Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 20214
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is
Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Vöxtur og vaxtarverkir
Ég hef lengi haft áhuga á byggðamálum og aðstæðum fólks, einkum í dreifðari
byggðum. Vafalítið tengist sá áhugi rótunum en einnig störfum við atvinnuráð-
gjöf áður en álpast var í núverandi starf. Þróun á íbúafjölda í sveitarfélögum er
býsna misjöfn hér á landi eftir því hvar borið er niður. Í héruðum þar sem at-
vinnulíf er einsleitt hefur því jafnvel verið að hnigna. Við slíkar aðstæður get-
ur íbúum fækkað á undraskömmum tíma, í það minnsta tímabundið, þar til fólk
ýmist nær vopnum sínum á nýjan leik eða nýir íbúar koma og fylla í skörðin.
Tækifæri leynast nefnilega stundum í mótlætinu og þekkt er að nýsköpun er
mest þegar neyðin er stærst. Oft er svo brugðist við hnignum með átaki hins
opinbera þar sem reynt er að handstýra nýrri starfsemi inn á svæðin til að auka
atvinnu á ný. Byggðakvótar í sjávarútvegi eru ef til vill besta dæmið um slíkt.
Oftar en ekki eru það ýmis atriði í ytra umhverfi sem breyta byggðamynstrinu;
neysla tekur breytingum og það sem eitt sinn var nauðsyn er það ekki lengur. Þá
geta samgöngur og fjarskipti skipt máli í sýn fólks á gæði búsetu, atvinnufram-
boði og svo ekki síst ef tækifæri til mennta eru takmörkuð. Þá flytur fólk búferl-
um þegar börnin komast á framhaldsskólaaldur. Það er því að mörgu að hyggja
þegar kemur að stjórnun sveitarfélaga sem hafa það hlutverk að tryggja sem
bestu þjónustu á öllum sviðum.
Síðastliðinn föstudag fór ég í vinnuferð austur á Selfoss. Fylgdi þar í eina
dagsstund stjórnendum fyrirtækis sem hér á rætur. Borgarverk vinnur nú að
gatnagerð, lögnum og lóðavinnu fyrir fjölda verktaka. Á Selfossi er vægast sagt
ævintýraleg uppbygging, fjölgun íbúa sem svarar 7-10 prósentum á ári. Þar eru
heilu hverfin að rísa á ógnarhraða upp úr forblautri mýrinni. Heil gata þar sem
ekki var búið að ljúka gatnagerð eða lagnavinnu var að verða til, en engu að
síður búið að selja einstaklingum hverja einustu lóð við götuna. Þarna vill fólk
byggja og fyrirtæki að fjárfesta. Á einu ári hefur fasteignaverð í Árborg hækkað
um 36% sem er langmesta hækkun á landsvísu. Akranes er þar í öðru sæti, en
fasteignaverð á þriðja ársfjórðungi hækkaði þar um 20% á tólf mánuðum. Þrátt
fyrir þessar gríðarlegu hækkanir íbúðaverðs bæði á Selfossi og á Akranesi er fer-
metraverð á þessum stöðum 24-37% lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Sá mun-
ur skilur á milli feigs og ófeigs. Fólk af höfuðborgarsvæðinu tekur sig upp, sel-
ur eignir sínar þar og kaupir í nágrannabyggðum. Lætur ekki eina Hellisheiði
eða umhleypingasamt Kjalarnes aftra för. Vafalítið hefur aukin fjarvinna gert
fýsileika búsetu á þessum stöðum enn vænlegri svo ekki sé talað um ráðaleysi
borgaryfirvalda í að brjóta ný hverfi til íbúðabygginga.
Í þessari áhugaverðu ferð til Selfoss hef ég sennilega upplifað miðpunkt
mestu þenslu á landinu í seinni tíð. En vandi fylgir vegferð hverri. Þarna inni
í nýju hverfi var grunnskóli rétt að byrja að rísa úr jörðu, langt á eftir áætlun.
Dagvistunarpláss vantar og vafalítið eru fleiri innviðir sem hafa ekki við að vaxa
í takti við þensluna. Við þessar aðstæður verða íbúar pirraðir, það hafa rann-
sóknir sýnt. Fólkið sem stendur í dýrustu fjárfestingum lífsins, er skuldsett upp
fyrir haus, hefur enga þolinmæði að bíða eftir því að sveitarfélagið sinni því
sem að því lítur. Af þeim sökum er ég ekki í vafa um að hóflegri íbúafjöldun sé
betri kostur. Vöxtur upp á 2,5-3% á ári er meira en nóg til að innviðir á borð
við samgöngur, skóla og þjónustu nái að fylgja með. Akranes er því á betri stað
hvað þetta varðar en Selfoss. Þar hækkar vissulega fasteignaverð hægar en fyrir
austan, en nóg samt.
