Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 37

Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 37 Hvalfjarðarsveit – miðvikudagur 3. nóvember Opið hús hjá eldri borgurum 60 ára og eldri í Miðgarði kl. 14:00. Áskell Þórisson kemur og segir frá því sem hann er að sýsla við. Hann hef- ur meðal annars verið að taka ljós- myndir í nærumhverfinu. Borgarnes – fimmtudaginn 4. nóvember Á vegum héraðsbókasafns verða kynntar tvær nýútkomnar borg- firskar bækur í Safnahúsi Borgar- fjarðar kl. 19:30, en höfundar þeirra tengjast bænum Gufuá í Borg- arhreppi fyrrum sterkum böndum. Gróa Finnsdóttir les upp úr bók sinni Hylurinn sem er hennar fyrsta skáld- saga en bókinni er lýst sem dramat- ískri og spennandi sögu af heillandi mannlífi, andlegum þroska, ástum og fallegri vináttu. Bókin gerist að stórum hluta í Borgarnesi. Þá verð- ur einnig kynnt bók Sigríðar Ævars- dóttur og Benedikts Líndal sem ber heitið Tölum um hesta en í bókinni segja þau frá eftirminnilegum hest- um og atvikum þeim tengdum og inn í frásögnina er fléttað saman fræðslu, ljóðum og fleiru. Bókina prýða enn fremur myndir Sigríðar. Kaffiveitingar að lokinni dagskrá, all- ir velkomnir. Akranes – föstudagur 5. nóvember Vesturlandsslagur í Íþróttahús- inu við Vesturgötu þegar ÍA tekur á móti Skallagrími í 1. deild karla í körfuknattleik kl 20:30. Akranes – laugardagur 6. nóvember HEIMA-SKAGI tónlistarhátíð verður haldin í fjórum heimahúsum, Bár- unni brugghúsi, Bíóhöllinni og Blikk- smiðju Guðmundar á Akranesi. Fram koma: The Vintage Caravan, Svala, Eddi Lár og Andrea Gylfa, Kristín Sesselja, Svavar Knútur, Bjartmar, Lay Low og Unnur Birna og Bjössi Thor. Þau fyrstu stíga á stokk kl 20:00 og dagskránni mun ljúka kl. 23:00, þá verður eftirpartý á Gamla Kaupfé- laginu. Miðasala á tix.is. Stykkishólmur – sunnudagur 7. nóvember Snæfell og Stál-Úlfur mætast í 2. deild karla í körfuknattleik kl. 14:00. Borgarnes – mánudagur 8. nóvember Aðalfundur Krabbameinsfélags Borgarfjarðar verður haldinn í sal Brákarhlíðar kl. 20:00. Unnur iðju- þjálfari frá Ljósinu kíkir við og Ljós- ið, endurhæfingar- og stuðnings- miðstöð fyrir fólk sem hefur feng- ið krabbamein og aðstandendur þeirra. Búðardalur – miðvikudagur 10. nóvember Boðað hefur verið til vinnustofu í tengslum við endurskoðun Aðal- skipulags Dalabyggðar í Dalabúð kl. 17:00. Fyrirkomulagið er á þann veg að áhugasamir geta komið og skoð- að tillögur þar sem greinargerð og uppdrættir verða til sýnis. Þá geta gestir tekið þátt í vinnuhópum og mótun tillögunnar. Allir velkomnir. Starfsmaður í tölvuþjónustu Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir einstaklingi í fullt starf við tölvuþjónustu á Hvanneyri. Um- sóknarfrestur er til og með 4.11. 2021. Nánari upplýsingar á lbhi.is/ storf. Aðstoð við bústörfin? Eldhressir nemendur á 2. ári í bú- fræði við Landbúnaðarháskóla Ís- lands bjóða fram vinnu við hin ýmsu störf gegn greiðslu í fjáröflun fyrir komandi útskriftarferð. Áhugasam- ir hafi samband við Sigríði Magneu í s: 783-0731. Íbúð til leigu Er með 65 fm íbúð til leigu í Borg- arnesi, sem er nú þegar laus. Upplýs- ingar í síma 863-2022. Íbúð til leigu á Bifröst Íbúð með einu svefnherbergi til leigu á Bifröst. 110 þúsund á mánuði með rafmagni og heitu vatni. Frekari upplýsingar í síma 611-4197 eða á netfangið rosehilmar8@gmail.com. Óska eftir fartölvu Ég óska eftir notaðri fartölvu og gömlum gsm síma. Frekari upplýs- ingar í tölvupósti, jonsragnh@gma- il.com. AL-ANON fundir AL-ANON fundir á Akranesi í gamla Landsbankahúsinu við Suðurgötu 57, 2 hæð. Fundirnir eru á þriðju- dögum kl. 19:30 og laugardögum kl. 11:00. Nánari upplýsingar á al- -anon.is. LEIGUMARKAÐUR ÝMISLEGT Á döfinni ÓSKAST KEYPT Nýfæddir Vestlendingar Smáauglýsingar ATVINNA 16. október. Stúlka. Þyngd: 3.614 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Helena Rún Hannibalsdóttir og Andri Már Óskarsson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir. SK ES SU H O R N 2 02 1 Hunda- og kattaeigendur athugið Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi. Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir annast hreinsunina. Seinni hunda- og kattahreinsun: Kattahreinsun verður frá kl. 9.00 til 12.00 laugardaginn 13. nóvember Hundahreinsun verður frá kl. 13.00 til 15.00 laugardaginn 13. nóvember Staðsetning: Þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin) Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar (ath. greiða þarf með peningum): • Smáveirusótt (Parvo), lifrarbólgu, hótelhósta og hundafári, verð kr. 4.000. • Örmerking hunda og katta, verð kr. 4.500. • Ófrjósemissprauta í hunda og ketti, verð kr. 3.000 til 7.000 fer eftir þyngd. • Bólusetningu gegn kattafári, verð kr. 4.000. Óskráðir hundar og kettir eru vinsamlegast bent á að fara inná www.akranes.is og klára skráninguna í gegnum þjónustugáttina. Athugið að greiða þarf með peningum -enginn posi verður á staðnum Nánari upplýsingar veitir dýraeftirlitsmaður í síma 898-9478 eða dýralæknir í síma 892-3230 Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi BJARNI GUÐRÁÐSSON bóndi og organisti Nesi í Reykholtsdal Lést á Landspítalanum 31. okt s.l. Útför hans fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 6. nóvember 2021 kl. 11. Útförinni er streymt beint á Facebooksíðu Reykholtsprestakalls og á facebook.com/snorrastofa Fjölskyldan þakkar starfsfólki taugalækningadeildar Landspítala fyrir hlýhug og góða umönnun. Sigurður Bjarnason Vaka Kristjánsdóttir Einar Bjarnason Sigrún Benediktsdóttir Sigríður Bjarnadóttir Helga Björk Bjarnadóttir Birgir Hlíðar Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn 20. október. Drengur. Þyngd: 3.824 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Mar- ía Rún Eyþórsdóttir og Svanlaug- ur Atli Jónsson, Grundarfirði. Ljós- móðir: Inga María Hlíðar Thor- steinson. 1. nóvember. Stúlka. Þyngd: 4.156 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Sunna Rós Sigmundsdóttir og Einar Björn Einarsson, Reykjavík. Ljós- móðir: Guðrún Fema Ágústsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.