi einstaklingur og hefur þú áhuga á að taka þátt í krefjandi
verkefnum sem framundan eru hjá Faxaflóahöfnum? Þá viljum við heyra frá þér.
Erum við að leita að þér?
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
Verkefnastjóri Skipulagsfulltrúi
Menntunar og hæfniskröfur
Verk- eða tæknifræðimenntun.
Reynsla og þekking á verkefnastjórnun
og teymisvinnu.
Reynsla af verklegum framkvæmdum
og mannvirkjagerð.
Menntunar og hæfniskröfur
Menntun á háskólastigi sem nýtist
í starfi, svo sem arkitektúr, skipulagsfræði
eða álíka.
Þarf að uppfylla skilyrði skipulags-
stofnunar sem skipulagsráðgjafi.
Reynsla af skipulagsmálum
og þekking á ákvæðum skipulagslaga.
Helstu verkefni
Vinna við mótun framtíðarsýnar
skipulagsmála Faxaflóahafna sf.
Áætlanagerð vegna skipulags-,
umhverfis- og lóðarmála.
Umsjón og eftirlit með gerð
og breytingu allra skipulagsuppdrátta
fyrir Faxaflóahafnir sf. og mæliblaða.
Eftirlit og umsjón með gerð lóðarleigu-
samninga á landi Faxaflóahafna sf.
Umsjón og eftirlit með landupplýsingum,
skráningu landeigna og fasteigna
Faxaflóahafna sf.
Samstarf við skipulags- og bygginga-
fulltrúa sveitarfélaga á starfssvæði
Faxaflóahafna sf.
Samstarf og samráð við íbúa, lóðarhafa
og aðra hagsmunaaðila.
Helstu verkefni
Verkefnastýring og umsjón verkefna
frá frumstigum til framkvæmdar.
Samskipti við ytri og innri aðila
hafnarinnar í ýmsum verkefnum
sem við koma mannvirkjum, landi,
lóðum og götum.
Umsjón og eftirlit framkvæmda
á hafnarsvæðunum.
Ýmis önnur tilfallandi störf.
að á tímum Covid hafi komið sér
vel að vera byrjaðir að halda fjar-
fundi jöfnum höndum við hefð-
bundna fundi þar sem fólk hittist
augliti til auglitis. „Fjarfundir hafa
hraðþróast á síðustu tveimur árum
víðs vegar í þjóðfélaginu. Að flestu
leyti er það jákvæð þróun, en þó
er nauðsynlegt eins og í þeim til-
fellum þegar verið er að semja um
ný verk að hittast af og til. Fyrsti
verkfundur þarf til dæmis að vera
augliti til auglitis, en gott er að
halda fjarfundi þess á milli. Stað-
reyndin er nefnilega sú að jafnvel
þótt fjarfundir spari tíma og ferða-
lög, þá færðu ekki allt út úr þeim
það sama og venjulegum fund-
um.“
Verkefnin víða og ólík
Óskar segir að verkefni Borgar-
verks séu um allt land og verk-
efnastaðan sé ágæt. Starfsmenn
í vetur eru um 80 talsins en voru
ríflega hundrað þegar mest lét í
sumar. Umfangsmestu verkefnin
eru klæðningar á þjóðvegunum og
viðhald þeirra. Síðastliðið ár hef-
ur fyrirtækið verið með alla lands-
hluta undir í þeim efnum. Á síð-
asta ári keypti Borgarverk svo fyr-
irtækið Klæði á Egilsstöðum og er
þannig orðið 6% eigandi í Hér-
aðsverki og þar með þátttakandi í
stórum verkefnum á þess vegum.
Aðspurður segir Óskar að klæðn-
ingarþátturinn í rekstri Borgar-
verks sé 30-40% að umfangi en
nýframkvæmdir 60-70%, en undir
þær fellur gatnagerð og veitufram-
kvæmdir í nýjum hverfum fyr-
ir sveitarfélög og veitufyrirtæki,
tilboðsverk í vegagerð og annað.
„Stærstu verkefni okkar eru nú á
Selfossi þar sem við erum að leggja
götur og lagnir í tvö ný hverfi,
annars vegar fyrir bæjarfélagið og
hins vegar fyrir verktaka. Þessi tvö
hverfi liggja samhliða og eru býsna
stór að umfangi, en þau leggja sig
á um tvo milljarða króna. Þá erum
við að ljúka við Faxabraut á Akra-
nesi, erum í hafnargerð á Ísafirði,
vegagerð í Þverárhlíð er að hefj-
ast og sömuleiðis er í gangi vega-
gerð í Melasveit. Þá erum við með
um sex kílómetra kafla í endur-
nýjun stofnlagnar hitaveitunn-
ar við Grjóteyri. Fram undan eru
umferðarbætur fyrir Vegagerðina
í gegnum Borgarnes og þá erum
við að ljúka verki í Biskupsbrekku
á Holtavörðuheiði og vegagerð
í Gufufirði og á Skógarströnd,
þar sem nýtt verkefni er reyndar
að fara í gang og nær að Dunká.
