Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 39 Skallagrímur tók á móti Njarð- vík í Subway deild kvenna í körfuknattleik í Fjósinu í Borg- arnesi á miðvikudaginn í liðinni viku. Skallagrímur komst yfir 4:2 í byrjun leiks en eftir fjórðu mín- útu skoruðu þær ekki stig og staðan eftir fyrsta leikhluta 6:18 gestunum í vil. Vandræði Skallagríms héldu áfram í öðrum leikhluta, þær hittu nánast ekki neitt á meðan Njarð- víkurkonur skoruðu að vild. Staðan í hálfleik 15:44 og ljóst að topplið Njarðvíkinga var aðeins of stór biti fyrir Skallagrímskonur. Í þriðja leikhluta komu fyrstu stig Skallagríms ekki fyrr en á átt- undu mínútu þegar Victoría Lind Kolbrúnardóttir hitti úr tveimur vítaskotum og yfirburðir gestanna ótrúlegir, staðan 20:75 fyrir síðasta leikhlutann og aðeins spurning hve sigurinn yrði stór. Leikurinn var þó á jafnræðisnótunum í fjórða leik- hluta þar sem liðin skoruðu jafn- mörg stig eða ellefu hvort lið en stórsigur Njarðvíkinga í höfn, loka- tölur 31:86 fyrir Njarðvíkurkonur. Stigahæstar hjá Skallagrími voru þær Nikola Nedorosíková með 11 stig, Inga Rósa Jónsdóttir með 7 stig og Victoría Lind með 6 stig. Hjá Njarðvík voru þær Lavína De Silva með 16 stig, Kamilla Sól Viktorsdóttir með 11 stig og Aliyah Collier með 11 stig. Létu þjálfarann fara Eftir leikinn tilkynnti stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms að deildin hafi komist að samkomu- lagi við þjálfara liðsins, Goran Miljevic að hann léti af störfum og þakkaði honum fyrir gott sam- starf og sitt framlag til Skallagríms. Í millitíðinni mun aðstoðarþjálf- arinn, Nebojsa Knezevic, sjá um þjálfun liðsins en hann er einnig leikmaður karlaliðs Skallagríms. Skallagrímur hefur tapað öllum sex leikjum sínum í Subway deildinni í vetur en næsti leikur liðsins er gegn Grindavík í kvöld, miðvikudag, í HS Orkuhöllinni í Grindavík og hefst klukkan 19.15. vaks Landsátakið „Syndum“ hófst á mánudaginn en átakið er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Ís- lands og Sundsambands Íslands og stendur til 28. nóvember. Syndum er hvatningarátak þar sem lands- menn allir eru hvattir til að synda, óháð aldri, bakgrunni eða líkam- legu ástandi. „Sund er tilvalin þjálfunaraðferð þar sem sund styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans. Sund er frábær hreyfing bæði til þess að hlúa að heilsunni og sem skemmtileg tóm- stundaiðja,“ segir tilkynningu um átakið. Allir geta tekið þátt með því að skrá sig á syndum.is en þeir sem hafa tekið þátt í Lífshlaup- inu eða Hjólað í vinnuna geta not- að sama notendanafn. Fólk skráir niður þá vegalengd sem það synd- ir og á forsíðu syndum.is verður hægt að sjá hversu marga hringi í kringum Ísland landsmenn hafa synt. arg Skagamenn gerðu sér langa ferð til Egilsstaða á föstudagskvöldið og léku gegn liði Hattar í 1. deild karla í körfuknattleik. Fyrir leik- inn var Höttur eina liðið í deildinni sem var taplaust en Skagamenn tapað öllum fimm leikjum sínum. Heimamenn tóku fljótt forystuna í leiknum og staðan eftir fyrsta leik- hluta 29:13 Hetti í vil. Skagamenn komu þó til baka í öðrum leik- hluta og minnkuðu muninn í fimm stig þegar þrjár mínútur voru eft- ir. En þá skelltu Hattarmenn í lás og skoruðu síðustu tólf stigin í leik- hlutanum og hálfleiksstaðan 57:40. Í þriðja leikhlutanum héldu heimamönnum engin bönd, Höttur skoraði fyrstu tólf stigin og gerði út um leikinn. Forysta Hattarmanna var orðin 32 stig þegar fjórði leik- hluti hófst, 85:53 og aðeins spurn- ing hve sigurinn yrði stór. Höttur hélt yfirhöndinni út leikinn, steig ekki af bensíngjöfinni og vann að lokum stórsigur, 114:74. Stigahæstir hjá Skagamönn- um voru þeir Nestor Saa með 27 stig, Cristopher Clover var með 22 stig og 13 fráköst og Aron Elvar Dagsson með 6 stig. Hjá Hetti var Timothy Guers með 25 stig, Arturo Rodriguez með 17 stig og David Ramos með 16 stig. Næsti leikur Skagamanna í deildinni er gegn Skallagrími næsta föstudag og fer Vesturlandsslagur- inn fram á Akranesi og hefst klukk- an 20.30. vaks Skallagrímkonur sóttu ekki gull í greipar Njarðvíkur í VÍS bikar kvenna í körfuknattleik í Fjósinu í Borgarnesi á laugardaginn. Gestirn- ir höfðu mikla yfirburði í leikn- um, staðan eftir fyrsta leikhluta var 11:24 og í hálfleik var munurinn orðinn 20 stig, 22:42. Í þriðja leikhluta skoruðu Skallagrímskonur aðeins fjögur stig gegn 25 stigum gestanna og staðan orðin 26:67. Í fjórða leikhlutanum var stigaskorið hins vegar svipað hjá liðunum og