En hröðum vexti þarf að fylgja eðlileg fjölgun atvinnutækifæra. Ekki er hægt
að búast við því að ný atvinnutækifæri verði einungis til á höfuðborgarsvæð-
inu og fólk aki jafnvel daglega langa vegalengd til og frá vinnu. Frá náttúruleg-
um sjónarmiðum hafa til dæmis Skagamenn bullandi sóknarfæri umfram Sel-
fyssinga. Ekki þarf að aka yfir fjallveg til að komast á staðinn og ekki síður er
tækifæri fólgið í að þar er að finna ónotaða risastóra fiskiskipahöfn þangað sem
einnig er hægt að sigla skemmtiferðaskipum. En það var ekki ætlunin að vera
með neinn meting, síður en svo. Engin ástæða til.
Magnús Magnússon
Aðalfundur samtaka leigjenda, sem
haldinn var 30. október síðast-
liðinn, skorar á alla leigjendur að
ganga til liðs við samtökin og taka
þátt í löngu tímabærri hagsmuna-
baráttu leigjenda og þeirra sem
ekki komast inn á íbúðamarkaðinn.
„Staða leigjenda er of veik, réttindi
þeirra lítil og húsnæðiskostnaður of
hár. Stjórnvöld uppfylla ekki laga-
skyldu sína gagnvart leigjendum og
réttindi og efnahagsleg staða leigj-
enda á Íslandi er miklum mun lak-
ari en í næstu nágrannalöndum.
Aðeins leigjendur sjálfir geta breytt
þessari stöðu. Aðalfundur Samtaka
leigjenda hvetur því alla leigjend-
ur til að ganga til liðs við samtökin
og allt réttsýnt fólk til að gera það
sama, til stuðnings leigjendum og
hagsmunabaráttu þeirra. Hægt er
að ganga í samtökin á vefslóðinni
leigjendasamtokin.is,“ segir í til-
kynningu.
Aðalfundurinn fól nýkjör-
inni stjórn samtakanna að undir-
búa leigjendaþing í febrúar/mars á
næsta ári og leggja fyrir það frum-
varp að laga- og skipulagsbreyting-
um til að styrkja samtökin og efla
starf þeirra í þágu leigjenda á næstu
misserum. Sérstaklega skal horft til
deilda eða sjálfstæðra félaga í lands-
hlutum og meðal leigjenda tiltek-
inna leigufélaga.
Aðalfundurinn fól stjórninni
að fjölga félögum og tengja sem
flesta þeirra inn í starf samtakanna.
Fundurinn fól stjórninni að leggja
fram fyrir leigjendaþing frumvarp
að kröfugerð samtakanna sem fela
þarf í sér gagngera breytingu á
leigumarkaðinum, svo hann þjóni
leigjendum en misnoti þá ekki. Að-
alfundurinn fól nýrri stjórn að leita
til verkalýðsfélaga og annarra al-
mannasamtaka um fjárhagslegan
stuðning til að tryggja starfsemi
Samtaka leigjenda. Þá fól aðal-
fundurinn nýrri stjórn að efna til
umræðu um stöðu leigjenda, hús-
næðismarkaðinn almennt, saman-
burð við önnur lönd og hvað gera
megi hérlendis til að bæta kjör og
réttindi leigjenda.
Eftirtaldir skipa stjórn og
varastjórn: Anita Da Silva Bjarna-
dóttir, Guðmundur Hrafn Arn-
grímsson, Guðrún Vilhjálmsdóttir,
Gunnar Smári Egilsson, Harald-
ur Ingi Haraldsson, Laufey Lín-
dal Ólafsdóttir, Rán Reynisdóttir,
Vilborg Bjarkadóttir, Yngvi Ómar
Sighvatsson og Þórdís Bjarnleifs-
dóttir.
mm
Svipmynd frá Akranesi.
Samtök leigjenda hafa
verið endurreist
Barni Guðráðsson bóndi í Nesi í
Reykholtsdal er látinn 86 ára að
aldri eftir stutt veikindi. Bjarni
fæddist á Skáney 13. janúar 1935.
