Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 202116
Síðastliðinn laugardag stóð Rótarýklúbbur Borgarness fyrir
atvinnusýningu í Hjálmakletti í Borgarnesi með þátttöku um
þrjátíu fyrirtækja og stofnana. Dagskráin hófst að morgni með
málþingi og pallborðsumræðum þar sem til umræðu var Mat-
vælalandið Ísland - loftslagsmál og kolefnisspor út frá ólíkum
vinklum. Frummælendur voru Guðmundur I. Guðbrands-
son umhverfisráðherra, Haraldur Benediktsson alþingismað-
ur, Kristján Oddsson bóndi á Neðra-Hálsi og Ragnheiður I.
Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Ræddu
þau þær áskoranir sem landsmenn og reyndar heimsbyggð-
in öll stendur frammi fyrir, ýmist út frá sjónarhóli stjórnvalda,
bænda eða menntunar á sviði landbúnaðar og umhverfisfræði.
Eftir að málþingi lauk um hádegisbil var hægt að kaupa
kraftmikla kjötsúpu hjá útskriftarnemendum Menntaskóla
Borgarfjarðar sem nú safna fyrir Mexíkóferð í vor. Eftir það
dreifðust gestir um sali skólans og ræddu við þá sem kynntu
vörur og þjónustu í heimabyggð. Boðið var upp á söngatriði,
vöfflusölu og fleira eftir því sem leið á daginn. mm
Héldu málþing og atvinnusýningu í Hjálmakletti
Frá pallborðsumræðum við lok málþings. Gestir hlýða á ávarp Haraldar Benediktssonar bónda og þing-
manns.
Starfsfólk Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi kynnti helstu verkefni samtakanna.
Útskriftarnemendur MB voru með kjötsúpusölu.
Feðgarnir Þórarinn og Óðinn, sem reka Nes fasteignasölu í Borg-
arnesi, við básinn sinn.
Locatify kynnti smáforrit á sýningunni.
María Neves markaðs- og kynningarfulltrúi Borgarbyggðar við bás sveitarfélags-
ins.
Eiríkur J Ingólfsson byggingameistari ræðir við gesti. Margrét Rósa Einarsdóttir eigandi Englendingavíkur og
Hótel Glyms kynnti fyrirtæki sín og seldi gjafabréf.
Fulltrúar Verkís verkfræðistofu.
Litið yfir salinn. Þar má meðal annars sjá bása frá Límtré-
-Vírneti, Háskólanum á Bifröst og verkfræðistofunni Eflu.
Gréta Björgvinsdóttir og Guðný Bjarnadóttir kynntu Borg
útfararþjónustu.
Sævar Ingi og Ingibjörg kynntu Sögufélag Borgarfjarðar.Ásta Marý og Heiðmar spiluðu og
sungu fyrir gesti.
Hálfdán í Bílabæ og hans menn kynntu
starfsemina.