lokastaða leiksins 44:87. Það er því ljóst að Skallagrímur hef- ur lokið leik í bikarnum þennan vet- urinn. Stigahæstar hjá Skallagrími voru þær Nikola Nedorosíková með 11 stig, Maja Michalska með 10 stig og Embla Kristínardóttir með 9 stig. Hjá Njarðvík var Diane Oumou með 26 stig, Aliyah Collier með 18 stig og Lavína De Silva með 15 stig. Á föstudaginn var kynntur til leiks nýr þjálfari Skallagríms, Ne- bojsa Knezevic, sem áður var að- stoðarþjálfari liðsins og á mánu- daginn var sagt frá því að samið hafi verið við bandaríska leikmann- inn Breana Bay um að leika með Skallagrími í Subway deildinni í vetur. Breana er 26 ára framherji sem hefur leikið síðustu ár í Bret- landi, á Ítalíu og síðast í Albaníu. vaks Snæfell lék gegn liði KR í 16- liða úrslitum VÍS bikars kvenna í körfuknattleik í Stykkishólmi á sunnudaginn og náði sigri í hörkuleik, 79-73. Snæfell náði góð- um kafla um rúman miðjan fyrsta leikhluta, komst í 20:9 en KR náði aðeins að minnka muninn og stað- an 24:16 við flautið. Snæfell náði að halda þessu forskoti allan annan leikhlutann og staðan 42:36 í hálf- leik. KR náði síðan að jafna fljótlega í þriðja leikhluta og munurinn að- eins eitt stig fyrir síðasta hluta leiksins, 55:54. Þar var jafnt nán- ast á öllum tölum og mikil spenna í leiknum. KR minnkaði muninn í þrjú stig þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum en Snæfell setti niður síðustu fjögur stigin af víta- línunni og tryggði sér sætan sex stiga sigur, 79:73. Stigahæstar hjá Snæfelli voru þær Sianni Martin og Rebekka Rán Karlsdóttir með 20 stig hvor og Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 18 stig og 14 fráköst. Hjá KR var Angelique Robinson með 27 stig, Fanney Ragnarsdóttir með 14 stig og Hulda Ósk Bergsteinsdóttir með 13 stig. Dregið var í hádeginu í gær í 8-liða úrslitin og fékk Snæfell úti- leik gegn Stjörnunni sem leikur í 1. deildinni eins og Snæfell. Aðr- ir leikir eru ÍR-Haukar, Njarðvík- -Fjölnir og Breiðablik-Hamar/Þór. Leikirnir fara fram dagana 11.-13. desember. vaks SK ES SU H O R N 2 02 1 Auglýsing um nýtt deiliskipulag á Akranesi Tillaga að deiliskipulagi 3C og 5 áfanga Skógahverfis Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 24. ágúst 2021 að auglýsa tillögur að deiliskipulagi áfanga 3C og 5. áfanga Skógahverfis skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skógahverfi 3C og 5 afmarkast í suðri af skipulagsáföngum 1 og 3A , í vestri af Þjóðbraut, af skógræktarsvæðum í Garðaflóa til norðurs og af Garðalundi og golfvelli til austurs. Deiliskipulag áfanga 3C nær yfir 11,7 ha. svæði. Þar er gert ráð fyrir tiltölulega þéttri blandaðri byggð einbýlishúsa, raðhúsa og fjölbýlishúsa á einni til tveimur hæðum, 256 íbúðum að lágmarki. Gert er ráð fyrir opnu útivistarsvæði með lækjarfarvegi sem verður hluti blágrænna ofanvatnslausna og nýtist sem útivistasvæði. Deiliskipulag áfanga 5 nær yfir 10,3 ha. svæði. Þar er gert ráð fyrir tiltölulega þéttri blandaðri byggð einbýlishúsa, raðhúsa og fjölbýlishúsa á einni til tveimur hæðum ásamt fjölbýli á þremur til fimm hæðum, alls 290-345 íbúðum. Gert er ráð fyrir útivistarsvæði í miðju hverfisins, sem mögulega verður nýtt fyrir blágrænar ofanvatnslausnir. Gerðar voru óverulegar breytingar á afmörkun deiliskipulagssvæða Garðalundar – Lækjarbotna og 4. áfanga Skógahverfis auk óverulegrar breytingar á afmörkun landnotkunarreita í Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 til samræmis við deiliskipulagstillögurnar. Tillögurnar liggja frammi til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Dalbraut 4, Akranesi, og á heimasíðu Akraneskaupstaðar www. akranes.is frá og með 4. nóvember til 23. desember 2021. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til 23. desember næstkomandi. Skila skal athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Dalbraut 4 eða í tölvupósti á skipulag@akranes.is. Skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar Landsátak í sundi stendur nú yfir Maja Michalska var með 10 stig gegn Njarðvík. Ljósm. glh Skallagrímur tapaði stórt gegn Njarðvík í VÍS bikarnum Nestor Saa var atkvæðamestur gegn Hetti með 27 stig. Ljósm. jho Skagamenn töpuðu stórt gegn Hetti Nikola Nedororíková var með 11 stig í leiknum gegn Njarðvík. Ljósm. glh Enn eitt tap Skallagríms og þjálfarinn farinn Snæfell fagnaði sigri í VÍS bikarnum gegn KR. Ljósm. sá Snæfell mætir Stjörnunni í 8-liða úrslitum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.