Það verk felur meðal annars í sér
tvær brýr. Verkefnin okkar eru því
býsna víða og ólík að eðli og um-
fangi,“ segir Óskar.
Vöxtur á Selfossi
Þegar hér er komið sögu í þessu
ferðaspjalli með Óskari hefur Krist-
inn Sigvaldason hinn eigandi fyrir-
tækisins bæst í hópinn og sömuleið-
is Auður Guðmundsdóttir svæð-
isstjóri Borgarverks á Suðurlandi.
Eftir að hafa skoðað nýtt og glæsi-
legt mannvirki Borgarverks við
Víkurheiði; verkstæði, starfsmanna-
aðstöðu og skrifstofubyggingu,
ökum við um tvö ný hverfi á Sel-
fossi; Jórvík og Bjarkarhverfið. Þar
hefur Borgarverk með höndum
gatnagerð og lagnavinnu auk þess
að vinna jarðvinnu fyrir verktaka
sem víða eru að byggja á Selfossi.
Aðspurð segja þau Selfoss vera í
gríðarlegri uppbyggingu nú um
stundir sem lýsi sér best í að íbúa-
fjölgun er frá 7 til 10% á ári. Slíkt
kalli vissulega á miklar framkvæmd-
ir við skóla og aðra innviði í sveitar-
félaginu samhliða þetta hraðri
fjölgun íbúa. Nýr grunnskóli er tek-
inn að rísa úr jörðu í nýja hverfinu
sunnan við aðal byggðina á Selfossi
og þar eru fjölmargir verktakar að
störfum. Síðdegis á föstudaginn
voru þó flestir iðnaðarmenn farnir
heim og sögðu byggingaverktakar
sem við tókum tali að það skrifist á
styttingu vinnuvikunnar.
Stefna á
stöðugan rekstur
Þeir Kristinn og Óskar segjast að
endingu vera bjartsýnir á rekstur
Borgarverks. Fyrirtækið hafi vax-
ið ár frá ári og standi fjárhagslega
vel. Spurðir um hvort þeir stefni á
tuttugu prósenta vöxt enn og aft-
ur á næsti ári, svarar Kristinn eft-
ir nokkra umhugsun: „Nei. Ætli
hann verði ekki 30%.“ Þeir hlæja
báðir, en taka fram að nú sé ekki
markmið út af fyrir sig að stækka
fyrirtækið heldur einbeita sér að
góðum og traustum rekstri. „Við
erum nokkuð sáttir við stöðuna
eins og hún er í dag. Skipulags-
breytingar sem við höfum nú kom-
ið í gegn eru sérsniðnar til að geta
haldið kröftugri starfsemi áfram í
okkar kjarnagreinum. Við höfum
gott starfsfólk með okkur í þessu
og erum vel staðsett með okkar
rekstur. Hér á Suðurlandi og eink-
um á Selfossi er mikil uppbygging
sem við tökum þátt í. Borgarnes
er og verður áfram miðsvæðis fyr-
ir þau verkefni sem við erum að
sinna, þaðan liggja leiðir til allra
átta, hvort sem er vestur á firði eða
austur á land. Þaðan stýrum við
einnig klæðningarverkefnum og
þar fer fram hluti viðhalds tækja-
flotans, en restinni er svo haldið
við hér á Selfossi þar sem aðstað-
an er góð. Vonandi komum við
því svo í verk að byggja okkur nýja
skrifstofuaðstöðu í Borgarnesi því
þar mun fyrirtækið áfram eiga
sitt heimili,“ segja þeir Óskar og
Kristinn að endingu.
Eftir fróðlegan dag er haldið
áleiðis til baka, eftir vegum sem
nú er verið að endurnýja, gegn-
um Hveragerði og áleiðis yfir
Hellisheiði. Síðdegis voru margir
á heimleið þar eftir vinnu í höf-
uðborginni. Óskar leggur á ráðin
um verkefni helgarinnar í síman-
um á meðan blaðamaður klórar sér
í hausnum yfir hvernig hægt sé að
skrá ferðasögu stórhuga forstjóra
öflugasta fyrirtækisins á Vestur-
landi þannig að eitthvað vit verði
í því.
mm
Óskar á tali við Rögnvald Óla Jónsson veghefilsstjóra. Að baki þeirra er fullkomn-
asti og einn af nýjustu vegheflum landsins.
Staðarverkstjóri Borgarverks er hér að undirbúa malbikun bílastæðis við nýtt
fjölbýlishús á Selfossi.