Foreldrar hans voru Guðráður
Davíðsson og Vigdís Bjarnadótt-
ir. Þau byggðu nýbýlið Nes úr
Skáneyjarjörðinni og fluttu þang-
að með tvö barna sinna 1937.
Bjarni varð eftir í fóstri hjá ömmu
sinni og afa; Helgu Hannesdóttur
og Bjarna Bjarnasyni á Skáney
fyrstu árin eftir að foreldrar hans
fluttu í Nes, en fylgdi þeim þang-
að þegar hann var níu ára. Skóla-
ganga Bjarna var fyrst í farskóla
en landsprófi lauk hann frá Hér-
aðsskólanum í Reykholti 1951.
Síðar á lífsleiðinni stundaði hann
tónlistarnám og varð organisti og
söngstjóri í Reykholtskirkju um
áratugaskeið auk þess að þjálfa og
stýra fleiri kórum.
Eiginkona Bjarna var Sigrún
Einarsdóttir frá Kletti. Þau hófu
búskap 1955, fyrstu tvö árin í
Gróf en eftir það og alla tíð síð-
an í Nesi. Fyrst bjuggu þau í félagi
við Guðráð og Vigdísi en síðar um
tíma með Sigurði elsta syni þeirra
og Vöku Kristjánsdóttur eigin-
konu hans. Í Nesi var í fyrstu rek-
ið blandað bú en síðan eftir 1970
stórt kúabú þegar tekið hafði ver-
ið í notkun framúrstefnufjós á þess
tíma mælikvarða. Ráku þau kúa-
búið til aldamóta, leigðu það út
um nokkurra ára skeið en aflögðu
síðan. Í Nesi var þá aukin áhersla
lögð á ferðaþjónustu með gerð
níu holu golfvallar og byggingu
golfskála og síðar sölu gistirým-
is í eldri húsum á bænum. Sigrún
og Bjarni áttu fjögur börn og ætt-
leiddu það fimmta. Sigrún lést 16.
september 2017.
Á engan er hallað þótt sagt sé að
Bjarni í Nesi hafi lagt drýgri skerf
til samfélagsins í sinni heimasveit
og á vettvangi félagsmála, en flestir
aðrir. Hann sat um tíma í hrepps-
nefnd Reykholtsdalshrepps, var
lengi í forystu Búnaðarsambands
Borgarfjarðar og sat þá Búnað-
arþing. Meðal verka hans á þeim
vettvangi var myndarleg útgáfa á
ritverkinu Byggðir Borgarfjarð-
ar. Bjarni stýrði byggingarnefnd
Ungmennafélags Reykdæla þegar
byggt var við félagsheimilið Loga-
land á áttunda áratugnum. Þegar
kom að því að endurreisa Reyk-
holtsstað eftir að skólahaldi þar
var lokið tók Bjarni að sér að veita
forstöðu byggingarnefnd nýrrar
Reykholtskirkju og Snorrastofu.
Helgaði hann krafta sína því verk-
efni um árabil og lagði allt undir.
Veðsetti jafnvel jörð sína til lán-
töku þegar bið var á framkvæmda-
fé eftir öðrum leiðum. Slíkt hið
sama gerði fólk í safnarnefnd og
sóknarprestur að auki. Þetta gamla
höfuðból, héraðsbúar og raunar
landsmenn allir eiga því þeim fé-
lögum Bjarna í Nesi og sóknar-
prestinum sr. Geir Waage mik-
ið að þakka. Saman voru þeir í
forsvari fyrir verkefni sem var svo
miklum mun stærra en lítill söfn-
uður einn og sér hefði getað stað-
ið undir. Segja má að Geir hafi afl-
að verkefninu stuðnings heima og
erlendis meðan Bjarni stýrði verk-
lega hluta framkvæmdanna heima
fyrir, dyggilega studdur af Sigrúnu
eiginkonu sinni. Því verki lauk
með vígslu Reykholtskirkju 1996
og Snorrastofu fjórum árum síðar.
Á þjóðhátíðardaginn 2000 nældi
forseti Íslands riddarakrossi hinn-
ar íslensku fálkaorðu í barm Bjarna
fyrir störf hans að kirkjutónlist og
varðveislu menningarminja.
Bjarni veiktist skyndilega og
lést réttri viku síðar, sunnudaginn
31. október, á Landspítalanum í
Reykjavík. Útför hans verður gerð
frá Reykholtskirkju laugardaginn
6. nóvember klukkan 11:00.
mm
And lát:
Bjarni Guðráðsson í Nesi